Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 47
Augljóslega vildu forsvarsmennirnir vita að siðanefnd sæi enga annmarka á rann- sókninni og hefði veitt leyfi fyrir sitt leyti og sama gildir um leyfi Persónuverndar. Hér er því enn bitið í skott, farið í hring og byrjað á öfugum enda. Starfsfólk hjá vísindasiðanefnd og Persónuvernd virðist hafa á því skilning að hér sé röðin ekki rétt, en enginn virðist tilbúinn til að gera neitt til lagfæringar. Þeir einu sem jafnan eru liðlegir eru ábyrgðar- og vörslumenn sjúkraskránna, það er að segja forsvars- menn einstakra heilbrigðisstofnana. Þeir láta sér í reynd nægja að þeim sé sagt að búið sé að sækja um leyfi til vísindasiða- nefndar og Persónuverndar og ef þeir veiti nú leyfi til aðgangs hljóti hin leyfin að fást. Ef sækja ætti til Landlæknisembættisins um aðgang að heilbrigðisskránum bættist einn aðili enn í keðjuna sem biður um samþykki frá hinum. Reynsla undirritaðs af Landlæknisembættinu er þar á ofan að embættið hefur sett sér „verklagsreglur" (ekki finnanlegar á heimasíðu embættis- ins) og hefur „rannsóknanefnd" sem ekki styðst við nein fyrirmæli í reglugerð um heilbrigðisskrár nr. 548/2008. Samkvæmt reglugerðinni eru skrárnar á ábyrgð land- læknis sjálfs, þó eflaust geti hann kallað samstarfsfólk sitt til aðstoðar við vinnu þá sem umsóknir um aðgang útheimta. Málið vandast hins vegar enn frekar af því að Landlæknisembættið svarar því til þegar sótt er um aðgang að þessum miðlægu skrám sem það safnar, að upplýsingar um persónugreinanleg gögn, sem yfirleitt þarf, verði ekki veitt nema upplýst samþykki viðkomandi einstaklinga liggi fyrir. Ég og samstarfsfólk mitt höfum endurtekið sótt um leyfi til að skoða gögn á landsvísu um sjúkdómstilvik, svo sem legslímuflakk, blóðsega meðal kvenna á barneignaaldri og utanlegsþykktir. Fyrirfram vitum við að sjálfsögðu ekki hverjir hafa fengið þessa sjúkdóma á öllu landinu, til dæmis á 10 ára tímabili, og höfum því ekki nokkur tök á að biðja um upplýst samþykki frá einstaklingum og leggja slík gögn fyrir landlæknisembættið. Faraldsfræðilegar rannsóknir á fyrirliggjandi gögnum fara heldur ekki fram með þeim hætti, heldur leyfir fulltrúi almennings og gæsluaðili hagsmuna almennings, siðanefnd, aðgang að gögnunum „fyrir hönd" einstaklinga. Svona krafa er því þýðingarlaus og með öllu órökrétt, að ekki sé talað um óskiljan- leg. Ef þetta á að gilda fyrir alla rannsak- endur, til dæmis á heilbrigðisstofnunum UMFJÖLLUN O G GREINAR eða í háskólum landsins, hlýtur það einnig að gilda um starfsmenn embættis- ins sjálfs. Því sýnist viðbúið að ef þetta viðhorf á að gilda, verði aldrei um neinar almennilegar rannsóknir að ræða út frá þessum gagnagrunnum sem heyra undir reglugerð nr. 548/2008, nema til að finna ópersónugreinanleg yfirlitsgögn til að gefa einhverja yfirlitstölfræði um tíðni sjúk- dóma. Hins vegar væri slík tölfræði byggð á gögnum sem ekki hafa verið yfirfarin og sannreynd. Samanburður á gögnum í rannsóknum okkar við þau takmörkuðu yfirlitsgögn sem þó hafa fengist frá emb- ættinu, sýnir að villur eru ekki óalgengar í vistunarupplýsingunum, en það er þó mis- munandi eftir því hvaða sjúkdóm er um að ræða af þeim sem við höfum skoðað. Slík yfirlitsgögn gætu því verið óáreiðanleg og í versta falli varhugaverð. Ekki er undirrituðum heldur ljóst hvað Landlæknisembættið hefur hugsað sér að gera við þau gögn sem safnað er saman í heilbrigðisskrár á þess vegum. Varla ætla starfsmenn embættsins að skoða persónugreinanleg gögn sjálfir án upp- lýsts samþykkis einstaklinga og brjóta þar með eigin „verklagsreglur" sem notaðar eru sem ástæða til þess að meina öðrum aðgang að gögnum í skrám embættisins? Andi reglugerðarinnar nr. 548/2008 er aug- ljóslega allur annar, nefnilega sá að leyfa aðgang að persónugreinanlegum upp- lýsingum í gagnabönkum til vísindarann- sókna. Engin tvímæli geta talist um það í reglugerðinni. Hér þarf verulegar umbætur og ekki er nokkur ástæða til að bíða með það. Skrárnar hjá landlækni og upplýsingar úr þeim ásamt samkeyrslumöguleikum eiga að vera aðgengilegar og það á að vera keppikefli viðkomandi embætta að hjálpa rannsakendum við að fá sem mest út úr rannsóknunum, en ekki bremsa rann- sóknir af eða setja þær í mun erfiðari fram- kvæmdagír, ef tilgangurinn er gagnlegur, lögmætur og siðferðilega réttlætanlegur. Gögnin eiga að koma að gagni og það á að treysta rannsakendum sem hafa fengið leyfi siðanefndar og Persónuverndar. Landlæknisembættið er vörsluaðili en ekki eigandi. Góð yfirferð gagnanna getur auk þess leitt til þess að villur finnist, bæði einstakar rangar skráningar og kerfislægar villur. Ferlið þarf að vera rökrétt og skjótvirkt, þannig að fyrst sé sótt til siðanefnda, stofnana eða vísindasiðanefndar og leyfi fengið þar. Að því búnu er sótt um eða tilkynnt til Persónuverndar eins og við á. Ef aðgang þarf að heilbrigðisskrám sem taldar eru upp í reglugerð nr. 548/2008 og persónugreinanlegum upplýsingum þar (nöfn, kennitölur, vistunarstaður), er það gert með umsókn til Landlæknisemb- ættisins og leyfin fylgja frá næstu aðilum á undan. Engin ætti að standa í því tefja ferlið með því að bíða eftir leyfi frá hinum. Röðin væri ákveðin: Vísindasiðanefnd fyrst, síðan Persónuvernd, þá Landlæknis- embættið og/eða ábyrgðarmenn einstakra heilbrigðisskráa eða sjúkrastofnana. Þeir síðasttöldu geta alltaf takmarkað eða jafn- vel bannað aðgang að sínum gögnum ef þeim skyldi ekki lítast á viðkomandi rann- sókn eða rannsakendur þrátt fyrir fengin leyfi. A endanum standa svo rannsakendur sjálfir ábyrgir gerða sinna gagnvart land- lækni, Persónuvernd eða vísindasiðanefnd og fyrst og fremst gagnvart landsmönnum, hverra heilbrigði, veikindi og sjúkrahús- vistir er verið að skoða í viðkomandi rann- sókn. Þetta er eðli faraldsfræðilegra rann- sókna á gagnagrunnum. Það er kominn tími til að menn hætti að bíta hver í annars skott og ganga í hringi. Það ætti ekki að vera mikið mál að lagfæra ferlið. í lögum er ekkert sem hamlar því. í 2. grein laga nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga segir: „Mat vísinda- siðanefndar eða siðanefndar skv. 29. gr. á rannsókninni verður að hafa leitt í ljós að vísindaleg og siðfræðileg sjónarmið mæli ekki gegn framkvæmd hennar" og í 15. grein segir: „Persónuvernd er heimilt samkvæmt lögum um skráningu og með- ferð persónuupplýsinga að veita aðgang að upplýsingum úr sjúkraskrám, [...] vegna vísindarannsókna, enda uppfylli rannsókn skilyrði vísindarannsóknar." í lögum um persónuvernd nr. 77/2000 segir í 9. grein: „Persónuvernd setur að fenginni umsögn vísindasiðanefndar, reglur um hvernig velja má og nálgast fólk til þátttöku í vís- indarannsóknum." Því er alveg ljóst hvað á að vera númer eitt og hvað er númer tvö. Það þarf bara einn fund formanns vísinda- siðanefndar og forstjóra Persónuverndar, kannski hjá landlækni, með eftirfylgjandi auglýsingu á rökréttu kerfi. Ég býðst til að leggja til kaffi og vínarbrauð. Heimild 1. Sigurjónsson H. Rafræn sjúkraskrá á landsvísu. Miklar breytingar í farvatninu. Læknablaðið 2013; 99: 88-91. LÆKNAblaðið 2013/99 535
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.