Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 45
UMFJOLLUN O G GREINAR
Davíð O. Arnar
hjartalæknir og
Jens V. Kristjáns-
son raftækni-
fræðingur hafa
haft forgöngu
um notkun
snjallsímaapps
við skráningu
hjartsláttartiðni,
hjartatakts og
hjartsláttaróþæg-
inda.
Rafskaut hulsunnar
um snjallsímann
nema hjartsláttinn.
við að fara yfir niðurstöður mælinganna
og bregðast við þeim."
Aðspurður um notagildi þessa búnaðar
segir Davíð að hjartalínurit tekið með
snjallsíma sé á þessu stigi fyrst og fremst
gagnlegt til að meta hjartasláttartíðni og
hjartatakt. Notagildi þess við mat á blóð-
þurrð er sem stendur takmarkað. „Reynd-
ar er mögulegt að taka upp hjartarit með
rafskautum á korti á stærð við greiðslukort
með AliveCor-appinu. Þá er mögulegt
að taka rit sem samsvarar brjóstleiðslum
á hefðbundnu hjartalínuriti en reyndar
aðeins einni leiðslu í einu. Mögulegt er að
greina blóðþurrð í framvegg með þeirri
nálgun, en við höfum enga reynslu af því
enn sem komið er," segir Davíð.
„Hjartsláttaróþægindi eru nokkuð al-
geng kvörtun. Tíðni hjartsláttaróþæginda
er hins vegar mjög breytileg og oft líður
hans og taka línurit. Þetta er því mjög
gagnlegt til að meta orsök hjartsláttar-
óþæginda sem koma tiltölulega sjaldan og
valda ekki meðvitundarskerðingu. Einnig
mætti hugsa sér að þessi tækni, að taka
hjartalínurit með snjallsíma, myndi nýtast
við að fylgja eftir ávinningi af meðferð
við hjartsláttartruflunum, til dæmis lyfja-
meðferð eða brennsluaðgerðum. Einnig
hefur komið til tals að skima fyrir gáttatifi
með þessari tækni. Gáttatif er orsök upp
undir þriðjungs heilaáfalla en ekki hefur
verið sýnt fram á að skimun fyrir gáttatifi
með tólf leiðslu hjartariti svari kostnaði.
Skimun með snjallsímariti, sem þá er
tekið daglega í einhvern tíma, er athyglis-
verður kostur sem krefst frekari skoðunar
í þessu tilliti."
langur tími milli einkenna. Því getur á
köflum reynst erfitt að greina orsök þeirra
með hefðbundnum rannsóknaraðferðum
eins og tólf leiðslu hjartalínuriti eða Hol-
ter-síritun í 24 klukkustundir. Flestir ein-
staklingar eru yfirleitt með símann innan
seilingar og ef þeir fá einkenni hjartslátt-
aróþæginda er oftast auðvelt að grípa til
LÆKNAblaðið 2013/99 533