Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 7
RITSTJÓRNARGREIN Aldur og kjör sjálfstætt starfandi sérfræðilækna Kristján Guðmundsson háls-, nef- og eymalæknir, formaður samninganefndar LR kristjang@centrum.is Gera má ráð fyrir að hver íslendingur hitti lækni 5 sinnum á ári. Þetta eru svo- nefndar klínískar heimsóknir (mynd- greininga- og rannsóknaþjónusta undan- skilin) í heilsugæslu, sérfræðiþjónustu og á göngudeildum sjúkrahúsa, þar með talið læknavaktir og bráðamóttökur. Um 30% þessara heimsókna er sinnt af svokölluðum sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum. Sú starfsemi hefur líka verið kölluð „opinn krani". Frá apríl 2011 hafa engir samningar verið í gildi milli Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga íslands og á þeim tíma hafa engar „bremsur" verið á starfseminni, engir kvótar, afslættir eða takmarkanir á gjaldliðanotkun. Fjöldi heimsókna og heildarvelta hefur þó verið nánast óbreytt árin 2010, 2011 og 2012, þó hefur tiltölu- lega dýrum verkum fjölgað undanfarið, meðal annars með lokun St. Jósefsspítala í Flafnarfirði. Sá hópur sem sinnir sérfræðilækningum á stofu telur um 340 lækna og hefur staðið nánast óbreyttur árum saman. Af þessum hópi er áætlað að um 140 læknar starfi ein- göngu utan sjúkrahúsa en um 200 læknar séu líka í hlutastarfi á sjúkrahúsi. Undirritaður skoðaði nýlega aldurssam- setningu sjálfstætt starfandi sérfræðilækna árin 2007 og 2012. Meðalaldur þessa hóps hefur hækkað um 5 ár á þessum tíma, sem þýðir á mannamáli að þar hefur engin endurnýjun átt sér stað. Ef litið er til svo- kallaðra verkeininga og skoðað hvernig þær skiptast eftir aldri sérfræðinga, kemur í ljós að árið 2012 var 33% starfseminnar sinnt af læknum 60 ára og eldri en 2007 var þetta hlutfall aðeins 19%. Sama er að gerast á hinum endanum. Árið 2007 voru 42% starfseminnar á hendi lækna 49 ára og yngri en þetta hlutfall er dottið niður í 25% árið 2012. í töflu I má sjá skiptingu verkein- inga eftir aldursflokkum árin 2007 og 2012. Samkvæmt upplýsingum frá Læknafélagi íslands hafa mál þróast á svipaðan veg annars staðar. Þannig hefur meðalaldur heilsugæslulækna farið úr 50 árum í 54 og sjúkrahúslækna úr 49 í 52 ár, reyndar frá 2007 til 2013. Þessi þróun er afleit, hvernig sem á hana er litið. Ekki skal gert lítið úr starfi reyndra lækna, en þegar nýliðunin er svona léleg verður að bregðast við. Við vit- um að sérfræðiþjónustan hérlendis er mun ódýrari en sama þjónusta í nágrannalönd- unum, löndunum þar sem ungir læknar stunda sitt sérnám. Þar bjóðast þeim miklu betri kjör, ekki bara á sjúkrastofnunum heldur einnig í einkarekstri. Svo lengi sem elstu menn muna hefur aðgengi ungra sérfræðilækna að samningi við Sjúkratryggingar, áður Trygginga- stofnun, verið opið eða því sem næst. Læknasamtökin hafa reynt að standa vörð um þetta ákvæði gegnum tíðina enda talið skipta miklu fyrir heimkomu lækna erlend- is frá. Þeir hafa þá getað starfað á stofu og jafnframt verið í hlutastarfi á stofnun. Þessi hópur sem nú telur um 200 lækna á nokkuð undir högg að sækja. Kjarasamningar eru með þeim hætti að læknar í hlutastarfi á sjúkrahúsi eru á lægra tímakaupi en læknar í fullu starfi vegna svokallaðs helg- unarálags og munar þá oft tugum prósenta. Svona hefur þetta verið í á annan áratug og er farið að torvelda mönnun á hlutastöð- um. Svipuðu máli gegnir um laun yngstu læknanna, þau eru nú satt best að segja býsna lág miðað við námslengd og gera það meðal annars að verkum að ungir læknar koma sér nú sem fyrst úr landi. Þegar vandi steðjar að heilbrigðiskerfinu er erfiðara að leysa hann með vitlaust gefið frá byrjun. Tafla I. % af heildareiningum Aldur 2007 2012 <40 5,21 0,91 40-44 9,93 11,80 45-49 27,07 11,91 50-54 17,33 26,34 55-59 21,77 15,83 60-64 10,31 19,15 65-69 5,71 9,09 70+ 2,68 4,79 Age and earnings of specialists Kristjan Gudmundsson ENT-specialist, Medical Clinic, Álfheimum 74, Reykjavík Chairman, ambulatory services reimbursement committee LÆKNAblaðið 2013/99 495
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.