Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 12
RANNSÓKN
Tafla I. RIFLE-skilmerki fyrir bráðan nýrnaskaða.
Flokkur Skílmerki
R Stig 1 Grunnkreatínín x 1,5 eða ÞÚ <0,5mL/kg/klst í 6 klst
I Stig 2 Grunnkreatínín x 2 eða ÞÚ <0,5mDkg/klst í 12 klst
F Stig 3 Grunnkreatínín x 3 eða ÞÚ <0,3mDkg/klst í 24 klst
L Skilunarmeðferð > 4 vikur
E Skilunarmeðferð > 90 dagar
RIFLE-flokkunin byggir á þremur alvarleikastigum og tveimur útkomum. ÞÚ= þvagútskilnaður, L-flokkur = tap (loss), E-flokkur = lokastig (end-stage). Grunnkreatínín = grunngildi kreatíníns hjá sjúklingi.
meðferð vegna lokastigsnýrnabilunar áður en þeir greindust með
bráðan nýrnaskaða í okkar rannsókn þar sem sveiflur í serum-
kreatíníni í tengslum við blóðskilun geta líkst því sem sést við
bráðan nýrnaskaða.
Til að vinna úr kreatínínmælingunum var búið til forrit sem:
• fann hæsta kreatíníngildið fyrir hverja kennitölu og lægsta kreat-
íníngildið á síðustu 6 mánuðunum fyrir hæsta gildið, og var það
notað sem grunngildi.
• reiknaði RIFLE-flokkun samkvæmt hæsta kreatíníngildinu fyrir
alla sjúklinga sem höfðu grunngildi.
Sjúklingar sem ekki áttu mælt grunngildi kreatíníns innan 6
mánaða tímarammans voru útilokaðir. Forritið var prófað með því
að bera saman handvirka og sjálfvirka úrvinnslu 20 sjúklinga af
handahófi. Forritið reyndist virka vel í öllum tilfellum.
Sjúkraskrár þeirra sjúklinga sem fengu alvarlegan bráðan
nýrnaskaða á tímabilinu, það er á stigi 3, voru kannaðar nánar með
tilliti til þeirrar sjúkrahúsinnlagnar þar sem sjúklingurinn hafði
fengið bráðan nýrnaskaða. Skráðar voru upplýsingar um legutíma
á spítala og gjörgæsludeild. Jafnframt voru skráðir helstu áhættu-
og orsakaþættir fyrir bráðum nýrnaskaða, þar með talið notkun
lyfja sem geta haft skaðleg áhrif á nýrun. Sérstaklega var skráð
notkun bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID), lyfja sem hafa áhrif á
renín-angíótensín-aldósterón öxulinn (ACEi/ARB), skuggaefnis,
eiturlyfja og lyfjaeitranir. Skráð var hvort sjúklingur þurfti skil-
unarmeðferð í sjúkrahúslegunni og hve lengi. Kannaðar voru þær
ICD-10 greiningar á Landspítala sem sjúklingar í þessum hópi
höfðu fengið fyrir bráða nýrnaskaðann og voru eftirfarandi grein-
ingar skráðar: Háþrýstingur (110-115), blóðþurrðarsjúkdómur í
hjarta (125-129), langvinnur nýrnasjúkdómur (N18-N19), sykursýki
(E10-E14), langvinn lungnateppa (J40-J44) og langvinn lifrarbilun
(K70-K76). Að lokum var skráður dánardagur ef sjúklingur var
látinn. Lengd eftirfylgdar var talin frá því sjúklingur fékk bráðan
nýrnaskaða fram að dánardegi, eða þar til söfnun gagna fór fram
í apríl 2012.
Tölfræðilegar aðferðir
Tölfræði var unnin í Excel (Microsoft Corp, Redmond, Washing-
ton) og SPSS (IBM SPSS Statistics 20.0 útgáfu 2011, IBM, Armonk,
New York). Gögn eru sett fram sem fjöldi, prósentur, meðaltal ±
staðalfrávik eða miðgildi (spönn). Hópar voru bornir saman með
kí-kvaðrat prófi, Wilcoxon Mann-Whitney prófi og t-prófi. Lifun
var skoðuð með Kaplan-Meier-aðferð. Tölfræðileg marktækni var
skilgreind sem p<0,05.
Mynd 1. Flæðirit sem sýnir skiptingu sjúklingahópsins. BNS = bráður nýrnaskaði.
LSH = Landspítali. Fjöldi og prósentur (%).
Niðurstöður
Faraldsfræði bráðs nýrrtaskaða
Á rannsóknartímabilinu fundust 349.320 kreatínínmælingar í
gagnagrunni rannsóknarstofu Landspítala fyrir 74.960 einstak-
linga eldri en 18 ára. Af þeim áttu 17.683 (24%) mælt grunngildi
kreatíníns innan 6 mánaða fyrir hæsta skráða gildi og var grunn-
gildi að jafnaði mælt 53 (1-183) dögum fyrir bráðan nýrnaskaða.
Alls fengu 3686 (21%) bráðan nýrnaskaða. Þar af voru 2077 (12%)
á stigi 1, á stigi 2 voru 840 (5%) og 769 (4%) á stigi 3 (mynd 1). Þeir
sem fengu bráðan nýrnaskaða voru marktækt eldri en þeir sem
ekki fengu bráðan nýrnaskaða (p<0,001, tafla II). Það voru mark-
tækt fleiri konur með stig 1 og 2 en fleiri karlar með stig 3 (p<0,001,
tafla II). Á hverju ári greindust að meðaltali 919 einstaklingar með
bráðan nýrnaskaða og varð ekki marktæk breyting á þeim fjölda á
því fjögurra ára tímabili sem kannað var.
Bráður nýrnaskaði greindist í innlögn á Landspítala hjá alls
2513, eða 68% sjúklinga. Fimmtíu og níu prósent sjúklinga með
bráðan nýrnaskaða á stigi 1 lögðust inn eða lágu inni í tengslum
við nýrnaskaðann, 79% sjúklinga á stigi 2 og 81% á stigi 3. Alls
lögðust 78.358 sjúklingar inn á Landspítala á tímabilinu og er tíðni
bráðs nýrnaskaða því 3,2% (95% öryggismörk 2,5-3,9%) á tíma-
bilinu. Ef innlagnir á geðsvið og fæðingardeild eru undanskildar
er tíðnin hins vegar 4,2% (95% öryggismörk 3,6-4,8%).
Sjúklittgar tneð bráðan nýrnaskaða á stigi 3
Af þeim 769 sjúklingum sem fengu bráðan nýrnaskaða á stigi 3
reyndust 76 ekki eiga gögn á Landspítala og voru því ekki kannaðir
Tafla II. Flokkun sjúklinga.
Ekki-BNS Stig 1 Stig 2 Stig 3
Fjöldi (%) 14.017(79,2) 2077(11,7) 840 (4,7) 769 (4,3)
Aldur (ár) 56,6 ± 19,5 67,2 ±18,3 70,3 ±15,0 69,2 ±15,5
Konur % 54,6 54,3 53,1 41,5
BNS = bráöur nýrnaskaði. Aldur er meöalaldur ± staðalfrávik.
500 LÆKNAblaðið 2013/99