Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.12.2014, Page 56

Fréttatíminn - 19.12.2014, Page 56
Dýrahljóðfæri Indónesísk hljóðfæri úr viði sem eru vinsæl fyrir börn. Ugluflauturnar eru í laginu eins og uglur og með því að blása í þær kemur ugluhljóð. Höfrungarnir eru notaðir sem slagverk en einnig er hægt að blása í þá og kemur þá flautuhljóð. Froskarnir eru eingöngu slagverkshljóð- færi og öll eru dýrin fáanleg í nokkrum stærðum. Sítar Indverskt strengjahljóðfæri með 18-20 strengi sem liggja í tveimur lögum og er mikið notað í norður-indverskri tónlist. Þeir sem kaupa sítara eru helst áhugafólk um indverska tónlist, ind- verska menningu og hljóðfærið sjálft. Einn þekktasti sítarleikari síðari tíma er Ravi Shankar, faðir tónlistarkvennanna Norah Jones og Anoushka Shankar, sem meðal annars kenndi George Harrison í Bítlunum. Ukulele Ukulele er strengjahljóðfæri með fjórum strengjum sem á rætur sínar að rekja til Hawaii. Þetta er eitt vinsælasta hljóð- færið í Sangitamiya enda hefur verið nokkur uppgangur í kennslu á ukulele í leik- og grunnskólum á síðustu árum. Það eru þó ekki síður atvinnutónlistar- menn sem spila á ukulele sem fæst í fjórum stærðum og eru það allt frá ódýrum byrjendahljóðfærum í hágæða ukulele úr vönduðum viði. Einnig er hægt að fá sérstakan ukulele-bassa sem hægt er að spila á í gegnum magnara og er hljóðið líkara hljóði úr kontrabassa en rafbassa. Hapi tromma Hapi tromman er kringlótt, stillt málm- tromma sem hefur einstaklega seiðandi og töfrandi tón. Hún hefur þróast út frá hefðbundnum karibískum stáltrommum og afrískum tungutrommum, en ólíkt ka- ribískum stáltrommum er lögun hennar kúpt út á við. Hapi tromman kemur í mismunandi stærðum og stillingum, þar sem pentatónískar stillingar eru vinsælastar, og hægt er að spila á þær bæði með kjuðum og berum höndum. Ekki þarf sérstaka kunnáttu til að geta spilað á hapi trommuna og hægt að nota hana hvort sem er eina sér eða spila undir laglínu, eða jafnvel til að búa til hljóð-effekta. Didgeridoo Frumbyggjar Ástralíu notuðu upphaf- lega blásturshljóðfærið didgeridoo til að hafa samskipti þegar langt var á milli fólks. Blása þarf nokkuð kröftuglega í það og kemur þá eins konar dimmt drónahljóð. Hljóðfærið er yfirleitt gert úr eukalyptus-tré sem termítar hafa étið að innan. Engin göt eru á didgeridoo og er það gjarnan skreytt fagurlega. Hljóð- færið er bæði notað í tónlistarsköpun en einnig í tengslum við hugleiðslu.  TónlisT Hljóðfæraverslunin sangiTamiya læTur líTið yfir sér Guðaveigar tónlistar- innar á Grettisgötu Tónlistarheimur verslunarinnar Sangitamiya er mörgum hulinn þó þessi litla búð hafi staðið í miðbæ Reykjavíkur í bráðum tíu ár. Hugmyndin að versluninni kom frá hinum andlega meistara og tónlistarmanni Sri Chinmoy þegar hann dvaldist hér á landi. Þar er að finna gríðarlegt úrval af hljóðfærum hvaðanæva úr heiminum, hvort sem fyrir börn og aðra byrjendur eða atvinnumenn í tónlist. H ugmyndin að búðinni kom frá kennara mínum í hug-leiðslu, Sri Chinmoy. Hann leit á tónlist sem tungumál hjartans og sem leið til að draga fram innri frið,“ segir Eymundur Matthías- son, stofnandi og eigandi hljóðfæra- verslunarinnar „Sangitamiya – The Nectar Music“ sem stendur á horni Grettisgötu og Klapparstígs í Reykja- vík. Sri Chinmoy samdi fleiri þús- und lög og hélt yfir 700 friðartón- leika víðs vegar um heiminn, þar af þrenna á Íslandi. „Það má því segja að Sangitamiya eigi rætur sínar að rekja til þessarar hugsjónar hans um frið og tónlist. Sri Chinmoy hvatti mig til að opna hljóðfæraverslun í Reykjavík. Það tók mörg ár þangað til að hugmyndin varð að veruleika, en þar kom að Sangitamiya opnaði verslunina 19. nóvember 2005 með hljóðfærum úr öllum heimshornum. Verslunin er því að fagna 10 ára af- mæli á næsta ári,“ segir Eymundur. Sri Chinmoy gaf búðinni nafn sitt sem kemur úr sanskrít og merkir „guðaveigar tónlistarinnar.“ Búðin er ekki mjög stór en hefur þó stækkað mikið frá því hún opnaði fyrst og þó hún hafi staðið í miðbæ Reykjavíkur í bráðum áratug eru alls ekki allir Reykvíkingar eða nærsveit- ungar sem þekkja til hennar. Þarna er að finna gríðarlegt úrval af hvers konar hljóðfærum sem koma víða að en einnig fást þar hljómdiskar með heimstónlist, kennslubækur fyrir þessi ólíku hljóðfæri og nótnabækur. „Í gegnum öll þessi ár hefur verið afar ánægjulegt að upplifa hvað fólki á öllum aldri þykir vænt um búðina. Erlendir atvinnutónlistarmenn sem hafa ferðast um allan heim hafa sagt okkur að þetta sé einstök búð og al- gjör töfraheimur og sumir meira að segja gengið svo langt að segja að þetta sé besta hljóðfæraverslun sem þeir hafi komið í,“ segir Eymundur. Hér meðfylgjandi er stutt umfjöllun um örfá af þeim mikla fjölda fram- andi hljóðfæra sem fást í versluninni. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Eymundur Matthíasson lærði hugleiðslu hjá Sri Chinmoy, en sérstakt hugleiðslusetur kennt við Sri Chinmoy er starfrækt í Reykjavík. Hann hvatti Eymund til að opna verslun með hljóðfærum heimsins og sú verslun er Sangitamiya. Mynd/Hari 56 hljóðfæri Helgin 19.-21. desember 2014 Láu hjartað ráða Himneska súkkulaðið mitt er úr lífrænt ræktuðu hráefni og Fair- tradevottað. Hágæða súkkulaði sem kætir bragðlaukana. Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi lindesign.is Hreindýr Stærð 140x200 Verð 13.490 kr Eitt kort 38 vötn 6.900 kr www.veidikortid.is 00000 Aldrei fleiri vötn! JÓLAGJÖF VEIÐIMA NNSINS!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.