Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.12.2014, Side 4

Fréttatíminn - 19.12.2014, Side 4
K onur og karlar hafa mjög ólíkar skoðanir á því hvern-ig fjármálaákvarðanir eru teknar og það eru fyrst og fremst atvinnutækifæri hvors kyns sem ráða því hversu mikil áhrif hvor aðili hefur á þessar ákvarðanir,“ segir Anna Varðardóttir, doktor í hagfræði frá Stockholm School of Economics. Arna var frummæl- andi á málstofu hjá Seðlabanka Íslands í gær, fimmtudag, um hvað ræður því hvaða áhrif konur hafa á fjármálaákvarðanir heimilis- ins en þar fjallaði hún um hluta af doktorsverkefni sínu og Tomas Thörnqvist. „Hingað til þegar fjallað er um fjármálaákvarðanir er talað um að heimilin geri þetta og hitt, og þannig litið á heimilið sem eina einingu. Við vildum skilja hvernig þessar ákvarðanir eru teknar og hvað ræður því að milli heimila sem virðast svipuð eru teknar gjörólíkar fjármálaákv- arðanir. Svarið hlýtur að liggja innan veggja heimilisins,“ segir Arna. Þau Tomas fengu gögn frá sænska ríkinu sem sýndu yfirlit yfir alla fjármálagjörninga, eignir og tekjur hjá sænsku þjóðinni yfir sjö ára tímabil og skoðuðu hvernig sveiflur í efnahagslífinu höfðu áhrif á kynin. „Uppsveifla í bygg- ingariðnaði hefur önnur áhrif á karla en konur því það eru nánast eingöngu karlar í byggingariðaði. Slíkar sveiflur myndu þannig auka ákvörðunarvald karla,“ segir hún. Arna bendir á að það hafi margoft verið sýnt fram á að konur séu varfærnari í fjárfestingum en karlmenn áhættusæknari. „Þetta er munur sem hægt er að rekja eingöngu til kyns. Þegar búið er að leiðrétta fyrir menntun, tekjum og eignum er samt þessi mikli kynja- munur. Konur hafa einfaldlega aðrar hugmyndir um hvernig á að taka fjármálaákvarðanir. Þær fjár- festa síður beint í hlutabréfum og kjósa frekar að fjárfesta í sjóðum og dreifa áhættunni,“ segir hún en meðal þess sem fellur undir þessar stóru fjármálaákvarðanir eru líf- eyrissparnaður og fjárfestingar vegna menntunar barna. Ekki var lagt upp með það í rannsókn þeirra að skoða hvort kynið hefur meiri áhrif á ákvarð- anatökuna heldur kortleggja hvað hefur áhrif á hvort kynið stýrir ákvarðanatökunni. „Það eru þeir aðilar sem hafa betri atvinnu- möguleika og fleiri tækifæri á vinnumarkaði. Ef við berum saman hjón þar sem maðurinn er starfandi lögfræðingur og konan heimavinnandi, og svo hjón þar sem maðurinn er starfandi lög- fræðingur en konan heimavinn- andi menntaður lögfræðingur þá hefði konan í seinna dæminu meiri áhrif því hennar tækifæri eru meiri og hún hefur meira vald í samningaviðræðum um fjármála- ákvarðanir,“ segir Arna. Hún bendir á að konur hafi allt aðra möguleika í dag en fyrir nokkrum áratugum en sveiflur í atvinnulífinu skipti máli. „Það hefur verið bent á að það að eftir hrun taki konur meiri þátt í ákvarð- anatökunni og mínar niðurstöður styðja þær kenningar. Það voru frekar karllægar greinar sem urðu fyrir barðinu á hruninu og ákvörð- unarvald karla dróst þannig hlut- fallslega saman,“ segir Arna. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminni.is Fjölskylduband Verð frá 34.000 kr. veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Hvöss N-átt, v- og Nv til mEð sNjók. éljum og skafrENNiNgi. Höfuðborgarsvæðið: Él og skafrenningur, en hiti um frostmark. vErsNar þEgar líður á dagiNN, stormur mEð sNjókomu og síðar rigNiNgu. Höfuðborgarsvæðið: gengur í sa-hvassviðri með hlákublota. sNýst í sv-átt mEð éljum og frystir smámsamaN aftur. Höfuðborgarsvæðið: fremur hæg sv-átt og Éljagangur . skammvinn hláka, en síðan meiri vetur seinnipartinn á morgun, laugardag er von á skilum lægðar úr suðvestri. hríðar- veður til að byrja með upp úr hádegi, en hlýnar ákveðið og fer fljótlega í slyddu og rigningu. vatnsagi verður þá götum, en stendur ekki lengi því aftur kólnar á sunnudag með éljaveðri. í komandi viku er útlit fyrir að kólni ákveðið og líkur á að mjög kalt verði á landinu yfir jólahá- tíðina. 0 -1 -4 -5 -1 -1 -3 -7 -8 -2 -1 -2 -1 -0 -0 Einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is  viKan sem var Costco í garðabæ bandaríska verslunarkeðjan Costco ætlar að opna fjórtán þúsund fermetra verslun við Kauptún í garðabæ á næsta ári. Costco er þriðja stærsta smásölu- keðja í heimi. gunnar einars- son, bæjarstjóri í garðabæ, kveðst himinlifandi með komu Costco. 15 ár í röð hefur vladimír Pútín, forseti rússlands, verið valinn maður ársins þar í landi. Hann hlaut 68 prósent atkvæða almennings í kosningu. Strákarnir á sama stað íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 33. sæti á styrkleikalista fifa á lista sem gefinn var út í vikunni og stendur í stað frá því í nóvember. 1.400 fjölskyldur hafa sótt um jólaaðstoð til fjölskylduhjálpar íslands. Hægt að samþykkja í jólavikunni Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri kveðst vonast til að hægt verði að opna fyrir samþykki umsækjenda á höfuð- stólslækkun íbúðalána um eða upp úr helginni. áður var stefnt að því hægt væri að samþykkja um miðjan þennan mánuð. Jónína kveðst hafa verið beitt harðræði Jón ína Bene dikts dótt ir var beitt harð- ræði þegar hún var hand tek in vegna gruns um ölv unar akst ur í nóv em ber í fyrra, að sögn verjanda hennar. hún var látin dúsa í fangaklefa í ellefu klukkustundir án matar, að sögn verjandans. Jónína áfrýjaði 30 daga fangelsisdómi til Hæstaréttar. anna varðardóttir, doktor í hagfræði frá stockholm school of economics.  Fjármál Konur og Karlar haFa ólíKa sýn á FjármálaáKvarðanir Ákvörðunarvald karla í fjármálum dregist saman atvinnutækifæri karla og kvenna hafa úrslitaáhrif á hversu mikil áhrif kynin hafa á fjármála- ákvarðanir innan heimilisins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í doktorsverkefni Önnu Varðardóttir sem hún kynnti á málstofu í Seðlabankanum. Hún segir konur mun varfærnari í fjárfestingum en karla. Í efnahagshruninu fóru hefðbundin karlastörf verr út en kvenna og því minnkaði ákvörðunarvald karla hlutfallslega þegar kemur að fjármálaákvörðunum heimilisins. atvinnutækifæri og möguleikar hvors kyns skipta sköpum þegar kemur að því hvaða áhrif karlinn eða konan hafa á fjármála- ákvarðanir innan heimilisins. NordicPhotos/Getty 4 fréttir Helgin 19.-21. desember 2014
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.