Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2013, Qupperneq 19

Læknablaðið - 15.11.2013, Qupperneq 19
RANNSÓKN Tafla I. Meðaltöl (M) og staðalfrávik (SF) fyrir og eftir ósértæka HAM-hópmeðferð á sjúklingum heilsugæslunnar með Becks-þunglyndiskvarða, BDI-II, og Becks- kviðakvarða, BAI. BDI-II Ekki umrædd lyf* (N=176) Benzólyf/z lyf (N=29) SSRI/SNRI lyf (N=108) Benzó/z + SSRI/SNRI (N=42) M Sf M Sf M Sf M Sf Upphaf 23,43 9,57 18,35 8,66 25,97 10,34 24,87 10,19 Lok 17,58 11,92 12,68 8,95 16,27 11,63 20,03 12,16 BAI Ekki umrædd lyf* (N=175) Benzólyf/z lyf (N=28) SSRI/SNRI lyf (N=106) Benzó/z + SSRI/SNRI (N=41) M Sf M Sf M Sf M Sf Upphaf 18,84 11,49 16,76 8,85 20,74 11,99 22,87 12,39 Lok 13,47 10,82 13,37 9,33 13,97 10,01 16,77 13,21 * Ekki á benzólyfjum, z-svefnlyfjum, SSRI/SNRI-lyfjum þessa var ekki hægt að notast við heildarskor listans við úrvinnslu á BAI-niðurstöðum þeirra. Tveir af þessum 5 einstaklingum sem skiluðu ekki inn fullgildum BAI-listum voru á SSRI/SNRI-þung- lyndislyfi, einn á benzó- og/eða z-lyfi, einn einstaklingur var á SSRI/SNRI-þunglyndislyfi og einnig á benzódíazepínlyfi og/eða z-lyfi og einn tók ekki lyf úr þessum flokkum (tafla I). Notast var við fervikagreiningu/marghliða dreifigreiningu (ANOVA/ANCOVA) og Gabriels eftir-á próf (post hoc test) við úr- vinnslu gagnanna, þar sem breyting var mæld á meðaltalsskori í upphafi meðferðar og við eftirfylgd milli ofangreindra hópa. Töl- fræðilegt marktæki tvískotta (two-tailed) p-gilda var sett við <0,05. Allir útreikningar voru gerðir í tölfræðiforritinu SPSS, útgáfu 12.1. Niðurstöður A því þriggja ára tímabili sem gögnunum var safnað tóku 557 ein- staklingar þátt í 5 vikna HAM-námskeiðum í heilsugæslunni. Af þeim skiluðu 355 einstaklingar BDI-II kvarða og 350 einstaklingar BAI-kvarða tvisvar eða oftar. Tölulegar niðurstöður rannsóknar- innar eru dregnar saman í töflu I. Þar má finna meðaltalsskor hinna fjögurra undirflokka úrtaksins á BDI-II og BAI-kvörðunum í upphafi meðferðar og við síðustu mælingu. Þunglyndiseinkenni (BDI-11) Munur var á upphafskorum á BDI-II milli hópa (F(3,351)=4,19, p>0,05). Niðurstöður Gabriels eftir-á prófs (post hoc test) sýndu að þunglyndiseinkenni þeirra sem voru á benzódíazepínlyfi og/ eða z-lyfi voru marktækt lægri við upphaf meðferðar heldur en þeirra sem voru á SSRI/SNRI-þunglyndislyfi (p=0,002) og þeirra sem ekki tóku lyf úr þessum algengu lyfjaflokkum (p=0,045). Ekki var munur á þunglyndiseinkennum í upphafi meðferðar milli annarra hópa (p>0,05). Megináhrif HAM-meðferðar í námskeiðs- formi voru marktæk (F(l,351)=92,96, p<0,001), skor allra þátttak- enda á BDI-II þunglyndiskvarðanum voru marktækt lægri í lok meðferðar en við upphaf hennar. Skoðað var hvort samvirkni væri milli árangurs meðferðar og lyfjaflokka. Marktæk samvirkni reyndist til staðar milli minnk- unar á þunglyndiseinkennum frá upphafsmælingu á BDI-II til lokamælingar og undirhópa (F(3,351)=4,22, p<0,05). Árangur meðferðarinnar var því ekki hinn sami í öllum hópunum. Gert var Gabriel-eftir-á-próf til að greina á milli hvaða hópamunur væri á árangri. Niðurstöður prófsins sýndu að árangur þunglyndis- meðferðarinnar var marktækt betri hjá þátttakendum sem tóku SSRI/SNRI-þunglyndislyf en þeim sem voru ekki á slíkum lyfjum (p=0,01). Einnig var marktækt meiri árangur hjá þeim sem voru á SSRI/SRNI þunglyndislyfi en hjá hinum sem einnig voru á SSRI/ SRNI-lyfi en jafnframt á benzó- og/eða z-svefnlyfi (p=0,037). Ekki reyndist marktækur munur á árangri milli annarra hópa. Taka verður fram að hópur þeirra sem tók benzó- og/eða z-lyf en ekki SSRI/SNRI-lyf var langfámennastur og kann ástæða þess að ekki fannst munur á breytingaskori þess hóps og þeirra sem taka SSRI/ SNRI-lyf að vera að styrkur prófsins sé ekki nægur vegna fárra þátttakenda í fyrrnefnda hópnum. Mynd 1 sýnir brey tingar á BDI-II skori fyrir og eftir hópmeðferð. Á myndinni má sjá að meðaltalslækkun skors þeirra sem voru á SSRI/SNRI-þunglyndislyfi en ekki á benzólyfi eða z-svefnlyfi var tæplega tvöfalt meiri en lækkun skora þeirra sem voru í öðrum flokkum úrtaksins. Af niðurstöðunum má því álykta að HAM- meðferð í námskeiðsformi skili árangri en ef til vill meiri árangri hjá fólki sem er einnig á SSRI/SNRI-þunglyndislyfi samanborið við þá sem ekki eru á umræddum lyfjum eða eru á SSRI/SNRI-lyfi en taka jafnframt benzó- og/eða z-svefnlyf. Ekki er hægt að álykta að meðferðin skili þeim sem eru ekki á SSRI/SNRI-lyfjum betri árangri en þeim sem eru á benzó- og/eða z-lyfi, hvort sem SSRI/ SNRI-lyf eru tekin samhliða benzó- og/eða z-lyfi eða ekki. Þunglyndiseinkenni Upphaf Lok ♦ Lyfjalaus “•■Benzód./Z -★-SSRI/SNRI —Bemód./Z og SSRI/SNRI Mynd 1. Skor ó BDl-llfyrir og eftir meðferð, greint eftir undirhópum. LÆKNAblaðið 2013/99 507

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.