Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 11
RANNSÓKN Bráður nýrnaskaði á Landspítala 2008-2011 og áhættuþættir og afdrif sjúklinga með alvarlegan skaða Þórir Einarsson Long1 læknanemi, Martin Ingi Sigurðsson2 læknir, Ólafur Skúli Indriðason3 læknir, Kristinn Sigvaldason2 læknir, Gísli Heimir Sigurðsson12læknir ÁGRIP Inngangur: Bráður nýrnaskaði er algengt vandamál sem útheimtir kostn- aðarsama og erfiða meðferð og hefur háa dánartíðni í för með sér. Til- gangur þessarar rannsóknar var að kanna faraldsfræði sjúkdómsins og áhættuþætti og afdrif sjúklinga sem fengu alvarlegan bráðan nýrnaskaða á Landspítala. Efniviður og aðferðir: Allir einstaklingar sem áttu kreatínínmælingu í gagnagrunni rannsóknarstofu Landspítala frá janúar 2008 til ársloka 2011 og grunngildi á undangengnum sex mánuðum voru flokkaðir með tilliti til bráðs nýrnaskaða samkvæmt RIFLE-skilmerkjum í stig 1 (rísk), stig 2 (injury) og stig 3 (failure). Áhættuþættir, mögulegar orsakir og afdrif voru könnuð fyrir sjúklinga með skaðann á stigi 3. Niðurstöður: Alls fundust 349.320 kreatínínmælingar fyrir 74.960 full- orðna einstaklinga og áttu 17.693 þeirra grunngildi. Af þeim fengu 3686 (21%) bráðan skaða á tímabilinu, 2077 (12%) á stigi 1, á stigi 2 840 (5%) og 769 (4%) á stigi 3. Fleiri konur fengu stig 1 og 2 en fleiri karlar stig 3 (p<0,001). Mögulegar orsakir skaðans hjá sjúklingum á stigi 3 voru i 22% tilvika skurðaðgerð, 23% lost, 14% sýklasótt, 32% blóðþrýstingsfall tengt hjarta-og æðakerfi, 10% blæðingar, 27% öndunarbilun og 7% höfðu lent í slysi. 61% sjúklinga tók lyf sem jók áhættu á skaðanum. Alls fengu 11% blóðskilunarmeðferð, 5 sjúklingar (0,7%) þurftu blóðskilun í meira en 30 daga en enginn í meira en 90 daga. Eins árs lifun sjúklinga á stigi 3 var 52%. Ályktun: Bráður nýrnaskaði er algengt vandamál á Landspítala og horfur sjúklinga með alvarlegan skaða eru slæmar. Ef til vill mætti koma i veg fyrir skaðann í einhverjum tilvikum með því að skoða lyfjameðferð inniliggjandi sjúklinga. 'Læknadeild Háskóla íslands, 2svæfinga- og gjörgæsludeild, 3nýrnalækn- ingaeiningu Landspítala. Fyrirspumir: Gísli H. Sigurðsson, svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavik. gislihs@landspitali.is Greinin barst 9. apríl 2013, samþykkt til birtingar 2. október 2013. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Inngangur Bráður nýrnaskaði er algengt vandamál sem leiðir oft til innlagnar á gjörgæsludeild og hefur háa dánartíðni í för með sér.1 Algengustu orsakir eru líkamleg áföll sem leiða til skerðingar á blóðflæði til nýrna og eitr- anir af völdum lyfja eða eiturefna.2 Bráður nýrnaskaði leggst oft á sjúklinga með aðra undirliggjandi sjúk- dóma og bráð vandamál.3 Meðferð á bráðum nýrna- skaða er kostnaðarsöm, flókin og erfið.4,5 Allnokkrar skilgreiningar á bráðum nýrnaskaða hafa verið birtar, en árið 2004 voru RIFLE-skilmerkin sett fram af Acute Dialysis Quality Initiative (ADQI) hópnum.6 Skilmerkin flokka bráðan nýrnaskaða í stig 1 (risk), stig 2 (itijury) og stig 3 (failure) eftir alvarleika, auk þess sem tvenns konar afdrif eru skilgreind, tap (loss) og endastig (end-stage) (tafla I). Við mat á alvar- leika bráðs nýrnaskaða samkvæmt RIFLE-flokkuninni er notast við þvagútskilnað og/eða hækkun á þéttni kreatíníns í sermi miðað við grunngildi kreatíníns eða áætlað grunngildi ef mælt grunngildi liggur ekki fyrir (tafla I). f erlendum rannsóknum hefur verið sýnt fram á að jafnvel smávægilegar hækkanir á kreatíníngild- um í sermi hafi tengsl við versnun sjúkdómsástands og aukna dánartíðni.7-8Dánar- og fylgikvillatíðni eykst einnig eftir því sem nýrnaskaðinn er meiri.8 Tíðni bráðs nýrnaskaða hefur aðallega verið könnuð á gjörgæsludeildum en tölur eru nokkuð mis- vísandi. Hoste og félagar fundu til dæmis að tíðnin var 12% fyrir stig 1, fyrir stig 2 var hún 27% og 28% fyrir stig 3 á sjö gjörgæsludeildum í Bandaríkjunum.8 Ostermann og Chang fundu hins vegar nokkuð lægri tíðni á 22 gjörgæsludeildum í Þýskalandi og Bretlandi á 10 ára tímabili, eða 17%, 11% og 8% fyrir stig 1, 2 og 3/ Nýlega var birt könnun á algengi og eðli bráðs nýrna- skaða samkvæmt RIFLE-skilmerkjunum á gjörgæslu- deildum Landspítala. Tíðnin reyndist vera 7%, 7% og 8% fyrir stig 1, 2 og 3.10 Tíðni bráðs nýrnaskaða almennt á sjúkrahúsum hefur minna verið könnuð, en samkvæmt nýlegri rannsókn frá Bandaríkjunum reyndist tíðnin vera 16%, 3% og 4% á bráðum nýrnaskaða á stigi 1, 2 og 3.u Rannsókn frá Kína sýndi hins vegar tíðni bráðs nýrnaskaða á sjúkrahúsum um 3% á ári.12 Langtímahorfur sjúklinga með bráðan nýrnaskaða á stigi 3 á íslandi eru óþekktar. Markmið rannsóknar- innar var að athuga faraldsfræði bráðs nýrnaskaða á Landspítala á árunum 2008-2011 og kanna orsaka- og áhættuþætti meðal sjúklinga með bráðan nýrnaskaða á stigi 3, horfur þeirra og langtímaafdrif með tilliti til lifunar og þróunar á lokastigsnýrnabilun. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til fjögurra ára tímabils, frá 1. janúar 2008 til 31. desember 2011. Að fengnu leyfi Persónuverndar, vísindasiðanefndar og lækningaforstjóra Landspítala voru niðurstöður úr öllum kreatínínmælingum sem geymdar eru í gagna- grunni rannsóknarsviðs Landspítala á rannsóknartíma- bilinu notaðar til að skilgreina hópinn. Útilokaðir voru sjúklingar yngri en 18 ára, einstaklingar með erlendar kennitölur og þeir sem gengist höfðu undir skilunar- LÆKNAblaðið 2013/99 499
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.