Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 12
RANNSÓKN Tafla I. RIFLE-skilmerki fyrir bráðan nýrnaskaða. Flokkur Skílmerki R Stig 1 Grunnkreatínín x 1,5 eða ÞÚ <0,5mL/kg/klst í 6 klst I Stig 2 Grunnkreatínín x 2 eða ÞÚ <0,5mDkg/klst í 12 klst F Stig 3 Grunnkreatínín x 3 eða ÞÚ <0,3mDkg/klst í 24 klst L Skilunarmeðferð > 4 vikur E Skilunarmeðferð > 90 dagar RIFLE-flokkunin byggir á þremur alvarleikastigum og tveimur útkomum. ÞÚ= þvagútskilnaður, L-flokkur = tap (loss), E-flokkur = lokastig (end-stage). Grunnkreatínín = grunngildi kreatíníns hjá sjúklingi. meðferð vegna lokastigsnýrnabilunar áður en þeir greindust með bráðan nýrnaskaða í okkar rannsókn þar sem sveiflur í serum- kreatíníni í tengslum við blóðskilun geta líkst því sem sést við bráðan nýrnaskaða. Til að vinna úr kreatínínmælingunum var búið til forrit sem: • fann hæsta kreatíníngildið fyrir hverja kennitölu og lægsta kreat- íníngildið á síðustu 6 mánuðunum fyrir hæsta gildið, og var það notað sem grunngildi. • reiknaði RIFLE-flokkun samkvæmt hæsta kreatíníngildinu fyrir alla sjúklinga sem höfðu grunngildi. Sjúklingar sem ekki áttu mælt grunngildi kreatíníns innan 6 mánaða tímarammans voru útilokaðir. Forritið var prófað með því að bera saman handvirka og sjálfvirka úrvinnslu 20 sjúklinga af handahófi. Forritið reyndist virka vel í öllum tilfellum. Sjúkraskrár þeirra sjúklinga sem fengu alvarlegan bráðan nýrnaskaða á tímabilinu, það er á stigi 3, voru kannaðar nánar með tilliti til þeirrar sjúkrahúsinnlagnar þar sem sjúklingurinn hafði fengið bráðan nýrnaskaða. Skráðar voru upplýsingar um legutíma á spítala og gjörgæsludeild. Jafnframt voru skráðir helstu áhættu- og orsakaþættir fyrir bráðum nýrnaskaða, þar með talið notkun lyfja sem geta haft skaðleg áhrif á nýrun. Sérstaklega var skráð notkun bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID), lyfja sem hafa áhrif á renín-angíótensín-aldósterón öxulinn (ACEi/ARB), skuggaefnis, eiturlyfja og lyfjaeitranir. Skráð var hvort sjúklingur þurfti skil- unarmeðferð í sjúkrahúslegunni og hve lengi. Kannaðar voru þær ICD-10 greiningar á Landspítala sem sjúklingar í þessum hópi höfðu fengið fyrir bráða nýrnaskaðann og voru eftirfarandi grein- ingar skráðar: Háþrýstingur (110-115), blóðþurrðarsjúkdómur í hjarta (125-129), langvinnur nýrnasjúkdómur (N18-N19), sykursýki (E10-E14), langvinn lungnateppa (J40-J44) og langvinn lifrarbilun (K70-K76). Að lokum var skráður dánardagur ef sjúklingur var látinn. Lengd eftirfylgdar var talin frá því sjúklingur fékk bráðan nýrnaskaða fram að dánardegi, eða þar til söfnun gagna fór fram í apríl 2012. Tölfræðilegar aðferðir Tölfræði var unnin í Excel (Microsoft Corp, Redmond, Washing- ton) og SPSS (IBM SPSS Statistics 20.0 útgáfu 2011, IBM, Armonk, New York). Gögn eru sett fram sem fjöldi, prósentur, meðaltal ± staðalfrávik eða miðgildi (spönn). Hópar voru bornir saman með kí-kvaðrat prófi, Wilcoxon Mann-Whitney prófi og t-prófi. Lifun var skoðuð með Kaplan-Meier-aðferð. Tölfræðileg marktækni var skilgreind sem p<0,05. Mynd 1. Flæðirit sem sýnir skiptingu sjúklingahópsins. BNS = bráður nýrnaskaði. LSH = Landspítali. Fjöldi og prósentur (%). Niðurstöður Faraldsfræði bráðs nýrrtaskaða Á rannsóknartímabilinu fundust 349.320 kreatínínmælingar í gagnagrunni rannsóknarstofu Landspítala fyrir 74.960 einstak- linga eldri en 18 ára. Af þeim áttu 17.683 (24%) mælt grunngildi kreatíníns innan 6 mánaða fyrir hæsta skráða gildi og var grunn- gildi að jafnaði mælt 53 (1-183) dögum fyrir bráðan nýrnaskaða. Alls fengu 3686 (21%) bráðan nýrnaskaða. Þar af voru 2077 (12%) á stigi 1, á stigi 2 voru 840 (5%) og 769 (4%) á stigi 3 (mynd 1). Þeir sem fengu bráðan nýrnaskaða voru marktækt eldri en þeir sem ekki fengu bráðan nýrnaskaða (p<0,001, tafla II). Það voru mark- tækt fleiri konur með stig 1 og 2 en fleiri karlar með stig 3 (p<0,001, tafla II). Á hverju ári greindust að meðaltali 919 einstaklingar með bráðan nýrnaskaða og varð ekki marktæk breyting á þeim fjölda á því fjögurra ára tímabili sem kannað var. Bráður nýrnaskaði greindist í innlögn á Landspítala hjá alls 2513, eða 68% sjúklinga. Fimmtíu og níu prósent sjúklinga með bráðan nýrnaskaða á stigi 1 lögðust inn eða lágu inni í tengslum við nýrnaskaðann, 79% sjúklinga á stigi 2 og 81% á stigi 3. Alls lögðust 78.358 sjúklingar inn á Landspítala á tímabilinu og er tíðni bráðs nýrnaskaða því 3,2% (95% öryggismörk 2,5-3,9%) á tíma- bilinu. Ef innlagnir á geðsvið og fæðingardeild eru undanskildar er tíðnin hins vegar 4,2% (95% öryggismörk 3,6-4,8%). Sjúklittgar tneð bráðan nýrnaskaða á stigi 3 Af þeim 769 sjúklingum sem fengu bráðan nýrnaskaða á stigi 3 reyndust 76 ekki eiga gögn á Landspítala og voru því ekki kannaðir Tafla II. Flokkun sjúklinga. Ekki-BNS Stig 1 Stig 2 Stig 3 Fjöldi (%) 14.017(79,2) 2077(11,7) 840 (4,7) 769 (4,3) Aldur (ár) 56,6 ± 19,5 67,2 ±18,3 70,3 ±15,0 69,2 ±15,5 Konur % 54,6 54,3 53,1 41,5 BNS = bráöur nýrnaskaði. Aldur er meöalaldur ± staðalfrávik. 500 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.