Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 30
UMFJOLLUN O G GREINAR BrjóstapúÖi. Birtist í tímaritinu Esthetique, sumariö 2000. Meðfylgjandi teikningar eru skannaðar úr viðkomandi tímaritum og myndgæði því síðri en ella. Útgefandi tímaritanna er Montage Media Corporation. Teiknaðar myndlýsingar í læknisfræði ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Hjördís Bjartmars er líklega eini íslend- ingurinn sem lokið hefur prófi í læknis- fræðilegri myndlýsingu, og er ein örfárra með slíkt próf á Norðurlöndunum. Hún hefur starfað hérlendis frá árinu 2002 eftir að hafa stundað nám og unnið í Bandaríkjunum um tíu ára skeið. „Það blundaði alltaf í mér að fara út í líf- fræðitengt nám eða myndlist en hvort fyrir sig höfðaði ekki til mín. Ég fór í áhugasviðspróf í menntaskóla, svokallað Strong-próf, og þar kom fram að starfið „medical illustrator", gæti átt vel við mig. Ég hef þýtt starfsheitið á íslensku sem læknisfræðilega teikningu, en líklega er betra að tala um myndlýsingu fremur en Facial nerve Masseter nerve Masseter-andlitstaug. Birtist í og á forsíðu tímaritsins Plastic and Reconstructive Surgery - Journal of the American Society of Plastic Surgeons 2013. teikningu. Enda margs konar teiknaðar myndlýsingar sem fengist er við í þessu starfi," segir Hjördís. Hún segir áhöld um hvaða orð á ís- lensku henti starfsheitinu best, krafan sé að sjálfsögðu sú að starfsheitið nái utan um alla þætti starfsins og sé um leið auð- skiljanlegt. „Það væri líklega réttara að tala um heilbrigðisfræðilega teikningu þar sem viðfangsefnin snúast ekki eingöngu um læknisfræði, en þetta hefur fest við mig. Þar sem ekki eru beinlínis margir að fást við þetta hef ég nánast haft sjálfdæmi um starfsheitið." Fjölbreytt og krefjandi nám í kjölfar áhugasviðsprófsins vaknaði forvitni hennar og hún kynnti sér hvað medical illustrator snerist um. „Mér leist feykilega vel á þetta og fann strax að þetta myndi henta mér vel, þar sem ég hafði bæði áhuga á myndlist og einnig þennan mikla áhuga á læknisfræðilega tengdum greinum. Með þessu gat ég slegið margar flugur í einu höggi." Val á skóla var ekki einfalt þar sem þetta er kennt á fáum stöðum og helst í Bandaríkjunum. „Þetta var mjög dýrt nám og á þessum árum var ekki hægt að fá námslán fyrir skólagjöldum, sem voru mjög há í Bandaríkjunum. Ég fann skóla, Rochester Institute of Technology í New York-fylki í Bandaríkjunum, þar sem ég gat í rauninni stundað samtímis nám á J 518 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.