Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 17
RANNSÓKN Áhrif þunglyndislyfja og róandi lyfja á árangur af ósértækri hugrænni atferlismeðferð hópa í heilsugæslu Erik Brynjar Schweitz Eriksson12læknir, Hafrún Kristjánsdóttir2-34sálfræðingur, Jón Friðrik Sigurðsson2-4sálfræðingur, Agnes Agnarsdóttir2sálfræðingur, Engilbert Sigurðsson24læknir ÁGRIP Inngangur: Rannsóknir á hugrænni atferlismeðferð (HAM) og þunglyndis- lyfjum sýna marktækan árangur í meðferð kvíða og þunglyndis. Sam- þætting þessara meðferða hefur í sumum tilvikum sýnt fram á árangur umfram einþátta meðferð. Hins vegar virðast benzódíazepín-lyf geta haft neikvæð áhrif á árangur af HAM-einstaklingsmeðferð. (rannsókn á HAM á námskeiðsformi í heilsugæslu var árangur metinn með tilliti til notkunar á þunglyndislyfjum (SSRI/SNRI) annars vegar og benzódíazepínum og z- svefnlyfjum hins vegar. Efniviður og aðferðir: Árangur af meðferðinni var mældur með Becks- þunglyndis- (BDI-II) og kvíðakvörðum (BAI). Notast var við “last observa- tion carried forward”- aðferð (LOCF) þar sem fyrsta og síðasta mæling voru bornar saman óháð því hvenær síðasta mælingin var gerö. Breyting var mæld á meðaltalsskori milli einstaklinga á lyfjum úr tilteknum lyfja- flokkum og borin saman við skor þeirra sem ekki voru á slíkum lyfjum. Niðurstöður: Á því þriggja ára tímabili sem gögnunum var safnað tóku 557 einstaklingar þátt í 5 vikna HAM-námskeiðum í heilsugæslunni. Af þeim skiluðu 355 einstaklingar BDI-II kvarða og 350 einstaklingar BAI- kvarða tvisvar eða oftar. Meðaltalsskor beggja lyfjahópanna lækkaði marktækt á báðum kvörðum. Lækkun á meðaltalsskori þeirra sem tóku SSRI/SNRI-þunglyndislyf og fengu HAM var marktækt meiri en hinna sem einungis sóttu HAM-námskeiðin. Einnig náðist marktækt meiri árangur hjá þeim sem voru á slíkum þunglyndislyfjum en hjá hinum sem einnig voru á benzólyfjum og/eða z-svefnlyfi. I öðrum tilvikum var ekki marktækur munur á árangri milli hópa. Ályktun: HAM á námskeiðsformi í heilsugæslunni dregur marktækt úr einkennum kvíða og depurðar, óháð notkun þunglyndis- og benzólyfja og/ eða z-svefnlyfja. Slík lyfjanotkun er því ekki frábending fyrir HAM-hóp- meðferð. Við meðferð þunglyndis gefur samþætt þunglyndislyfjameðferð þó aukinn árangur en sá árangur er minni hjá þeim sem einnig taka benzó- og/eða z-svefnlyf. ’lnstitute of Psychiatry, King's College, London, 2geðsviöi Landspítala, 3Háskólanum í Reykjavík, 4læknadeild Háskóla íslands. Fyrirspumir: Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlæknisfræði læknadeild Háskóla íslands, yfirlæknir við geðsvið Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík engilbs@landspitali.is Greinin barst 12. júní 2013, samþykkt til birtingar 11. október 2013. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Inngangur A síðastliðnum áratug hefur verið mikil umræða um breytt viðhorf íslendinga til þunglyndis og mikla notk- un þunglyndislyfja á íslandi.1 Árangur hugrænnar at- ferlismeðferðar (HAM) og þunglyndislyfja við meðferð þunglyndis og kvíða hefur verið vinsælt rannsóknarefni á undanförnum árum. Bæði meðferðarform hafa sýnt marktækan árangur.2-3 Áhrifin af samþættingu þessara tveggja meðferðarforma fram yfir árangur af hvorri meðferð fyrir sig við þunglyndi og kvíða hafa verið minna rannsökuð3 og teljast því umdeilanlegri. Ávinn- ingur af HAM er þó ekki eins skýr og af lyfjameðferð við mjög alvarlegu þunglyndi.4 5 Þar virðist sem reynsla og þekking meðferðaraðilans skipti meira máli en þegar um er að ræða meðferð á vægum eða miðlungsalvar- legum þunglyndislotum.6 Samþætt meðferð þar sem lyfjum og HAM er beitt samtímis er ekki óumdeild. Sú gagnrýni hefur komið fram að þar sem þunglyndislyfin dragi úr einkennum geti það dregið úr áhugahvöt hins veika til að tileinka sér HAM og sinna meðferðinni.7 Á þetta einkum við um einstaklinga með felmtursröskun.7 Til að sú vinna sem er forsenda HAM geti farið fram, þurfa einkenni felmturs- röskunarinnar að vera til staðar.7 Sama umræða hefur átt sér stað varðandi þátt benzódíazepína í meðferð á kvíða og þunglyndi. Almennt er talið að slík lyf, sé talið nauð- synlegt að grípa til þeirra, ættu helst einungis að hafa það hlutverk að vera viðbótarmeðferð í afmarkaðan tíma.51 raun er slíkt hægara sagt en gert. Sjúklingar eru oft tregir til að hætta töku þeirra og takast í kjölfarið á við aukin kvíðaeinkenni, auk annarra fráhvarfsein- kenna, á meðan þau eru tröppuð út. Nýlega hafa kerfisbundnar greiningar (meta-analy- ses) sýnt fram á að samþætt sálfræði- og þunglyndis- lyfjameðferð við þunglyndi er árangursríkari en hvor meðferðin fyrir sig.8-9 Höfundum er ekki kunnugt um rannsóknir á áhrifum benzódíazepín-lyfja á áhrif HAM við þunglyndi. Fyrstu rannsóknir bentu til að benzódíazepín-notkun gæti dregið úr áhrifum HAM10 í meðferð kvíða. í síðari rannsóknum kom svo fram að notkun á benzódíazepínum eftir þörfum dró enn frekar úr árangri af HAM en regluleg notkun þeirra.411 HAM er öflugri meðferð við almennri kvíðaröskun en benzódíazepínlyf og árangur af samþættri meðferð er þar svipaður og af HAM einni og sér.12 Takmarkaður ávinningur er af því að bæta þunglyndislyfi við HAM við almennri kvíðaröskun.13 Hvað áráttu-þráhyggju- röskun varðar, hefur ekki verið sýnt með afgerandi hætti fram á að samþætt meðferð sé betri eða síðri en þunglyndislyf eða HAM.7 Benzódíazepín-notkun dreg- ur úr árangri HAM við felmtursröskun14 og þá helst ef um langtímanotkun er að ræða.15 í vönduðum nýlegum yfirlitsgreinum kemur fram að samþætt meðferð (HAM LÆKNAblaðið 2013/99 505
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.