Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 49
FRÁ LYFJAEFTIRLITI EMBÆTTIS LANDSLÆKNIS 2. pistill ADHD og misnotkun lyfja I Magnús Jóhannsson læknir magnus@landlaeknir. is Ólafur B. Einarsson sérfræðingur Lárus S. Guðmundsson lyfjafræðingur Leifur Bárðarson læknir Lyfið metýlfenídat á sér langa sögu. Lyfið er örvandi fyrir heilann og eru verk- anir þess að sumu leyti líkar verkunum amfetamíns en að öðru leyti kókaíns. Það var fyrst notað í Bandaríkjunum 1955 við ofvirkni og eftir 1960 fór notkun þess vaxandi. Á síðasta áratug 20. aldar varð gríðarleg aukning í notkun metýlfenídats hjá börnum og það sem af er þessari öld hefur lyfið verið að ryðja sér til rúms hjá fullorðnum. Lyfin Rítalín og Rítalín Uno eru viðurkennd handa 6-18 ára börnum með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og Concerta er þar að auki viðurkennt fyrir framhaldsmeðferð fullorðinna. Atomox- etín (Strattera) er ekki örvandi eins og metýlfenídat, það reynist oft ágætlega við ADHD hjá börnum og fullorðnum og er ekki misnotað. Notkun atomoxetíns hefur farið stöðugt vaxandi undanfarin ár en notkun metýlfenídats er samt enn um 5 sinnum algengari. Er metýlfenídat hættulegt lyf? Færa má rök fyrir því að metýlfenídat verði tekið af markaði þegar fram kemur lyf við ADHD sem er að minnsta kosti jafn gott og metýlfenídat og sem ekki er mis- notað. Atomoxetín er ágætt lyf en gagnast ekki nógu mörgum til að uppfylla þessi skilyrði. Einn af göllum atomoxetíns er að það nær ekki fullri virkni fyrr en eftir nokkurra vikna meðferð. Metýlfenídat er mjög hættulegt lyf vegna þeirrar miklu fíknar sem það veldur hjá sumum einstak- lingum. Metýlfenídat er misnotað af nokk- ur hundruð sprautufíklum hér á landi og öðrum hópi sem er sennilega mun stærri og tekur lyfið inn eða í nefið. Metýlfenídat getur vissulega bætt verulega líðan og lífs- gæði sjúklinga með ADHD en það getur líka valdið fíkn, kvíða, svefntruflunum og einstaka sinnum geðrofi. Notkun metýlfenídats á íslandi og í öðrum löndum Notkun metýlfenídats á íslandi er með því allra mesta sem þekkist og menn hljóta að spyrja hverju það sæti. Skammtar virðast að meðaltali ekki hærri hér en í nágranna- löndunum og þess vegna hlýtur þessi mikla notkun að byggjast á fjölda notenda. Fjöldi þeirra sem fá ávísað metýlfenídati hefur vaxið mikið á tímabilinu 2003-2012, eða um 160% hjá börnum og 480% hjá full- orðnum. Á árinu 2012 fengu samtals 2600 börn og 2750 fullorðnir metýlfenídat, sem gerir um 1,7% þjóðarinnar. Gera má ráð fyrir að mikill meirihluti þessarar notk- unar sé vegna ADHD. Einhver óþekktur hluti þessarar notkunar metýlfenídats fer í sjúklinga sem misnota lyf eða eru með sjúkdóma þar sem verkun lyfsins er óstað- fest; nánar verður fjallað um það í öðrum pistli. Ef notkun metýlfenídats er reiknuð í skilgreindum dagskömmtum (DDD) fyrir hverja 1000 íbúa er notkunin á íslandi rúmlega tvöfalt meiri en í Danmörku fyrir flesta aldursflokka og bilið fer ekki minnk- andi. Notkun metýlfenídats í Danmörku er svipuð því sem gerist í mörgum öðrum löndum, eins og til dæmis í Sviss, Svíþjóð og Hollandi. Embætti landlæknis Directorate of Health Börn og fullorðnir Lengi var talið að algengi ADHD væri 4-6% hjá börnum og 2-4% hjá fullorðnum en þessar tölur hafa farið hækkandi. Ný- legar tölur frá Bandaríkjunum sýna að 11% skólabarna (4-17 ára) hafa fengið þessa greiningu og algengið hjá drengjum, 14-17 ára, nálgast 20%. Þessar tölur eru svo háar að ýmsir efast um að þær geti verið réttar og hefur verið nokkur umræða um þetta í fræðiritum og fjölmiðlum. Innlegg í þessa umræðu er hvaða meðferð er beitt, eins og með öðrum lyfjum en metýlfenídati eða meðferð án lyfja. Bitnar umræðan á sjúklingum? Fáir efast um að metýlfenídat hjálpar mörgum sjúklingum með ADHD og er að mörgu leyti betra en amfetamín sem var áður notað. Það er líka staðreynd að metýlfenídat getur valdið alvarlegri fíkn, er misnotað og ofnotað á ýmsan hátt og er uppáhaldslyf sprautufíkla. Því hefur verið haldið fram að ADHD kunni að vera ofgreint og verður eflaust umræða um það áfram. Umræða um öll þessi atriði verður að vera opin, en ef hún fer fram á faglegan hátt ætti hún ekki að skaða sjúklingana sem hafa gagn af lyfjunum. Hvað er til ráða? Lyfjaeftirlitsteymi Embættis landlæknis hefur meðal annars það hlutverk að stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun í landinu. í þeirri vinnu hefur þurft að forgangsraða og á síðustu tveimur árum hefur starfinu verið beint sérstaklega að sprautufíklum og það lyf sem mest er notað af þeim hópi er metýlfenídat. LÆKNAblaðið 2013/99 537
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.