Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 44
UMFJÖLLUN O G GREINAR NÝJUNGAR í LÆKNISFRÆÐI Notkun snjallsíma til töku hjartalínurits Rætt við Davíð 0. Arnar og Jens V. Kristjánsson um nýtt app ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Snjallsímar, blanda af síma og tölvu, hafa náð gríðarlegri útbreiðslu á undan- förnum árum. Þetta hefur gjörbreytt samskiptamöguleikum og til viðbótar hafa ýmis smáforrit (öpp) gert skráningu upplýsinga, meðal annars líffræðilegra mælinga, mögulega. Þannig er hægt að skrá hluti eins og lífsmörk og sitthvað fleira með til þess að gera litlum við- bótarbúnaði. Nýlega komu á markað tvö slík öpp þar sem maður getur tekið upp einnar leiðslu hjartalínurit á snjallsíma með einfaldri hulsu eða hlíf sem er smellt utan um símann. Tveir fingur eru settir hvor á sitt rafskautið á hulsunni. Við það fæst einnar leiðslu hjartarit sem er ígildi leiðslu I á tólf leiðslu hjartariti. Hjartalínuritið er vistað í símanum með appi og síðan má ýmist sýna lækninum það í næstu heimsókn eða jafnvel senda það á hann sem viðhengi með tölvupósti. Þetta er í raun mjög einfalt og handhægt í notkun. Davíð O. Arnar hjartalæknir segir að þessi einfalda nýja tækni eigi eftir að gerbreyta möguleikum á greiningu á orsökum hjartsláttaróþæginda og ekki er ólíklegt að þessi nálgun eigi eftir að koma í stað Holter-síritunar í þeim tilgangi í ná- inni framtíð. Þessar hulsur eru fáanlegar án tilvísunar frá heilbrigðisstarfsmanni og öppunum er hlaðið niður án endurgjalds. Þá segir Davíð að mælingar á ýmsum öðrum líffræðilegum gildum séu einnig mögulegar með snjallsíma, með til þess að gera einföldum viðbótarbúnaði. Búast má við verulegri þróun við alls kyns mæling- ar á næstu árum, til dæmis á lífsmörkum og blóðsykri. Þessar tækninýjungar og ný rafræn nálgun sjúklinga og heilbrigðis- starfsmanna kunna þannig að kalla á ger- breytt samskipti læknis og sjúklings. Breytingar i samskiptum sjúklings og læknis „í þessum heimi aukinna rafrænna sam- skipta kann það að verða óþarfi í vissum tilfellum að sjúklingur hitti lækni, heldur verði samskiptin rafræn. Við höfum þegar öðlast ákveðna reynslu hvað þetta varðar með fjarvöktun á gangráðum og bjargráðum," segir Davíð. „í svoleiðis til- fellum hefur sjúklingurinn tæki heima hjá sér sem metur starfsemi gangráðsins eða bjargráðsins með reglulegu millibili án þess að sjúklingurinn verði þess einu sinni var. Þessar upplýsingar eru síðan sendar til okkar á lokað vefsvæði til mats. Þetta getur sparað tíma og fyrirhöfn án þess að koma niður á öryggi sjúklingsins. Þvert á móti hefur þetta leitt til þess að við verðum vör við ýmiss konar frávik í starfsemi tækjanna fyrr en ef þeir kæmu einungis til eftirlits á göngudeild gangráða og bjargráða á 6-12 mánaða fresti. Nálgun heilbrigðiskerfisins í sam- skiptum við sjúklinga hefur verið mjög íhaldssöm til þessa," segir Davíð. „Því er ólíkt farið til dæmis í bankakerfinu og víðar. Vitaskuld er starfsemin þar gerólík en hjá okkur en ég hygg þó að margir hafi verið skeptískir á það á fyrir svona 20 árum að mögulegt yrði að sinna vel- flestri bankastarfsemi í rólegheitunum við tölvuna heima hjá sér. Það er alveg klárt að veikir einstaklingar munu áfram þurfa að koma og hitta heilbrigðisstarfsmann en við ýmiss konar eftirlit og einfaldari vandamál gæti verið mál til komið að taka upp annað vinnulag á næstu árum. Það er rétt að sýna varkárni í þessu en ég tel að læknar komist tæplega upp með að breyta ekki sínu vinnulagi eftir því sem tæknin þróast. Auðvitað kallar þetta líka á breytt skipulag vinnu þar sem rafrænum sam- skiptum verður ekki svo auðveldlega bætt við þá vinnu sem er fyrir. Reyndar finna læknar þegar fyrir því að erfitt er orðið að sinna vaxandi verkefnum eins og tölvu- póstsamskiptum í dagsins önn." Gagnlegt til að meta orsök hjartsláttaróþæginda „Við höfum prufukeyrt þessa tækni, með hjartalínuritin, hjá nokkrum sjúklingum á síðustu mánuðum með góðum árangri. Gæði upplýsinganna sem við höfum feng- ið eru fín. Þar sem um er að ræða einnar leiðslu hjartalínurit getur þó verið erfitt í vissum tilvikum að greina hvort takt- truflun með gleiðum QRS-samstæðum er af gátta- eða sleglatoga. Það liggur í loftinu að ýmsar nýjungar af þessu tagi munu á næstu árum gerbreyta möguleikunum á því hvernig við stundum læknisfræði. Tvö fyrirtækið hafa markaðssett þennan búnað, bæði bandarísk, AliveCor í San Francisco og ECG Check í Salt Lake City. í fyrstu var eingöngu hægt að nota hann við nýjar tegundir iPhone-síma en nú er að koma á markað búnaður frá AliveCor sem hægt er að nota með Android og iOS-stýri- kerfum. Þessi búnaður verður fáanlegur hérlendis innan skamms og mun kosta um það bil 19.900 krónur. Sem stendur taka Sjúkratryggingar ekki þátt í þeim kostn- aði. Svo verður til viðbótar á einhvern hátt að verðleggja tíma heilbrigðisstarfsmanna 532 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.