Þjóðlíf - 01.06.1987, Qupperneq 19
E R L E N T
IVAR H. JÓNSSON
og áróður magnaður gegn félagshyggjufólki.
Sá hagvöxtur sem við búum nú við felst *
meiri gróða fyrirtækjanna og hann er einnig
fjármagnaður með olíunni en vofa
skuldakreppunnar í heiminum ógnar
vestrænum auðvaldskerfum, því ef draumar
Castros rættust, yrðu bankar gjaldþrota og
þá værum við í mjög djúptækri kreppu.
Mín skoðun er því ekki sú að við höfum
komist yfir efnahagsvandann. Stefna
Thatchers er að koma á Hong Kong
hagkerfi á Bretlandi þar sem laun eru svo
lág, launþegahreyfingin svo veikburða og
opinber útgjöld skorin svo verulega niður,
að það verði jafn gróðavænlegt fyrir breskt
auðmagn eða fyrirtæki að fjárfesta á
Bretlandi og í Suður Afríku. Ef slíkt gerðist,
en það mun ekki gerast, þá yrðu aðstæður
svipaðar hér og í Suður Afríku.
Það eru tálsýnir einar að einhver
grundvallarávinningur hafi unnist. Við
stöndum frammi fyrir óvenju alvarlegum
vandamálum sem krefjast róttækra aðgerða
en almenningur gerir sér ekki grein fyrir
hverjar þær aðgerðir geta verið. Við
yfirvinnum ekki traustsvandamálið nema
almenningur öðlist von að nýju en á meðan
fólk er hrætt getur það snúist enn lengra til
hægri.“
MISTÖKIN. Mig langaði nú til að heyra
hvort hinn fyrrverandi iðnaðar-, tækni- og
viðskiptaráðherra Breta gæti lýst
efnahagsstefnu sem væri raunsæ miðað við
núverandi aðstæður á alþjóðamörkuðum og
beindist jafnframt að því að tryggja
velferðarkerfi V-Evrópubúa um leið og
lýðræði og þátttaka almennings í stefnu-
mörkun samfélagsins yrði aukin. Ekki stóð
á svari hjá Tony Benn.
„Tökum fyrst þá efnahagsstefnu sem var
framkvæmd 1945-79, en hún byggði á
almennri samstöðu í meginatriðum milli
hægri og vinstri," segir hann. „Segja má,
með hæfilegum fyrirvörum, að sósíal-
demókratísk stefna hafi verið við lýði allt frá
því að Churchill varð forsætisráðherra þar
til Callaghan fór frá. Slík stefna var reynd
aftur og aftur með örlítilli áætlanagerð,
örfáum ríkisfyrirtækjum, smávegis
atvinnulýðræði og velferðarþjónustu, og allt
átti kerfið að vera í jafnvægi.
En dæmið gekk ekki upp, stefnan mis-
tókst og segja má að stefnan hafi verið
brotin á bak aftur af bönkunum 1976 og
varð endanlega undir 1979. Öllum for-
sætisráðherrum sem reyndu sósíal-
demókratíska stefnu mistókst — hvort sem
það var íhaldsmaðurinn Heath eða ráðherra
Verkamannaflokksins, Callaghan. Það er
því ekki neinn möguleiki á að hverfa aftur til
slíkrar stefnu. Menn verða að byrja frá
byrjun og vera mjög raunsæir og viðurkenna
að völd fyrirtækjanna eru meiri nú en áður,
að efnahagskerfið er veikara en áður og að
byggja verður upp iðnaðinn frá grunni á
grundvelli nútíma tækni. Ef það á að takast
verður ríkisvaldið að stýra fjárfestingum í
iðnaðinn í landinu, en það munu bankarnir í
City ekki fallast á og það mun verða
19