Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 31
UMFJÖLLUN O G GREINAR „Með leikningu er liægt nð sýna handtök eða aðferð frá sjónarhorni sem aldrei sést í aðgerðinni sjálfri, og velja úr eingöngu það sem skiptir máli," segir Hjördís Bjartmars læknisfræðilegur teiknari. BA- og MA-stigi. Námið var fjögur ár og mjög yfirgripsmikið. Auk þess að vera hefðbundið teiknaranám var mikil líffæra- fræði, krufningar, meinafræði og viðvera í skurðaðgerðum svo eitthvað sé nefnt." Hún segir ýmsan óvenjulegan kostnað hafa verið við námið. „Við vorum heilan vetur að kryfja lík og samtímis að teikna, og urðum að borga sjálf fyrir líkin. Eitt slíkt, ásamt kennslunni við annan há- skóla, University of Rochester, kostaði þá 800 þúsund krónur, og það varð maður að borga úr eigin vasa því ekki lánaði Lánasjóður íslenskra námsmanna þann kostnað! En mér fannst þetta óskaplega spennandi og naut hverrar stundar í náminu. Ég var full lotningar og þakk- lætis fyrir að fá að stunda nám þar sem öll aðstaða var ólík því sem ég hafði áður kynnst. Fyrir utan ótrúlega aðstöðu höfðu prófessorar raunverulegan tíma til þess að sinna manni." Hjördís vakti verulega athygli, innan skólans sem utan, fyrir frábæra frammi- stöðu sína og þegar nokkuð var liðið á síðasta námsárið fékk hún mjög gott atvinnutilboð frá stóru útgáfufyrirtæki í New Jersey sem sérhæfir sig í útgáfu læknisfræðilegra tímarita og bóka. „Þeir vildu fá mig strax til starfa og ég fékk í rauninni undanþágu frá skólanum til að klára námið með þessu starfi. Það kom sér mjög vel þar sem ég var orðin skuldug uppfyrir haus eftir þessi fjögur ár. Starfið var mjög vel launað og var í rauninni hreinn happdrættisvinningur þar sem fyr- irtækið var mjög virt og mikil samkeppni í þessu fagi, sérstaklega í Bandaríkjunum. „Það er reyndar ekki út í hött að tala um happdrættisvinning því ég var nýbúin að vinna græna kortið - atvinnuleyfi í Banda- ríkjunum - í Grænakortslottóinu þegar at- vinnutilboðið kom upp í hendurnar á mér. Mér fannst ég því vera lukkunnar pamfíll og vera allir vegir færir." Hjördís útskrifaðist svo með láði frá Rochester Institute of Technology í NY- fylki vorið 1999 og var þá þegar komin á vel á veg í starfi sínu sem eini læknisfræði- legi teiknarinn fyrir The Journal of Cran- Rautt blóðkorn. Gertfyrir krabbameinsvef barna. Land- spítali. io-Maxillofacial Trauma og fleiri tímarit hjá útgáfufyrirtækinu Montage Media Corporation í Mahwah í New Jersey. Hjördís dregur fram bækur og tímarit sem hún teiknaði alls kyns skýringarmyndir í, sérfræðirit um tannlækningar, munn- skurðlækningar, höfuðáverka og læknis- fræðilegar kennslubækur af ýmsu tagi. „Þetta var mjög skemmtilegur tími sem fór í hönd, vinnan var mikil og fjölbreytt og ég fékk mikla reynslu á þeim þremur árum sem ég starfaði hjá Montage Media. Þá urðu óvæntar breytingar á högum mínum sem breyttu áformum mínum verulega. Ég hafði í rauninni ekki hugsað mér að flytja aftur til íslands, enda var ég í frábæru starfi sem ég var hæstánægð með. Samningurinn sem ég gerði við vinnuveitandann var að vísu þannig að ég mátti ekki vinna fyrir aðra meðan ég var fastráðin, og einnig að ef ég hætti störfum mætti ég ekki vinna fyrir samkeppnisaðila næstu tvö árin þar á eftir. Þetta reyndist vera talsverð hindrun fyrir mig þegar hagir mínir breyttust óvænt árið 2000." Rannsakaði notkun myndmáls „Árið 2001 eignaðist ég dóttur mína Helenu. Það voru kaflaskil í mínu lífi, eins og sjálfsagt á við um flesta sem eignast barn. Ætlaði ég að ala dóttur mína upp í Bandaríkjunum? Margt, bæði faglegt og fjárhagslegt, studdi það en mér fannst ég LÆKNAblaðið 2013/99 519
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.