Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.12.2014, Síða 34

Fréttatíminn - 19.12.2014, Síða 34
E lma Stefanía Ágústsdóttir segir að hún hafi hrifist strax af Mikael Torfasyni og geri enn. „Við giftum okkur á aðfangadag 2011 og vorum búin að vera saman í sirka sex mánuði,“ segir Elma og það er ekki laust við að það komi smá blik í auga. Var það bara rökrétt framhald? „Já, já, við vorum alveg ákveðin,“ segir Elma og í þeim töluðu orð- um kemur Mikael heim með fulla poka af bakkelsi með kaffinu. „En þetta gerðist vissulega mjög hratt hjá okkur,“ heldur Elma áfram og Mikael botnar: „Á Íslandi er samt algengara að eignast börn fyrst og gifta sig svo þegar búið er að kom- ast að því að makinn sé ágætur til undaneldis.“ Fórum saman í keilu Þau Elma og Mikael eiga fjögur börn samtals: „Það búa tvö börn hjá okkur að staðaldri,“ útskýrir Mikael en það eru þau Gabríel, 19 ára, elsti sonur Mikaels, og svo er það hún Ísold sem er fimm ára. Hana átti Elma þegar þau Mikael kynntust. „Svo á ég hann Jóel, sem er 8 ára, og Kristínu Unu, sem er 17 ára, en þau eru hjá okkur aðra hvora helgi,“ segir Mikael. Það er 12 ára aldursmunur á þeim hjónum og var Elma 24 ára þegar þau kynntust og Mikael 36 ára. „Það pældi enginn í því hvað hann væri gamall þegar við byrjuð- um saman,“ segir Elma. „Kannski finnst mörgum eitthvað til þess koma en maður má ekki leggja sig eftir slíku því þá getur maður flækst í því, en maður situr auð -vitað sjálfur uppi með lífið sitt á endanum.“ Hvernig kynntust þið? „Hvar kynnist fólk sem er ekki Kaffibarnum um helgar?“ spyr Mikael og glottir: „Það kynnist á Facebook. Við könnuðumst aðeins við hvort annað, eins og gengur, og það var bara röð tilviljana sem leiddi okkur saman. Við fórum að tala saman og fórum í keilu, og þá var þetta komið.“ „Hann segist hafa leyft mér að vinna,“ skýtur Elma inn í. Var Mikki svona áhugaverður? „Já. Skemmtilegur, klár og gáf- aður og svo var hann sætur, sem er bónus. Svo hefur þetta þróast eins og hjónabönd gera. Styrkst með hverjum deginum og við erum fé- lagar í listum og viðskiptum og auð- vitað lífinu sjálfu. Það er mjög gott að hafa einhvern sem skilur mína vinnu. Það er ofboðslegur stuðn- ingur að geta komið heim og fengið endurspeglun sem er dýpri en hún væri ef hann væri ekki rithöfundur og leikskáld,“ segir Elma. „Elma er náttúrulega miklu klár- ari en ég,“ segir Mikael. „Hún hjálp- aði mér ótrúlega mikið þegar ég var að skrifa Harmsögu, sem hún lék síðar í, bæði á Íslandi og í Banda- ríkjunum. Ég var mjög „impóner- aður“ af hennar hæfileikum þegar ég kynntist henni,“ heldur Mikael áfram og það er greinilegt að þau eru bæði einstaklingar sem vita ná- kvæmlega hvað þau vilja út úr lífinu. Ritstjórinn erfiðari í sambúð Mikael er þekktur fyrir að hafa sterkar skoðanir á hlutunum og hefur látið til sín taka sem blaða- maður meðfram rithöfundarstarf- inu. Hann var ritstjóri Fréttablaðs- ins í 18 mánuði þangað þar til upp úr sauð í lok sumars og hann hætti skyndilega. Elma segir þó furðu auðvelt að búa með honum. „Það er mikill lúxus að búa með Mikka,“ segir Elma. „Er það ekki bæði og kannski?“ skýtur Mikael inn í og heldur áfram: „Við höfum bæði átt sam- band þar sem ég er rithöfundur, og þá er ég hvers manns hugljúfi og ágætur á heimilinu. Svo hef ég líka verið ritstjóri og þá er maður undir miklu meira álagi og er ekki eins mikið að baka súrdeigsbrauð eða elda kvöldmat handa leikkonunni,“ segir Mikael. „Í dag er þetta allavega fullkom- ið, heitur matur á kvöldin og Mikki bakar brauð á morgnana og allir vakna glaðir,“ segir Elma. „Ég er hamingjusamastur sjálf- ur sem rithöfundur,“ segir Mikael. „Þó ég eigi eflaust eftir að taka annan bardaga í fjölmiðlum ein- hverntímann, þá er ég í eðli mínu rithöfundur. Það er stóri draumur- inn og nú er ég að lifa hann og geri það í botn. Elma kenndi mér þá lífs- skoðun að maður eigi aldrei gera neitt nema ofboðslega vel,“ segir Mikael. „Gerðu allt sem þú gerir eins vel og þú getur, og helst betur,“ segir Elma. „Og það er í öllu sem maður gerir. Þetta er stórt mottó í okkar heimilislífi,“ segir Mikael. Tilbúin í Ástu Sóllilju Elma Stefanía útskrifaðist sem leikkona árið 2013 og var ráðin strax við Þjóðleikhúsið. Fyrsta hlutverkið sem hún fékk var í verkinu Harmsögu, sem er eftir Mikael. Eftir Harmsögu fylgdi hlutverk í Eldrauninni eftir Arth- ur Miller en Elma var tilnefnd til Grímunnar fyrir það hlutverk. Í vetur hefur Elma fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í Konunni við 1000 gráður, eftir Hallgrím Helgason, og á annan í jólum verð- ur jólaleikrit Þjóðleikhússins frum- sýnt, sem í ár er Sjálfstætt fólk og leikur Elma eina af ástsælustu persónum íslenskrar bókmennta- sögu, sjálfa Ástu Sóllilju. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn með Þorleifi Erni Arnarssyni leikstjóra og það er mjög ánægju- legt að vinna með honum,“ segir Elma og bætir því við að þetta sé mjög krefjandi verk. „Sjálfstætt fólk hefur lifað með okkur lengi og sem leikrit þá gerir það miklar kröfur til leikaranna. Þorleifur er líka þannig leikstjóri að hann fer ótroðnar slóðir í sinni leikstjórn þótt hann myndi kannski ekki orða það þannig sjálfur. Hann hef- ur sterka og ferska sýn sem leik- stjóri og sögumaður,“ segir Elma sem vonar að Sjálfstætt fólk skapi umræðu enda eigi verkið sér vísan Hjónin Mikael Torfason rithöfundur og Elma Stefanía Ágústsdóttir leikkona eru samtaka. Hvort sem það er á heimilinu eða í list sinni. Mikael er nýkominn í þá aðstöðu að vera orðinn rit- höfundur aftur, eftir að hafa unnið sem ritstjóri Fréttablaðsins. Elma mun leika hlutverk Ástu Sóllilju í Sjálfstæðu fólki, jólasýningu Þjóðleikhússins í ár. Hún segir það vera sína stærstu rullu hingað til og ferill hennar er svo sannarlega að komast á flug. Þau settust niður á fallegu heimili sínu í vesturbæ Reykjavíkur og ræddu listir, fjölmiðla, pólitík og fjölskylduna og eru ekki feimin við það að tjá sínar tilfinningar. Fundu ástina á Facebook Ljósmyndir/hari framhlad á næstu opnu 34 viðtal Helgin 19.-21. desember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.