Fréttatíminn - 19.12.2014, Page 72
7.990 kr.
iRig Voice hljóðnemi
Míkrófónn sem tengist við spjaldtölvu
eða snjallsíma. Einnig er hægt að tengja
heyrnartól við. Snilld fyrir stóra sem
smáa söngfugla.
Skemmtilegir harðir pakkar fyrir alla ölskylduna.
17.990 kr.
Apple TV
Horfðu á kvikmyndir, sjónvarpsþætti
og hlustað á tónlist í sjónvarpinu þínu
þegar þér hentar. Virkar með Netflix,
iPhone, iPad, iPod, o.s.frv.
Fræðandi öpp
fyrir krakka
S pjaldtölvur er hægt að nota á ýmsa vegu og vissulega ekki gott fyrir börn að eyða of miklum tíma í tölvunni. Til
er ógrynni af öppum fyrir yngstu kynslóðina
en þegar vel er að gáð kemur í ljós að fjöld-
inn allur af þessum öppum er sérstaklega
ætlaður til að fræða börnin í gegnum leik.
Þannig eru þau ekki bara að láta tímann líða
í spjaldtölvunni heldur að læra, jafnvel án
þess að þau átti sig á því að þau eru að læra.
Það eru til leikir sem kenna börnum líffræði,
eðlisfræði, íslensku og stærðfræði en börnin
upplifa aðeins að þau séu að leika sér. Hér
eru nefnd nokkur fræðandi öpp en einfalt
er að finna áhugaverð öpp fyrir krakka með
því að leita að „educational app for children“
í App Store og Google Play.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Apple
Farðu í Settings>General>Restrictions>Enable Restrictions
og búðu þar til lykilorð. Þá getur þú flett niður að Allowed
Content og slökkt þar algjörlega á In-app purchase.
Android
Opnaðu Google Store og veldu þar Menu>Settings>Re-
quire password for purchases> For all purchases
through Google Play on this device og búðu til lykilorð.
The Human Body
The Human Body er gagnvirkt app
þar sem börn kynnast innviðum
líkamans og hvernig líffærin virka.
Möguleikarnir eru nánast óendan-
legir og meðal annars er hægt
að fylgjast með ferð fæðunnar
frá því hún fer í munninn, í gegn
um allt meltingarkerfið og þar til líkaminn skilar frá sér
úrgangi. Appið nýtir myndavélina til að sýna hvernig
sjónin virkar, míkrófóninn til að sýna hvernig heyrnin
virkar og ljósmyndir til að lýsa heilaferlum.
Appið er fáanlegt á yfir 20 tungumálum, þar á meðal
íslensku.
Framleiðandi appsins, Tiny Bop, hefur einnig sent frá
sér fræðsluöppin Plants og Homes þar sem börn kynn-
ast dæmigerðum heimilum víða um veröld.
Verð: 3.99 dollarar.
Læst með lykilorði
Mikilvægt er að kunna vel á stillingar spjaldtölvunn-
ar eða snjallsímans. Sum öpp eru þannig gerð að
einfalt er að kaupa ný borð, nýja leikmenn eða stig í
gegn um þau, og kallast það þá „In-app purchase“.
Sérstaklega er algengt að í ókeypis öppum þurfi
að kaupa viðbætur. Þegar börn nota tækin þarf því
að læsa þeim þannig að staðfesta þurfi kaup með
sérstöku lykilorði.
72 úttekt Helgin 19.-21. desember 2014
Myndasaga
Myndasögugerð er íslenskt app
fyrir krakka þar sem þeir búa
til sögu úr myndum og stöfum.
Notandi getur búið til myndasögu
með einni eða fleiri blaðsíðum,
fullum af skemmtilegum myndum
og myndað orð úr stöfunum.
Þegar sagan er tilbúin er hægt að skoða hana eins
og bók inn í forritinu eða vista fyrir iBooks eða önnur
bókaforrit til að deila með vinum og fjölskyldu.
Í Myndasögu getur barnið einnig æft sig að þekkja
stafina og skrifa orð. Appið er einnig fáanlegt á ensku.
Verð: 2.99 dollarar
Orðaflipp
Orðaflipp er íslenskt sköpunar-
forrit fyrir skáld og rithöfunda
framtíðarinnar. Orðaflipp
veitir notandanum tækifæri til
að hugsa út fyrir boxið, fylla
hausinn af hugmyndum, hlæja
og skemmta sér. Auk þess að
vera öflugt sköpunartól þá bætir Orðaflipp orðaforða
og þjálfar málfræði hjá ungum sem öldnum. Orðaflipp
er þannig gagnlegt tól fyrir skapandi skrif, byrjenda-
læsi og almenna íslenskukennslu. Appið er einnig
fáanlegt á ensku.
Verð: 2.99 dollarar.
Toca Lab
Toca Lab kynnir börn fyrir
undrum vísindanna á rannsókna-
stofu og veitir þeim fræðslu um
öll 118 frumefnin í lotukerfinu. Í
appinu er hægt að leika sér með
frumefnin og prófa eiginleika
þeirra. Er gull þungt eða létt?
Hvert er eðli köfnunarefnis? Hvernig hljómar neon?
Hvað gerist ef þú blandar efnunum saman í tilrauna-
glasi? Hér opnast nýr heimur fyrir litla vísindamenn
sem eru forvitnir um hvernig efnisheimurinn virkar.
Fyrirtækið Toca Boca sérhæfir sig í fræðandi öppum
fyrir börn. Önnur áhugaverð eru til að mynda Toca
Builders, Toca Kitchen og Toca Doctor.
Verð: 2.99 dollarar.
DragonBox Algebra 5+
DragonBox Algebra er app
sem kennir börnum frumatriði
í algebru og allt upp í flóknari
útreikninga með því að rækta
eigin dreka. Þetta er fullkomin
leið til að gefa ungum börnum
forskot í stærðfræði og algebru.
Leikurinn er leiðandi, grípandi og skemmtilegur
og gerir börnum kleift að læra á eigin hraða. Þetta
verðlaunaapp er ætlað börnum frá fimm ára aldri en
einnig er til annað samskonar fyrir 12+. Appið er til á
20 tungumálum.
Verð: 4.99 dollarar.