Þjóðlíf - 01.06.1987, Síða 11
E R L E N T
a^ Gunnar hafi notið mikilla vinsælda í
pyskalandi og fjölmargar bóka hans hafi
verið þýddar á þýsku. Það varð síst til að
skyggja á hylli Gunnars meðal farþeganna á
Milwaukee að fyrr um daginn höfðu þau
jíðindi borist að skáldið hefði verið gert að
heiðursdoktor við háskólann í Heidelberg.
jjunnari var að sjálfsögðu fagnað af sam-
‘erðamönnum sínum og hann flutti þakkir á
móti fyrir að honum skyldi hafa verið boðið
að taka þátt í þessari merku íslandsferð. í
avarpi sínu undirstrikar Gunnar gjörvuleika
°g glæsibrag þýsku þjóðarinnar og lætur þá
°sk í ljósi, að fleiri slíkar reisur fylgdu í
KJólfarið. Að endingu víkur hann fáeinum
°rðum að Þýskalandi nasismans:
-Það er hið nýja Þýskaland sem sækir
°kkur (íslendinga A.B.) heim. Það er margt
^'sjafnt sagt um þetta land á alþjóðavett-
Vangi. Hver sá sem þangað kemur hlýtur þó
0 Verða djúpt snortinn í hjarta sínu, þegar
ann verður vitni að því, hvar sem hann fer,
Ve eining þýsku þjóðarinnar í hinu nýja ríki
er máttug."
Að því búnu þakkar skáldið norræna fé-
g*nu og menningarstofnun nasista fyrir að
afa efnt til þessarar ferðar og hyllir hið
jjýja Þýskaland og Þjóðverja með nasista-
^eðjunni Sieg Heil. Um viðbrögð
aneyrenda við kveðju skáldsins segir í fyrr-
"efndri reisubók:
■>Viðstaddir rísa úr sætum, allir sem einn,
g standa eitt augnablik djúpt snortnir með
retta handleggi frammi fyrir skáldinu, —
as þessi djúptæka hrifning turnast í ósjálf-
att og hamslaust lófatak."
Se að er svo til að kóróna þessa áhrifamiklu
fenu, að þegar menn hafa jafnað sig eftir
nrfkif^a-læt'n sýn8ur Einar Kristjánsson
Um ^Ur ls'ensk Þjóðlög og uppsker að von-
ríkulegan fögnuð viðstaddra.
J^ALDAR KVEÐJUR. Áður en Milwau-
e eggst við akkeri á ytri höfninni í
Reykjavík þann 4. júlí fá farþegar enn einn
lesturinn, að þessu sinni frá fulltrúa norræna
félagsins, Christian Jenssen, sem tíundar
fyrir þeim helstu kosti hins norræna kyns og
mikilvægi norrænnar menningar fyrir þær
göfugu hugsjónir, sem pólitík nasismans
nærist á. Jenssen gleymir að sjálfsögðu ekki
að skreyta þennan lofsöng um norðrið með
tilhlýðilegum fagurgala um forníslenskar
bókmenntir.
Það er hátíðleg stund þegar farþegar á
Milwaukee stíga í bátana, sem flytja þá til
lands. Mörgum verður að sögn hugsað til
Ingólfs Arnarsonar, sem fyrstur reisti bæ í
þessari hrjóstrugu vík og myndir af fornum
hetjum og goðum líða fyrir hugskotssjónir.
En þegar kemur að hafnargarðinum eru
bátsverjar snögglega vaktir af draumum sín-
um um hetjudáðir og goðablót fornkapp-
anna. Á hafnargarðinn hefur verið málað
stórum stöfum: Es lebe kommunismus. Nie-
der mit den Nazisten.
Þessi dólgslega áletrun virkar eins og köld
gusa í andlit hinna óþreyjufullu íslandsfara.
Og útsendarar Moskvuvaldsins láta ekki þar
við sitja heldur afhenda gestunum jafnframt
flugrit þegar þeir stíga á land, sem reynist
vera óhróður um nasismann og Hitler.
Gestunum þótti að vonum miður að þeir
skyldu fá svo kaldar kveðjur frá þeirri þjóð
sem þeir töldu skyldari sér en flestar aðrar.
Hins vegar virðast þeir ekki hafa látið þetta
atvik spilla gleði sinni yfir því að vera komn-
ir til fyrirheitna landsins, enda bætti nokkuð
úr skák að þegar þeir komu aftur um borð
að lokinni skoðunarferð um Suðurland,
beið þeirra vinsamlegt afsökunarbréf frá
svonefndum Þýskalandsvinum. í því bréfi er
þetta tiltæki kommúnista harmað og tekið
fram að einungis tvö prósent íslensku þjóð-
arinnar hafi sýkst af vitfirringu kommúnism-
ans. Jafnframt er það undirstrikað að „ís-
land, land germana, sé og verði vinveitt
Þjóðverjum, enda þjóðirnar blóðskyldar“.
ÞJÖÐLEIKHÚSIÐ
■ Elnar Kristjánsson f hlutverki sfnu f
óperunnl La Travlata sem Þjóftlelkhúsló
flutti órift 1953.
íslendingur um borð
Einar Kristjánsson
EINAR Kristjánsson fæddist árið 1910 í
Reykjavík. Hann varð stúdent frá M.R.
vorið 1930 og eftir það lá leið hans til
Vínarborgar þar sem hann lagði stund á
söngnám.
1931-33 stundaði hann söngnám í Dres-
den. Árið 1933-47 var hann óperusöngvari
við Ríkisóperurnar í Dresden, Stuttgart,
Berlín, Munchen, Dusseldorf og Hamborg
og við Konunglega leikhúsið í Stokkhólmi.
Hann var söngvari við Konunglega leik-
húsið í Kaupmannahöfn 1948-62.
Eftir 1962 flutti Einar heim til fslands og
gerðist kennari við óperudeild Tónlistar-
skólans í Reykjavík. Hann lést árið 1966.
Einar Kristjánsson söng í nokkrum vel-
þekktum óperum hér á landi við Þjóðleik-
húsið. Má þar nefna Kátu ekkjuna (1952),
Leðurblökuna (1952) og La Traviata
(1953). Einar Kristjánsson var í hópi stór-
söngvara íslands á sínum tíma.
11