Þjóðlíf - 01.06.1987, Síða 22

Þjóðlíf - 01.06.1987, Síða 22
E R L E N T ■ Koivisto: Rfklsstjómin skal sltja kjörtímabllló á enda. Erfið stjórnarmyndun Brotið blað í finnskum stjórnmálum VIÐ MYNDUN ríkisstjórnar Sameiningar- flokksins, Jafnaðarmannaflokksins, Sænska þjóðarflokksins og Flokks landsbyggðarinn- ar um mánaðamótin apríl — maí sl. var brotið blað í sögu Finnlands. Sameiningar- flokkurinn, sem talinn er Iengst til hægri í finnskum stjórnmálum, hafði þá verið utan ríkisstjórnar í rúm tuttugu ár og allan þann tíma höfðu jafnaðarmenn unnið með Mið- flokknum og smærri miðjuflokkum í svo- kölluðu „Rauðmyllusamstarfi". Auk þess höfðu allir forsætisráðherrar landsins, allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar, ann- að hvort verið jafnaðarmenn eða úr Mið- flokknum. Harri Holkeri forsætisráðherra, bankastjóri Finnlandsbanka og frambjóð- andi Sameiningarflokksins í forsetakosning- unum í janúar 1988, er því fyrsti hægrimað- urinn sem verður forsætisráðherra í Finn- landi frá stríðslokum. í sambandi við stjórnarmyndunina hefur Mauno Koivisto möguleikann á myndun ríkisstjórnar þriggja stærstu flokkanna: Mið- flokksins, Sameiningarflokksins og Jafnað- armannaflokksins en formenn tveggja fyrr- nefndu flokkanna höfðu lýst yfir áhuga á myndun slíkrar ríkisstjórnar eftir kosningar. Koivisto hefur þannig verið gagnrýndur fyrir að hafa beint eða óbeint útilokað Mið- flokkinn úr ríkisstjórn þótt flokkurinn hafi unnið sigur í kosningunum ásamt Samein- ingarflokknum. í öðru lagi er Koivisto sagður hafa verið í kosningahugleiðingum þegar hann fékk Holkeri umboð til stjórnarmyndunar. Finnskir fréttaskýrendur segja að það hefði ef til vill verið eðlilegra að fá Ilkka Suomin- en formann Sameiningarflokksins og forseta þingsins til að mynda ríkisstjórn enda hefð í Finnlandi að fela forseta þingsins fyrstu stjórnarmyndunarþreifingar. Með því að fá Holkeri til að mynda ríkisstjórn hafi hann ékki bara gengið fram hjá Suominen heldur einnig gert flokki hans erfiðara fyrir í kom- andi forsetakosningum. Það hljóti að verða erfiðara fyrir Sameiningarflokkinn að tefla fram sitjandi forsætisráðherra í kosning- unum. BORGARALEG RÍKISSTJÓRN. Koi- visto hefur að auki verið gagnrýndur fyrir að hafa verið of virkur í stjórnarmynduninni og viljað hafa vakandi auga með öllu. Hann gaf Holkeri mjög takmarkað umboð til að byrja með og krafðist þess að fá að fylgjast vel með viðræðum hans við Jafnaðarmanna- flokkinn. Koivisto hefur reyndar látið hafa eftir sér að hann hafi ekki haft mikla trú á að stjórnarmyndun tækist með Jafnaðarmanna- flokknum og Sameiningarflokknum heldur hafi honum þótt borgaraleg ríkisstjórn Sam- einingarflokks, Miðflokks og smærri borg- araflokka líklegust. Stjórnarmyndunin tókst þó og það fyrir baráttudag verkalýðsins fyrsta maí, eins og forsetinn hafði vonast til. Eftir að samkomulag hafði tekist um stjórnarsáttmála kepptust formenn flokk- anna um að hrósa hvor öðrum fyrir lipurð í samningum og lýsa yfir ánægju sinni með sáttmálann, sem báðir flokkar telja stefnu- málum sínum í hag. í sáttmálanum komust flokkarnir meðal annars að samkomulagi um að athuga möguleikana á því að vinna lagabreytingatillögu á fyrirkomulagi forseta- kosninganna það hratt að breytingarnar tækju gildi í tæka tíð fyrir forsetakosning- arnar í janúar á næsta ári. J’á kysu finnskir kjósendur forseta sinn beint í stað þess full- trúakerfis sem verið hefur. BRESTIR? Samkvæmt stjórnarsáttmálan- um undirbýr ríkisstjórnin sig undir grund- vallarbreytingar í efnahags- og atvinnumál- um og ætlar í því sambandi að leggja fram langþráða breytingartillögu á skattakerfinu þannig að allar tekjur verði skattlagðar á sama hátt án þess þó að það komi lágtekju- fólki illa. Nýja ríkisstjórnin fylgir að sjálfsögðu Paa- ; sikivi-Kekkonen stefnunni í utanríkismálum og leggur áherslu á að sambandið við Sovét- rfkin haldist gott, auk þess sem norræn sam- vinna telst jafn mikilvæg fyrir Finnland og áður. En þó að formenn tveggja stærstu flokk- anna hafi ekki gert annað en að lýsa ánægju sinni með stjórnarsamstarfið þykjast frétta- skýrendur sjá að þegar sé það farið að bresta. Flokksleiðtogarnir héldu ræður á fyrsta maí og þá gagnrýndi Kalevi Sorsa ; formaður Jafnaðarmannaflokksins Sænska þjóðarflokkinn fyrir stífni í stjórnarmyndun- arviðræðunum og taldi hann handbendi Miðflokksins. Og þó að verkalýðshreyfingin I sé ekki óhliðholl ríkisstjórninni enn sem komið er efast margir verkalýðsleiðtogar j um að stjórnarsamstarfið beri nokkurn árangur. Málgögn Miðflokksins halda því fram að ríkisstjórnin lifi ekki lengi eða í mesta lagi fram á haust þegar fara á að fjalla um fjár- lagafrumvarpið. Undir þetta tekur Uusi Su- omi, málgagn Sameiningarflokksins. KOIVISTO FAGNAR. Jafnaðarmanna- flokkurinn hefur ætíð Iitið á hinn hægrisinn- aða Sameiningarflokk sem sinn helsta keppinaut og fjandmann. Það er því með hálfum huga sem margir jafnaðarmenn fara út í stjórnarsamstarfið með sameining' arflokknum. Kalevi Sorsa formaður Jafnaðarmanna- flokksins kemur auk þess til með að hætta sem formaður á flokksþinginu næsta sumar- Þá bíða fjölmörg vandamál úrlausnar hins nýja formanns sem jafnframt fær það hlut- verk að réttlæta samstarfið með erkióvinin- um í ríkisstjórn, bæði meðal eigin liðsmanna og gagnvart kommúnistum. En þó að margir jafnaðarmenn efist um að það hafi verið rétt að fara í ríkisstjórn með hægrimönnum virðist ekki sama gil^3 um Koivisto forseta. Hann hefur fagnað ákaft samstarfinu og segir enga ástæðu til þess að ríkisstjórnin segi af sér eftir forseta- kosningarnar á næsta ári heldur eigi að sitja kjörtímabilið á enda. Örlög ríkisstjórnarinn- ar eru því háð fjölmörgum þáttum innan stjórnar sem utan — en lifi ríkisstjórnn1 haustið á hún enn betri möguleika en ella- ■ Guörún Helga Slguröardóttir / Helsinki 22

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.