Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.12.2014, Síða 48

Fréttatíminn - 19.12.2014, Síða 48
Hátíðarnar á Ströndum stjórnast af tíðarfari Á Ströndum stjórnast hátíðarhald af veðurfari líkt og allt annað um háveturinn. Eva Sigurbjörns- dóttir, hótelstýra á Hótel Djúpuvík og oddviti Árneshrepps, segist löngu vera orðin því vön, hún sé farin að læra að skipuleggja sig vel eftir 30 ár á Djúpuvík. Hún veit aldrei hversu mörgum hún má búast við í mat um jólin og það er aldrei hægt að gera ráð fyrir því að gestirnir komist aftur heim. N ú eru börnin öll flutt að heiman og komin með sín-ar f jölskyldur þannig að það er svona upp og ofan hversu margir eru hjá okkur yfir jólin,“ segir Eva Sigubjörnsdóttir, hótel- stýra á Hótel Djúpuvík og oddviti Árneshrepps á Ströndum, nyrsta og fámennasta hrepps landsins. Hún og Ásbjörn Þorgilsson, eigin- maður hennar, reka Hótel Djúpu- vík og eru einu íbúar þorpsins. „Við hjónin höfum bara einu sinni verið tvö hérna en venjulega er alltaf ein- hver úr fjölskyldunni með okkur,“ segir Eva en þau hjónin hafa alltaf haldið jólin á Djúpuvík, fyrir utan eitt skipti, síðan þau fluttu þangað fyrir 30 árum. Enginn vill lokast inni yfir hátíðar „Þetta veltur auðvitað allt saman á veðrinu. Ef það er jafn leiðinlegt tíð- arfar og hefur verið núna þá er það bara verið happa og glappa hvort það er hægt að komast til okkar eða ekki. Og svo líka hvort hægt er að komast frá okkur aftur. Það vill nátt- úrulega enginn lokast inni, “ segir Eva og hlær. „Mig minnir að þessi einu jól sem við vorum ein þá hafi það verið eitt- hvað tvísýnt með veðrið og þess vegna enginn komið. Það eru þó- nokkur ár síðan það var.“ Eva segir þau hjón vera orðin vön einverunni en það sé þó öðruvísi yfir hátíðarnar, þá vilji maður hafa sína nánustu hjá sér. Enginn snjómokstur í 3 mánuði En það er ekki bara fjölskylda og vinir sem sækja þau heim því erlendir ferðamenn hafa eytt jól- unum í Djúpuvík. „Við erum með lítil hús til leigu á bak við hótelið þar sem útlendingar hafa eytt jól- um eða áramótum. Þetta fólk er ekki inni á hótelinu og sér því að mestu leyti um sig sjálft en það er samt gott að vita af þeim í næsta nágrenni vegna veðurs og færð- ar,“ segir Eva sem er smeyk við að taka við fólki yfir veturinn, þrátt fyrir fjölda fyrirspurna. „Ég hef eiginlega tekið fyrir það að fólk sé að koma því þetta er svo mikið vesen ef það er eitthvað að veðri og færð því við fáum svo slæma þjónustu hérna á Ströndum. Hér er mokað svona einu sinni í viku fram til 5. janúar og eftir það er ekkert mokað fyrr en 20. mars. Það er hægt að nauða í Vegagerð- inni en þá þarf Árneshreppur að borga helminginn af þjónustunni úr eigin vasa á móti ríkinu. Það gengur bara ekki upp því við erum svo fá hér,“ segir Eva en í Árnes- hreppi búa nú 56 manns. Samgangur milli hreppsbúa yfir jólin Eva segir allt snúast um veðrið hjá þeim yfir veturinn, hvort sem það eru jól eða ekki. „Ef það er fært þá fær maður heimsóknir og heimboð frá nágrönnunum yfir hátíðarnar, kaffi á annan í jólum og svona. Það er mjög oft og það er huggulegt. Ef það er góð tíð þá eru haldin spila- kvöld í félagsheimilinu milli jóla og nýárs. Það er voða gaman. Eitt sinn var tíðarfarið það gott að við vorum átján manns á hótelinu yfir jólin, vinir og ættingjar. Það kom- ust allir á milli bæja það árið svo við ákváðum að halda kvöldvöku 2. janúar, það vakti mikla lukku og var gaman, það mætti allur hreppurinn. En það viðrar því miður ekki mjög oft fyrir svoleiðis.“ Skortir aldrei neitt Þrátt fyrir einangrun og slæmt tíðarfar hefur Eva ekki lent í því að vanta nokkuð þegar kemur að eldamennskunni yfir hátíðarnar. „Ég lenti einu sinni í því og það var fyrsta veturinn minn hér. Það var bara vegna þess að ég kunni bara ekki að kaupa inn. Ég var bara al- gjör borgarstelpa, nýflutt norður og kunni ekkert á hlutina. En svo lærir maður bara inn á þetta og það kem- ur bara aldrei fyrir að mann skorti nokkuð. Hér erum við með fullt af frystikistum og frystum allan skap- aða hluti, kjöt og fisk og líka mjólk og brauð.“ Eva ætlar að elda hamborgar- hrygg á aðfangadag. „Það er venjan og svo hangikjöt á jóladag en við erum ekki enn búin að ákveða hvað verður á annan í jólum,“ segir Eva sem veit ekki heldur enn hversu margir verða í mat. Það veltur allt á tíðarfari. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpuvík og oddviti Árneshrepps, segir allt vera undir veðrinu komið búi maður á Ströndum, líka um jólin. Þau láta það samt ekki á sig fá, hafa ekki gert það í 30 ár. „Við horfum alltaf mjög bjartsýn fram á veginn og sérstaklega til næsta árs því þá ætlum við að fagna 30 ára afmæli hótelsins. Við stefnum á að fagna því með því að fá hingað fjölbreyttan hóp listamanna aðra hverja helgi allt næsta sumar til að fagna með pompi og prakt.“ Eva með hundinn sinn, hana Freyju. Mynd Hari. Hjónin Eva og Ásbjörn byrjuðu að gera upp húsið sem hýsir hótelið fyrir 30 árum. Það getur verið mjög snjóþungt yfir veturinn og frá 5. janúar fram til 20.mars sér Vegagerðin ekki um neinn mokstur í Árneshreppi. 48 fréttir Helgin 19.-21. desember 2014 Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi lindesign.is Ættartré Grýlu Dúkar og renningar Verð frá 4.980 kr T a k k f y r i r a ð v e l j a b æ k u r ! 08.12–14.12.2014 1 UNGMENNA- BÆKUR 2. PRENTUN VÆNTANLEG w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.