Fréttatíminn - 19.12.2014, Qupperneq 40
É g flutti til Svíþjóðar og við færðum okkur um set fyrir tveimur árum og fórum til
Noregs,“ segir Ragnar Zolberg.
Hann er rólyndisdrengur sem lítur
út fyrir að vera rokkstjarna. Sem
hann er. „Konan mín er skólastjóri
í förðunarskóla í Noregi, en ég
er mjög mikið í Svíþjóð, þar sem
hljómsveitin sem ég er í er sænsk.“
Ragnar spilar með hljómsveitinni
Pain of Salvation og hefur gert
síðan 2012.
„Upphaflega fluttum við út til
Svíþjóðar því konan mín ætlaði í
nám og hún á fjölskyldu í Svíþjóð.
Við vorum orðin leið á því að moka
skít hér heima, pökkuðum í bíl og
drifum okkur í Norrænu,“ segir
Ragnar. „Þegar ég var á leiðinni út
fékk ég símtal frá Þýskalandi og
var spurður hvort ég væri til í að
leika í og gera tónlist fyrir Voda-
fone auglýsingu þar, svo ég fór bara
beint í það verkefni. Þar kynntist ég
pródúser sem ég hef unnið mikið
með síðan. Þetta verkefni borg-
aði vel og gaf mér smá svigrúm,
verandi nýfluttur til útlanda og ekki
með neitt í hendi,“ segir Ragnar.
„Ég notaði tækifærið og setti mér
það markmið að semja 1-2 lög á
hverjum degi. Tók svo upp jafn-
óðum. Sum lögin voru mjög þreytt
en ég leit á þetta sem æfingu frekar
en eitthvað annað. Fyrir vikið er ég
miklu betri lagasmiður í dag. Ann-
að slagið hef ég svo leitað í þennan
banka þegar ég er að semja, það er
gott að eiga svona banka.“
„Í kjölfarið af þessu fór ég að
vinna svolítið í Þýskalandi og
komst á samning þar hjá Sony. Þeir
vildu auðvitað gera poppmúsík en
ég vildi það ekki svo þar við sat,“
segir Ragnar. „Ég hélt samt áfram
að vinna með þessum pródúser og
var fenginn til þess að spila einu
sinni lagið úr auglýsingunni á ein-
hverjum tónleikum. Á eftir mér
voru Backstreet Boys og tugir
þúsunda áhorfenda. Ég áttaði mig
á því þá að þetta gaf mér nákvæm-
lega ekki neitt,“ segir Ragnar. „Ég
uppgötvaði það með sjálfan mig að
þetta væri ekki það sem ég væri að
leita að. Tjáningin er það sem skipt-
ir mig máli, að ég geti tjáð mig í
gegnum tónlistina. Það skiptir ekki
máli hvort það eru 10 manns eða 10
þúsund manns. Bara ef fólkið á eitt-
hvað sameiginlegt með tónlistinni
sem ég er að spila. Það þarf ekkert
endilega að vera mín eigin tónlist,
en það verður að vera tenging.“
Svíar eru ekki mikið að knúsast
Ragnar sendi frá sér tvær sóló-
plötur í kjölfarið en hlutirnir áttu
eftir að þróast í skemmtilega átt
og allt út frá hugmynd eiginkonu
Ragnars þegar hún var að leita að
afmælisgjöf fyrir hann. „Konan
mín er svo frábær. Hún ætlaði að
gefa mér miða á tónleika í afmælis-
gjöf og var að tékka á því hvort Pain
Of Salvation væri eitthvað að spila,
en hún er ein af mínum uppáhalds,“
segir Ragnar. „Hún sér á heimasíðu
sveitarinnar að þeir voru að leita
að gítarleikara og hún sendi inn
umsókn í mínu nafni. Svo stuttu
seinna hringir bara Daniel, söngv-
ari sveitarinnar, í mig og vill fá mig
til þess að koma í prufu. Það voru
150 sem sóttu um og 5 sem fengu
að koma í prufu og ég var einn af
þeim,“ segir Ragnar. „Ég fékk viku
til þess að læra þrjú lög á meðan
hinir fjórir voru búnir að hafa
einhverjar vikur. Ég svaf þá bara
aðeins minna í nokkra daga, æfði
mig, fór í prufuna og fékk giggið.
Einhverju seinna var ég að tala við
eiginkonu söngvarans og hún sagði
mér að ég hefði gefið honum knús
þegar ég mætti, og hann hefði verið
mjög hissa,“ segir Ragnar. „Svíar
eru ekkert mikið að knúsast.“
Undanfarin tvö ár hefur Ragnar
ferðast með Pain of Salvation um
allan heim og spilað á fjölmörgum
tónleikum og er eftirsótt tónleika-
sveit.
„Þetta eru allskonar tónleikar,
allt frá 200 upp í mörg þúsund
manna hús. Þetta er mín vinna í
dag, en þetta er óregluleg vinna.
Það er kannski túr í nokkrar vikur
og svo er frí í nokkra mánuði. Þetta
er hark eins og allt hitt. Bara aðeins
öðruvísi. Þetta er allt hark, og ég
held að maður geri sér enga grein
fyrir því hvenær það hættir að vera
hark,“ segir Ragnar. „Ég hef alltaf
verið „underdog“ og ég held að
mér eigi alltaf eftir að líða þannig.
Lífið er helvítis hark,“ segir Ragnar
brosandi.
Of mikið hark og sukk
Þegar Ragnar flutti út hafði hljóm-
sveitin hans Sign átt velgengni
að fagna bæði hér heima, sem og
erlendis. Ragnar var samt kominn
með mikla leið á því lífi sem því
fylgdi. „Ég var orðinn rosalega
þreyttur á því að gera þessa músík.
Mig vantaði alveg bráðnauðsyn-
lega að gera eitthvað annað,“ segir
Ragnar. „Við vorum búnir að spila
sömu lögin í langan tíma og ég var
þreyttur. Það var bara mjög heil-
brigt að breyta til, fyrir okkur alla.
Sign var aðeins of mikið hark, og
sukk,“ segir Ragnar.
Sign hefur þó ekki verið alveg
undir grænni torfu því á síðasta ári
kom út platan Hermd.
„Það er efni sem ég hafði átt fyrir
og við fórum saman til Þýskalands
að vinna hana. Þetta efni kallaði
svo mikið á Sign að þetta gat ekki
verið sólóplata frá mér, og ég var
farinn að sakna Sign aðeins,“ segir
Ragnar. „Ég er á því að til þess að
Sign geti haldið áfram að spila sé
nauðsynlegt að gera nýja músík.
Það er pínu nostalgíustemning
hjá fólki þegar það kemur á Sign
tónleika, sem mér finnst pínu
leiðinlegt. Það er samt nauðsynlegt
að spila nýtt efni, í bland við gamalt
stöff.“
Ragnar ætlar þó ekki að stoppa
lengi á Íslandi því hann ætlar að
halda jól heima í Noregi. „Við
ætlum að hafa það bara mjög rólegt
heima um jólin,“ segir Ragnar sem
er kvæntur Sóleyju Ástudóttur förð-
unarfræðingi og fyrir 6 mánuðum
síðan eignuðust þau dóttur. Sóley
átti tvö börn fyrir svo það er mikið
að gera á stóru heimili. „Á næsta
ári stendur til að vinna meira með
þýska pródúsernum og byrja að
taka upp nýja plötu með Pain Of
Salvation.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Ég fékk viku til þess að læra þrjú lög á
meðan hinir fjórir voru búnir að hafa
einhverjar vikur. Ég svaf þá bara aðeins
minna í nokkra daga, æfði mig, fór í
prufuna og fékk giggið. Ljósmynd/Hari
www.gjofsemgefur.is
PIPAR\TBW
A • SÍA • 133567
undir tré á Íslandi
GEFÐU
jólapakka
Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt bágstadda
fjölskyldu um til dæmis geit, hænu, brunn, matjurtagarð, menntun
eða aðrar nauðsynjar. Gefðu skemmtilegar gjafir til verkefna heima
og erlendis.
Helgin 19.-21. desember 2014