Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 35
UMFJÖLLUN O G GREINAR „Möguleikar sjúklingsms lil aö skilja boöskap læknisins hljóta aö vera meiri ef notuð eru íslensk orð og orðstofnar," segir Jóhann Heiöar Jóhannsson meinafræðingur og íöorðasmiöur. aðferðum við orðabókarútgáfu. „Grunn- urinn sem við byggðum á eru orðasöfn Guðmundar Hannessonar sem voru endurútgefin með nokkrum viðbótum og voru helstu handbækur lækna og læknanema um árabil. Þá höfðu ritstjórar Lækttablaðsins lagt áherslu á íslenskar þýð- ingar fræðiheita í texta blaðsins og þannig bættist verulega í sarpinn. Það var því til heilmikill fjársjóður íslenskra heita þegar skipulögð söfnun var sett í gang af orða- nefndinni á sínum tíma. Hvað einstakar greinar læknisfræð- innar varðar þá er mjög jafnt á komið með íðorðasöfn innan þeirra og munurinn er fremur fólginn í því hversu mikinn áhuga forystumenn einstakra sérgreina hafa á íðorðasöfnun og þýðingum fræðiheita á hverjum tíma. Það má því segja að sumar sérgreinar standi betur en aðrar hvað notkun íslenskra heita varðar. " Það hefur fylgt íslenskri læknisfræði að læknanemar þurfa að læra fræðiheiti á þremur tungumálum, latínu, íslensku og svo gjarnan ensku eða því tungumáli sem talað er þar sem sérnámið er stundað. „Þetta veldur stundum ruglingi en undir- strikar enn frekar mikilvægi þess að eiga góð íslensk heiti sem allir skilja og nota. Læknablaðið hefur gegnt ákveðnu forystu- hlutverki í þessu efni með því að leggja áherslu á að nota íslensk heiti í öllum texta sem birtist í blaðinu. Því er oft haldið fram að eldri kynslóð lækna hafi meiri áhuga á íslenskun fræðiheitanna en ég get ekki tekið undir það af eigin reynslu. Ég hef um langt skeið gegnt óformlegu ráðgjafa- hlutverki um íslensk læknisfræðiheiti og alls kyns stofnanir og einstaklingar sem stunda þýðingar og ritstörf, eða kennslu og nám, hafa leitað til mín um aðstoð við myndun nýrra heita. Ég finn ekki annað en meðal þeirra séu læknar úr öllum aldurshópum." Þú ferð náttúrulega í máladeild! Jóhann Heiðar segist hafa haft áhuga á ís- lensku máli allt frá barnæsku. „Faðir minn var skólastjóri í gagnfræðaskóla og ég ólst upp við mikla umræðu um íslenskt mál og þjóðfræði af ýmsu tagi. Ég naut þess mjög í menntaskóla að hafa frábæra kenn- ara í íslensku og tungumálum og þar var lagður traustur grunnur að þeirri sann- færingu minni að þýðingar úr erlendum tungumálum verði að vera á góðu íslensku máli. Það var ekki síst Friðrik Þorvaldsson þýsku- og frönskukennari í MA sem opn- aði augu mín fyrir mikilvægi þess að skila innihaldi erlenda textans á réttan hátt yfir á íslensku, fremur en þýða einstök orð af smámunalegri nákvæmni. Það kom samt algerlega flatt upp á mig þegar Þórarinn Björnsson skólameistari, sem lét okkur velja á milli stærðfræði- deildar og máladeildar að loknum 4. bekk í MA, sagði við mig: „Þú ferð náttúrulega í máladeild." Ég hafði mestan áhuga á náttúruvísindum og taldi mig hinn dæmigerða stærðfræðideildarstúdent, en hann hafði komið auga á að ég væri með betri einkunnir í tungumálum eftir fyrsta veturinn í skólanum. Svo var það ekki fyrr en að ég tók að mér að skrifa pistlana LÆKNAblaðið 2013/99 523
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.