Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 33
UMFJÖLLUN O G GREINAR
Temporo
parietal
fascia
Temporalis
fascia
Facial nerve
Articular
disk
Andlitstaug. Birtist í The Journal of Cranio-Maxillofacial Trauma 1999; 5: tölublað 4.
Sunderland-taugaskaði.
Birtist í The Journal ofCranio-
Maxillofacial Trauma 1999; 5:
tölublað 2.
Sunderland Nerve Injury Classification
Neurapraxia 1st Degree Injury
höfundana þar sem tímaritið sjálft ber
ekki kostnað af gerð myndanna. Eflaust er
það hluti skýringarinnar á því að íslenskir
læknar hafa lítið kallað eftir samstarfi við
læknisfræðilega teiknara. Hins vegar benti
niðurstaða rannsóknar minnar einnig til
þess að þjónustan - að hægt væri að fá
læknisfræðilegan teiknara til verksins á ís-
landi - væri óþekkt."
Lesskilningur tiltekinna hópa er ofmetinn
í rannsókn Hjördísar kom einnig fram
að myndlýsingar á ýmsum þáttum heil-
brigðisþjónustu við almenning verða
sífellt mikilvægari, enda hafa verið færðar
sönnur á að stór hluti almennings tileinkar
sér ekki nema lítinn hluta upplýsinga með
því að lesa texta. Texti getur einnig verið
misflókinn og valdið því að hluti þeirra
sem upplýsingarnar eiga að ná til geta
ekki tileinkað sér innihaldið með lestr-
inum einum saman. Allt eru þetta þekktar
staðreyndir og Hjördís segir miðlun upp-
lýsinga með myndrænum hætti auka lík-
urnar margfalt á því að viðkomandi muni
efnið, fremur en ef því er miðlað í texta
eða talmáli. „Þetta snýst á endanum um
að almenningur, þiggjendur þjónustunnar,
þarf að skilja leiðbeiningarnar og sinna
sjálfum sér samkvæmt þeim. Það hefur
verið sýnt fram á að sjúklingar tileinka sér
ekki nema 14% lyfjaupplýsinga að meðal-
tali með því lesa leiðbeiningar. Notkun
skýringarmynda eykur þetta hlutfall um
nokkra tugi prósenta. Margir eru einfald-
lega mjög illa læsir á heilbrigðisfræðilegar
leiðbeiningar enda er orðfærið sérhæft og
heilbrigðisstarfsmenn átta sig oft ekki á
því að texti þeirra er alls ekki sniðinn að
þeim sem hann á að ná til. Lesskilningur
tiltekinna hópa meðal almennings er ein-
faldlega ofmetinn í þeim textum sem beint
er að þeim. Það er alltof algengt að sjá
myndalausan, þungan, sérhæfðan texta
um sjúkdóma og meðferðir sem skilar sér
í slakri sjálfsumönnun og á endanum í
auknum kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið.
Hnitmiðað, vel myndlýst og skýrt fræðslu-
efni skilar sér margfalt til baka þó það sé
vissulega dýrara í framleiðslu en mynda-
laus textabæklingur. Læsi á náttúrufræði
er mun lægra en almennt læsi, eins og
PISA-rannsóknin bendir til - þar kemur
fram að 23% 15 ára drengja á íslandi geta
ekki lesið sér til gagns. Það bendir til
þess að það sem skrifað er fyrir sjúklinga
sé yfirleitt miðað að vel læsum ein-
staklingum og þar með verður stór hluti
notenda heilbrigðisþjónustunnar útundan.
Teikningar ásamt texta geta kennt nýjan
orðaforða."
Hún nefnir einnig að ýmsar upp-
lýsingar og fræðsla séu af því tagi að
teiknaðar myndir geti gert sjúklingum
og aðstandendum auðveldara að með-
taka tilfinningalega erfiða hluti. „Þetta á
sérstaklega við um aðgerðir og meðferðir
á börnum þar sem hægt er að útskýra
hlutina með því að blíðka myndir með já-
kvæðum teiknistíl, þegar ljósmyndir gætu
hreinlega valdið aðstandendum tilfinn-
ingalegu áfalli eða óþarfa ruglingi. Einnig
hjálpa myndir þegar börnin sjálf, sem eru
á mjög mismunandi aldri, þurfa að skilja
hvers vegna þau þurfa að ganga í gegnum
erfiða meðferð."
Hjördís segir skort á notkun skýr-
ingarmynda ekkert einsdæmi hér á fs-
landi. „Hið skrifaða orð hefur ákveðinn
virðingarsess í vestrænni menningu. Oft
er talað um myndskreytingar af hálfgerðri
lítilsvirðingu, eins og með því sé efnið
barnalegra á einhvern hátt. Bandaríski
sálfræðingurinn Howard Gardner nefnir
flokkunarhæfni sem einn af fimm hæfi-
leikum sem mannshugurinn þarf að búa
yfir í framtíðinni. Tákn og myndir auka
þessa hæfni svo um munar en með því að
nota myndir eykst hraði við að skilja upp-
lýsingar, það flýtir fyrir flokkun á efninu
og úrvinnslu. Að nota myndir á sér eflaust
djúpar rætur í samfélagsgerðinni en við
þurfum að horfast í augu við staðreyndir
og viðurkenna að það eru ekki allir í
þessu samfélagi okkar jafn læsir á texta en
þurfa samt upplýsingar á sviði heilbrigðis-
þjónustu."
LÆKNAblaðið 2013/99 521