Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2013, Side 13

Læknablaðið - 15.11.2013, Side 13
RANNSÓKN Tafla III. Samanburður á innlögðum og göngudeildarsjúklingum sem fengu bráðan nýrnaskaða á stigi 3, (%). Innlagðir (n=613) Göngudeild (n=80) p-giidi Aldur (ár) 69,3 ±15,4 65,8 ±16,4 <0,001* Konur % 41,6 42,5 0,953 Grunnkreatínín (mmól/L) 84(20-1787) 188(25-943) 0,002* Háþrýstingur 199(32,5) 31 (38,8) 0,261 Blóöþurrðarsjúkdómar í hjarta 203 (33,1) 19(23,8) 0,091 Langvinnur nýrnasjúkdómur 119(19,4) 29 (36,3) 0,001* Sykursýki 105 (17,1) 12 (15,0) 0,633 Langvinn lungnateppa 83 (13,5) 7 (8,8) 0,231 Langvinn lifrarbilun 16(2,6) 3 (3,8) 0,557 Aldur er meðalaldur ± staðalfrávik. Grunnkreatínín er miðgildi (spönn) grunngilda kreatíníns í sermi sjúklinga. ‘Tölfræðilega marktækur munur. nánar. Þeir voru þó með sama kynjahlutfall (41% kvenkyn) og þeir sem áttu gögn, en meðalaldur þeirra var hærri, eða 75,9 ± 15,5ár á móti 69,2 ± 15,5 ár (p<0,05). Alls voru 80 (11%) meðhöndlaðir á göngudeild og þeir voru yngri, höfðu hærra grunngildi kreatíníns og fleiri þeirra höfðu langvinnan nýrnasjúkdóm í samanburði við þá sem lagðir voru inn (tafla III). Áhættu- og orsakaþættir bráðs nýrnaskaða á stigi 3 Ahættu- og orsakaþáttum bráðs nýrnaskaða má skipta í þrjá meg- inflokka: Undirliggjandi sjúkdómar, líkamleg áföll og lyf. Undir- liggjandi sjúkdómar voru algengir meðal sjúklinga með stig 3 (tafla III) . Þar ber helst að nefna háþrýsting (33%), blóðþurrðarsjúkdóma í hjarta (32%) og langvinnan nýrnasjúkdóm (21%). Sjúklingar með bráðan nýrnaskaða á stigi 3 voru með háa tíðni líkamlegra áfalla, annaðhvort sem orsök eða meðvirkandi þátt sjúkrahúslegu (tafla IV) . Margir sjúklingar höfðu fleiri en einn áhættu- eða orsakaþátt. Helstu líkamlegu áföllin sem ollu eða juku áhættu á bráðum nýrnaskaða voru skurðaðgerðir, lost, hjartaáföll og blæðingar. Þær skurðaðgerðir sem oftast leiddu til bráðs nýrnaskaða voru kviðar- holsaðgerðir (32%) og brjóstholsaðgerðir (30%). Lost sem leiddi til bráðs nýrnaskaða var oftast orsakað af sjúkdómum í hjarta- og æðakerfi (56%), sýklasótt (28%) og blæðingum (19%). Algengustu áföll tengd hjarta- og æðakerfi sem leiddu til bráðs nýrnaskaða voru hjartabilun (20%), hjartavöðvadrep (10%) og hjartsláttar- óregla (10%). Blæðingar sem áhættuþáttur bráðs nýrnaskaða voru oftast frá meltingarvegi (42%), eftir skurðaðgerð (25%) og heila- blæðingar (21%). Alls voru 424 (61%) sjúklingar á lyfjum sem geta haft skaðleg áhrif á nýru (tafla IV). Meðferð og afdrif sjúklinga með bráðan nýrnaskaða á stigi 3 Af þeim sjúklingum sem lögðust inn var miðgildi (spönn) legu 15 (1-371) dagar. Af þeim lögðust 220 (32%) inn á gjörgæsludeild og var lega þeirra marktækt lengri en sjúklinga sem ekki lögðust inn á gjörgæsludeild, eða 23 (1-371) dagar á móti 10 (0-242) dögum (p< 0,001). Alls gengust 76 (11%) undir blóðskilunarmeðferð í legunni, Tafla IV. Áhættu- og orsakaþættir meðal sjúklinga sem fengu bráðan nýrna- skaða á stigi 3 (n=693). Áhættuþáttur n % Skurðaðgerð 150 22 Lost 162 23 Sýklasótt 99 14 Blóðþrýstingsfall tengt hjarta- og æðakerfi 222 32 Blæðing 72 10 Öndunarbilun 188 27 Slys 48 7 Lyf* 424 61 NSAID 292 42 Skuggaefni 15 2 ACEi/ARB 204 29 Eiturlyf 13 2 Ofskömmtun 18 3 'Hlutfall sjúklinga með stig 3 á neðantöldum lyfjum sem talin eru auka áhættu á bráðum nýrnaskaða. Margir sjúklingar voru á lyfjum úr fleiri en einum lyfjaflokki. NSAID = non- steroidal anti-inflammatory drug (bólgueyðandi gigtarlyf), ACEi = angiotensin-convert- ing-enzyme inhibitor (ACE-hemill), ARB = angiotensin receptor blocker (angíótensín viðtakahindri). af þeim voru 5 (0,7% sjúklinga) sem þurftu blóðskilun lengur en 30 daga og voru þá með tap-nýrnaskaða samkvæmt RIFLE-skil- merkjunum en enginn þurfti skilun lengur en 90 daga í beinu framhaldi af skaðanum og því reyndist enginn með lokastig bráðs nýrnaskaða. Hins vegar þurftu 63 (9%) sjúklingar langvinna blóð- skilunarmeðferð á einhverjum tímapunkti eftir útskrift og 50 (7%) lengur en 90 daga. Miðgildi (spönn) eftirfylgni var 203 (1-1627) dagar og fyrir 619 (89%) sjúklinga náðist eftirfylgni fram að dánardægri eða í að minnsta kosti eitt ár eftir skaðann. Alls voru 379 (48%) þeirra sjúklinga sem fengu bráðan nýrnaskaða á stigi 3 látnir innan árs frá hæsta kreatíníngildi sínu (mynd 2). 0 12 24 36 48 60 Tími (mánuðir) Mynd 2. Kaplcm-Meicrgraf sem sýnir lifun sjiiklinga með bráðan nýrnaskaða á stigi 3 á rannsóknartímabilinu. Eins árs lifun var 52%. n=693. LÆKNAblaðið 2013/99 501

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.