Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 20
RANNSÓKN -♦-Lyfjalaus -•-Beruód./Z —ér—SSRI/SNRI —Benzód./Z og SSRI/SNRI Mynd 2. Skor áBAl fyrir og eftir meðferð, greint eftir undirhópum. Kvíðaeinkenni (BAl) Ekki var marktækur munur á upphafskorum á BAI milli hópa (V(3,34:6)=2,)\, p>0,099) en munurinn var þó ekki langt frá mörkum marktektar. Megináhrif meðferðar voru marktæk (F(l,346)=60,2, p<0,001). Skor þátttakenda á BAI-kvíðaskalanum voru marktækt lægri í lok meðferðar en við upphaf meðferðar. Metið var hvort samvirkni væri milli árangurs meðferðar og lyfjaflokka. Ekki kom fram marktæk samvirkni á milli brey tingaskors á BAI og einstakra undirhópa (F(3,346)=0,97, p=0,41). Árangur meðferðar reyndist því sambærilegur hvað varðar breytingar á kvíða fyrir einstaka hópa. Mynd 2 sýnir breytingar á skorum fyrir og eftir lyfjameðferð. Á myndinni má sjá að lækkun á BAI-skorum reyndist sambæri- leg fyrir einstaka undirhópa. Minnkun kvíðaeinkenna er þó aðeins minni hjá hópnum sem er á benzólyfjum og/eða z-lyfjum en hinum hópunum, þótt það nái ekki marktækni, en jafnframt er styrkur kvíðaeinkenna minnstur hjá þeim hópi í upphafi. Af niðurstöðum má því álykta að meðferðin hafi sambærileg áhrif á kvíðaeinkenni óháð undirhópum. Einnig var gerð dreifigreining þar sem bornir voru saman þeir sem voru á SSRI/SNRI-lyfi og þeir sem ekki voru á þeim lyfjum, óháð því hvort einstaklingar í samanburðarhópnum væru á benzódíazepínum/z-lyfjum eða ekki. Jafnframt voru breytingar á meðaltalsskori einstaklinga á benzódíazepínum/z-lyfjum bornar saman við skor þeirra sem ekki voru á þeim lyfjum, óháð þung- lyndislyfjanotkun. Sambærilegar niðurstöður fengust þar og í ofangreindum eftir-á prófum. Umræða Eins og kemur fram í inngangi hefur samþætt meðferð lyfja og HAM sem einstaklingsmeðferðar verið mikið rannsökuð. í rann- sókn okkar var HAM-meðferðin á námskeiðsformi, ætluð allt að 25 manns í senn. Ekki hefur áður verið rannsakað, svo að höfund- ar viti til, hvort notkun þunglyndisjyfja og róandi lyfja hafi áhrif á þetta hagkvæma meðferðarform HAM líkt og gert hefur verið í tilviki einstaklings-HAM. Þó mætti ætla að áhrifin kynnu að vera svipuð þar sem hugmyndafræðin bak við HAM-einstaklingsmeð- ferð og HAM-hópmeðferð á námskeiðum er sú sama. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að hugræn atferlis- meðferð á námskeiðsformi virðist gagnast einstaklingum með vægan til miðlungsalvarlegan kvíða- og þunglyndisvanda, hvort sem þeir taka einnig SSRI/SNRI þunglyndislyf og/eða benzódía- zepínlyf/z-svefnlyf. Á BDI-II þunglyndiskvarða var marktækt meiri lækkun á skori þeirra sem voru á SSRI/SNRI-þunglyndislyfjum en hjá þeim sem ekki voru á slíkum lyfjum. Er það í takt við niðurstöður fyrri samanburðarrannsókna og kerfisbundinnar greiningar á ein- staklings-HAM.67 Tilvísun í HAM á námskeiðsformi er því alls ekki frábending fyrir því að hefja þunglyndismeðferð með SSRI/ SNRI-lyfi, telji læknir þörf á því, til að mynda ef talsverð bið er eftir að námskeið hefjist. Með tilliti til þunglyndiseinkenna virtist það auka árangur HAM-námskeiðsins að einstaklingurinn væri á slíkum lyfjum á sama tíma og HAM-námskeiðið átti sér stað. Á móti þeim viðbótarávinningi verður hins vegar að vega þætti eins og aukaverkanir og kostnað af töku þunglyndislyfjanna. Þeir sem tóku bæði þunglyndis- og benzódíazepínlyf/z-lyf náðu lakari svörun í meðferð þunglyndis en þeir sem tóku þung- lyndislyf en ekki benzódíazepínlyf/z-lyf. Hér ber þó að taka fram að það er ólíklegt að þeir hópar séu fyllilega sambærilegir þar sem ekki er um tvíblinda slembirannsókn að ræða. Þessar niðurstöður benda þó til þess að það kunni að vera skynsamlegt að forðast að bæta benzódíazepín eða z-lyfjum við þunglyndislyfjameðferð ein- staklinga með þunglyndiseinkenni ef vísa á þeim í HAM-meðferð á námskeiðsformi. Hvað kvíðaeinkenni varðar fundum við ekki marktækan mun á meðferðarárangri milli þeirra sem voru á SSRI-/SNRI-þung- lyndislyfjum og hinna sem ekki voru á slíkum lyfjum. Ekki kom heldur fram marktækur munur á árangri þeirra sem voru á benzó- díazepínlyfjum og/eða z-lyfjum og þeirra sem ekki tóku slík lyf meðan á HAM-meðferð stóð. Er það í takt við það sem sumar fyrri rannsóknir á einstaklings-HAM hafa sýnt hvað benzódíazepín- lyfin varðar.10 Hafa ber þó í huga að smæð benzódíazepín-hópsins getur haft áhrif á þær niðurstöður vegna lítils styrks tölfræðinnar fyrir fámennan hóp. Hins vegar er færsla (trend) í átt að lakari árangri af meðferðinni hjá einstaklingum á benzódíazepínlyfjum sem sjá má á minni lækkun á BAI-skorum þeirra en hinna sem ekki eru á slíkum lyfjum. Niðurstöður þessarar rannsóknar mæla því ekki gegn fyrri niðurstöðum og klínískum leiðbeiningum um að halda notkun á benzódíazepínlyfjum í lágmarki við meðferð kvíðaraskana, og séu þau notuð, að reyna þá að takmarka notkun þeirra við skammtímameðferð.1213 Það er vissulega veikleiki í rannsókninni að um þriðjungur (202) þeirra sem upphaflega tók þátt í meðferðinni skilaði ekki BDI-II eða BAI-spurningarlistum tvisvar eða oftar og nýttust svör þeirra því ekki í þessum hluta rannsóknarinnar. Það er þó brott- fallshlutfall sem þarf ekki að koma á óvart í rannsókn sem gerð er sem hluti af almennri heilbrigðisþjónustu á vegum heilsugæsl- unnar. Aftur á móti er það styrkleiki rannsóknarinnar að heildar- fjöldi þátttakenda var mikill. Fáar erlendar rannsóknir þar sem slíkt meðferðarform er metið hafa náð að safna slíkum fjölda þátt- takenda. Áhugavert er að fremur fáir af þeim sem var vísað í meðferðina voru að nota benzódíazepínlyf eða z-lyf. Einnig er það styrkur rannsóknarinnar að hún er gerð við sömu aðstæður og áætlað er að veita meðferðina við til lengri tíma. Meðferðin verður áfram veitt við vægum til miðlungsalvarlegum þunglyndis- og kvíða- vanda af sálfræðingum sem hafa allir fengið sömu þjálfun og með sama sniði í heilsugæslu hér á landi. Einnig telst það styrkleiki 508 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.