Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 58
Bankastræti 4 I sími: 551 2770 www.aurum.is Frönsku hágæða ilmvötnin frá L’artisan Parfumeur eru tilvalin jólagjöf. ILMURINN FYRIR JÓLIN Á ramótaheitið mitt fyrir þetta ár var að vera óhrædd við að gera hluti sem ég væri venjulega hrædd við að gera. Ég ákvað að sigrast á sjálfri mér. Það rímaði vel við þetta áramótaheit að sleppa takinu og bara leyfa hlutun- um að gerast,“ segir Albertína Frið- björg Elíasdóttir sem fyrr á þessu ári hætti sem forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og flutti til Akur- eyrar þar sem hún tók við starfi verkefnastjóra atvinnumála hjá Ak- ureyrarstofu. Albertína er fædd og uppalin á Ísafirði og ber afar sterkar tilfinningar síns gamla bæjarfélags. „Ef einhver hefði sagt við mig fyrir ári að ég ætti núna eftir að vera flutt til Akureyrar hefði ég farið að skelli- hlæja,“ segir hún en það var sannar- lega ekki á dagskránni að umbylta lífi sínu á þennan hátt. Albertína var formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, tók þátt í að byggja upp og stýrði stafrænu smiðjunni FabLab á Ísa- firði fyrir hönd Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands, var verkefnisstjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða, hjá At- vinnuþróunarfélagi Vestfirðinga og rannsakandi hjá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands í Bolungarvík, svo eitthvað sé nefnt. Hún er með meist- aragráðu í byggðalandafræði. Í loka- verkefninu vann hún rannsókn á því hvernig fólk tengist stöðum og byggðarlögum, og notaði Ísafjörð sem dæmi í rannsókninni. Það er því ljóst að tengsl Albertínu við Ísa- fjörð eru afar margslungin. Amma sterk fyrirmynd „Ég er alin þannig upp af foreldrum mínum, og reyndar sérstaklega af ömmu minni sem er mér mikil fyrir- mynd, að maður eigi að taka þátt í því samfélagi sem maður býr í og leggja sitt af mörkum. Þetta skiptir sérstaklega miklu máli í smærri samfélögum. Mamma og amma hafa líka innrætt mér það að sem kona beri mér skylda til að taka þátt. Við náum ekki fullu jafnrétti ef kon- ur skorast undan þátttöku. Við eig- um að segja já ef okkur býðst sæti á framboðslista eða ef okkur býðst að koma í viðtal. Ábyrgðin liggur líka hjá okkur sjálfum,“ segir hún. Albertína segist alltaf hafa upp- lifað sterk tengsl við náttúruna Akureyri varð strax „heima“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir er nýtekin við sem verkefnisstjóri atvinnumála hjá Akureyri. Hún er borin og barnfædd á Ísafirði þar sem hún sat síðasta kjörtímabil sem forseti bæjarstjórnar. Fyrir ári hefði hún ekki getað ímyndað sér að hún væri nú flutt til Akureyrar en áramótaheitið hennar var að sleppa takinu og sigrast á sjálfri sér. fyrir vestan, við sjóinn og fjöllin, en það hafi frekar verið á seinni árum sem hún lærði að fullu að meta þau nánu samskipti sem fólk í litlu samfélagi út á landi býr við. „Stundum, þegar ég var yngri, fannst mér eins og það væri hver með nefið í hvers manns koppi en síðar gerði ég mér grein fyrir að þessi nánu samskipti eru frekar merki um væntumþykju og sam- hug og þegar eitthvað kemur upp á standa allir saman. Pabbi minn lenti í alvarlegu slysi á páskadag fyrir tveimur árum og við fundum fyrir gríðarlegum stuðningi og velvilja. Hvert sem ég kom var ég spurð hvað væri að frétta af pabba, ekki að fólk hafi verið forvitið held- ur út af raunverulegri umhyggju.“ Erfiðar ákvarðanir í pólitíkinni Síðustu fjögur ár hafa verið sérlega viðburðarík hjá Albertínu sem for- seta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og formanns stjórnar Fjórðungs- sambandsins, sem eru landshluta- samtök sveitarfélaga á Vestfjörðum. „Ég hef lagt mikla áherslu á að taka samtalið, að setjast niður og ræða málin í stað þess að hlaupa strax í skotgrafirnar. Það er sú nálgun sem ég hef talið henta best, að vera heið- arleg og koma hreint fram,“ segir hún. Eftir annasöm ár í pólitíkinni ákvað hún að breyta um stefnu. „Þetta var yndislegt tímabil en líka afskaplega erfitt. Það var mikið af umdeildum ákvörðunum sem þurfti að taka, það var niðurskurður í fjár- hag bæjarfélagsins auk þess sem við umturnuðum stuðningskerfi atvinnulífsins á Vestfjörðum.“ Al- bertína sat í bæjarstjórn sem oddviti Framsóknarflokksins en stór hluti af ástæðunni fyrir því að hún steig til hliðar var óánægja hennar með flokkinn á landsvísu. „Mér fannst samt ekki rétt af mér sem oddvita að bjóða mig síðan fram fyrir annan flokk þó ég hefði hugsanlega viljað halda áfram í pólitík. Ég ákvað því bara að fara að líta í kring um mig,“ segir hún. Albertína var því með augun opin fyrir spennandi tækifærum, hvort sem væri á Ísafirði eða ann- ars staðar í heiminum, og skellti inn umsókn í bríaríi þegar hún sá auglýsta stöðu verkefnastjóra at- vinnumála á Akureyri. „Ég var í afskaplega skemmtilegu starfi hjá Nýsköpunarmiðstöð á Ísafirði og var mjög ánægð þar en ég hugsaði með mér að þar sem ég væri hvort sem er að gera breytingar að þá ætti ég að nýta tækifærið og breyta enn fleiru. Ég hugsaði með mér að ef ég gerði það ekki núna þá gerði ég það aldrei,“ segir Albertína sem er ein- hleyp og barnlaus og því í afar góðri stöðu til að taka afdrifaríkar skyndi- ákvarðanir. Tveimur mánuðum eftir að hún sóttu um stöðuna á Akureyri var hún flutt þangað. Gríðarleg tækifæri á Akureyri „Systir mín býr á Akureyri og ég fór alltaf á Andrésar Andar-leikana þegar ég var yngri. Ég bar því alltaf ákveðnar taugar til Akureyrar og fannst það spennandi kostur. Mér fannst líka áhugavert að spreyta mig á stærri stað en Ísafirði, án þess að langa endilega til Reykjavíkur því þangað finnst mér ég ekkert hafa að sækja. Akureyringar og Akureyri hafa tekið sérlega vel á móti mér, með frábæru veðri í sumar og nú með nóg af snjó.“ Hún segist hafa ákveðið að láta það sem vind um eyru þjóta þegar fólk varaði hana við því að flytja til Akureyrar því það væri erfitt fyrir aðkomufólk að kom- ast inn í samfélagið. „Ég get vottað að það er bara einhver flökkusaga. Þeir vinir mínir og kunningjar sem ég átti hér, til að mynda Þóroddur Bjarnason og Brynhildur, kynntu mig fyrir vinum sínum, ég er kom- in í bókaklúbb þar sem heims- bókmenntirnar eru ræddar út frá kynjafræðilegum vinkli og ég gat ekki hafnað því þegar mér var boðið í Rótarýklúbb Eyjafjarðar, en það er góður vettvangur til að kynnast fólki úr öllum greinum atvinnulífs- ins. Það hefur líka verið vel tekið á móti mér á nýja vinnustaðnum þannig að núna líður mér eins og ég hafi alltaf verið hér, sem er af- skaplega góð tilfinning. Akureyri varð strax „heima“. Albertína segir gríðarleg tæki- færi liggja á Akureyri og telur hún mikilvægara að styrkja þær stoðir sem þegar eru frekar en að horfa á töfralausnir. „Flugvöllurinn hér er líka afar mikilvægur. Hann á að vera hin gáttin inn í landið því hér höfum við upp á gríðarlega margt að bjóða og stutt í allar áttir. Á Suðvestur- landinu hefur hinn svokallaði Gullni hringur verið markaðsvæddur og er hreinlega að fyllast. Hér er hið ósnortna Ísland og margt að gera. Hér er til að mynda mjög spennandi að fara á Mývatn, sjá Goðafoss og svo er það auðvitað Eyjafjörðurinn og sjálf Akureyri. Lausnin á vanda- málum okkar Íslendinga, þegar kemur að ferðaþjónustu, er að dreifa ferðamönnum um landið. Akureyri er hin borgin á Íslandi,“ segir Al- bertína sem sér tækifæri í hverju horni. „Ég held að það hafi aldrei verið jafn spennandi að vera á Akur- eyri og einmitt nú.“ Það er því óhætt að segja að ára- mótaheitið hafi breytt lífi hennar mikið og til hins betra. „Ég hafði val um að hrökkva eða stökkva þegar mér bauðst þetta starf og ég ákvað að stökkva.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Albertína Friðbjörg Elíasdóttir var forseti bæjarstjórnar Ísafjarðar á síðasta kjörtímabili en hefur nú söðlað um og er tekin við verkefnastjórn atvinnumála á Akureyri. Mynd Akureyri Vikublað/Völundur Þetta var yndislegt tímabil en líka afskap- lega erfitt. 58 viðtal Helgin 19.-21. desember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.