Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.12.2014, Síða 46

Fréttatíminn - 19.12.2014, Síða 46
NÝ SKARTGRIPALÍNA PURE aurum Bankastræti 4 I sími: 551 2770 Pure aurum, ný glæsileg skartgripalína, úr 18 karata gulli, hvítagulli og demöntum. Frí heimsending af www.aurum.is H ugsun okkar virðist föst í gamalgrónu mynstri sem endurspeglar kynferðis-legt atferli okkar. Hugmyndin um að valdaójafnvægi sé kynferðislega aðlaðandi getur valdið umfangsmiklum vandræðum,“ segir séra Bjarni Karlsson. Hann hefur starfað sem prestur í meira en tvo áratugi og síðustu sextán árin sem sóknarprestur í Laugarnes- kirkju. Nú hefur hann látið af embætti, opnað eigin sálgæslustofu og sest á skólabekk. „Þetta er náttúrulega bara miðaldurskrísa í nýrri útfærslu, útskýrir Bjarni, ég er bara að reyna að hafa gaman af lífinu og gera eitthvað af viti í leiðinni,“ segir hann. Bjarni vinnur að doktorsverkefni sínu í sið- fræði við Háskóla Íslands þar sem hann beinir sjónum að fátæktarvandanum og hefur talað nokkuð um hann á fundum og í fjölmiðlum. Hann er með meistaragráðu í kynlífssiðfræði og hélt nýlega einnig erindi um það efni og segir að sannarlega megi finna tengingu þarna á milli. „Hvort heldur við ræðum fátækt og Hagkerfi hins kyn- ferðislega Séra Bjarni Karlsson segir hugmyndir nútímafólks um hvað það er að vera kynferðislega aðlaðandi byggist á aldagömlum hugmyndum um valdaójafn- vægi kynjanna. Bjarni er með meistaragráðu í kynlífssiðfræði og segir kynferðislega aðlöðun vera dæmi um safngæði ekki síður en menntun, fjárhagur og félagslega staða. farsæld eða fjöllum um kynferðis- lega aðlöðun þá erum við alltaf að huga að gæðum. Ég hef lengi verið að reyna að skilja betur hvernig gæðum er safnað og miðlað milli fólks og hvaða lögmál gilda í þeim efnum. Fátækt er til dæmis ekki bara spurning um fjármagn, heldur varðar hún ekki síður skort á öðrum safngæðum svo sem menntun, heilsu, félagsstöðu og aðgengi að stofnunum samfélags- ins. Kynferðisleg aðlöðun er enn ein tegund safngæða og það er mjög áhugavert að reyna að skilja hvernig það hagkerfi virkar,“ segir Bjarni. Kynferðisleg aðlöðun er í þessum skilningi það sem í dag- legu tali kallast að vera sexí. Guð faðir og móðir jörð „Sá sem er sætur og sexí mætir færri hindrunum í samfélaginu og nær markmiðum sínum betur fyrir vikið. Það sem ég er að skoða hér er það hvort sömu lögmál kunni að gilda er kemur að myndun skort- hópa í þessu hagkerfi eins og öðr- um. Hvað merkir það fyrir persónu að lenda í and-kynferðishópi? Og hvar er sú ákvörðun tekin? Hver ákveður hvað er sexí?,“ spyr Bjarni en hann hefur verið að kynna sér fræðaskrif höfunda sem halda því fram að hugmyndin um hvað sé kynferðislega aðlaðandi eigi sér djúpar og langþróaðar rætur í menningu okkar. „Þar kemur við sögu samruni kristinnar og grískrar hugsunar í Rómarveldi til forna sem birtist meðal annars í því að okkur þykir ekkert skrýtið að heyra orðasam- hengið Guð faðir og móðir jörð. Hið andlega og upphafna er tengt við karlinn en efnisheimurinn við konuna. Okkur þykir sjálfgefið í daglegu tali að stjórnun sé ofan frá en þau sem láta að stjórn séu á gólfinu, niðri. Hugsun okkar virðist þannig föst í gamalgrónu ríkjandi-víkjandi mynstri sem end- urspeglast líka í kynferðislegu at- ferli okkar,“ segir Bjarni og bendir á að dæmi séu óteljandi. „Ég man enn hvar ég stóð í fyrsta sinn þeg- ar ég sá hærri tölu á skattframtali okkar hjóna hennar megin. Það truflaði hugmynd mína um hvað það er að vera karlmaður. Gagn- kynhneigður karl leitar oftast að konu sem hafi minni almenn völd en hann, minni safngæði. Gagn- kynhneigð kona leitar upp fyrir sig í þessum efnum. Við höfum með öðrum orðum gert valdaójöfnuð kynferðislega aðlaðandi í menn- ingu okkar. Í starfi mínu sem prestur hef ég gefið saman mörg hundruð hjón. Þegar brúðurin gengur inn kirkju- gólfið leidd af traustum og góðum karlmanni en brúðguminn stendur uppi við altarið ásamt presti og svaramanni, hvað erum við þá að segja? Hvers vegna höfum við það þannig daginn sem par blómstrar í ástarsambandi sínu og heilsar heiminum opinberlega sem hjón að konan er leidd en karlinn stend- ur ofar og hærra og bíður átekta?“ Endurspeglast í klámi Þessar lýsingar eru í hugum okkar beintengdar við rómantík, líkt og það þegar karlmaðurinn opnar dyr fyrir konu eða greiðir reikning- inn. Bjarni bendir á að það þurfi að hafa varann á þegar fólk skil- greinir rómantík á þennan hátt. „Ég er hræddur við ójöfnuð vegna þess að ég sé hvað hann gerir við fólk. Ég held að hugmyndin um ójöfn völd sem þátt í kynferðislegri aðlöðun sé ekki saklaus rómantík heldur misskilningur sem leiði til vandræða á mörgum sviðum. Mannslíkaminn er svo mátt- ugur og hann talar svo sterku máli að við verðum að vera meðvituð um hvað við segjum með líkam- anum og hvað við ætlum ekki að segja. Ef karl og kona eru mest aðlaðandi og eftirsóknarverðust í ríkjandi-víkjandi hlutverkum þá er slíkt ekki án afleiðinga. Ef konan er fegurst þegar hún er háð líkt og barn, er hún þá kannski bara best sem barn? Það er náttúrulega niðurstaða klámsins. Í hefðbundnu klámi eru konur háðar og hárlaus- ar eins og börn. Ég óttast að það sé rétt sem ýmsir femíniskir fræðimenn halda fram að kynferðisofbeldi á börnum eigi rætur í þessum hug- myndaheimi. Tungumálið kemur líka upp um okkur þegar við tölum um brúðkaup og bætum við að karl kvænist en kona giftist; hann fær konu hún er karli gefin. Þetta er náttúrulega svo þreytt og svo endalaust leiðinlegt og í eðli sínu sneytt öllum þokka því það snýst einmitt ekki um rómantík heldur meðhöndlun á valdi.“ Kvenlíkaminn og náttúran Bjarni segist sjálfur vera að læra en það megi vel velta því fyrir sér hvort það sé náttúran ein sem ráði þegar fólk hrífst hvort af öðru því að líkindum séu þar einnig að verkum ýmsir menningarlegir þættir þannig að hugmyndir okkar um kynferðislega aðlöðun séu í aðra röndina tjáning á hugmynd- um okkar um það vald sem við höfum í lífinu og hvernig eigi með það að fara. „Mér þykir það áhugaverð hugs- un hvort kynferðisleg safngæði lúti sömu lögmálum og annað kapítal í mannlífinu og hvort ríkjandi-víkj- andi samskipti sem við blasa í kyn- ferðistengslum nái ef til vill einnig til fleiri sviða svo sem umgengni manna við náttúruna. Hvaða hvatir búa að baki virkjanaofforsi okkar eða framræslufárinu á síðustu öld þegar helmingur alls votlendis Ís- lands var þurrkaður upp og grafnir 33.000 kílómetrar af skurðum í fullkomnu fyrirhyggjuleysi? Ég velti fyrir mér hvort þessi yfir- gangssama nálgun við landið og gæði þess sé af sömu rótum og undirokun kvenlíkamans í menn- ingu okkar“ segir Bjarni og spyr: „Erum við kannski fastari í hug- takasamhenginu Guð faðir, móðir jörð en við viljum vera láta? Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Bjarni Karlsson segir að það hafa truflað hugmynd sína um hvað það sé að vera karlmaður þegar hann sá í fyrsta sinn hærri tölu hjá eiginkonu sinni á skattframtalinu. Ljósmynd/Hari Sá sem er sætur og sexí mætir færri hindr- unum í samfélaginu. 46 viðtal Helgin 19.-21. desember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.