Þjóðlíf - 01.06.1987, Page 23
E R L E N T
Uppgangur
græningja
Breytingar í
sænskum stjórnmálum?
eitt og hálft ár er nú til næstu þing-
kosninga í Svíþjóð en þar er kosið á þriggja
ara fresti. Sænska flokkakerfið og stjórn-
armynstrið hefur lengi verið eitt hið stöðug-
asta í V-Evrópu. Á þingi Svía hafa setið
nrnrn flokkar allt frá þriðja tug þessarar
aldar, tveir sósíalískir og þrír borgaralegir.
AHt frá 1932 hefur flokkur sósíaldemókrata
AP) setið við stjórnvölinn að frátöldum
arunum 1976-82 er borgaraflokkarnir réðu
ríkjum. Sósíaldemókratarnir hafa þó svo til
®tíð verið í minnihluta og stjórnað með
stuðningi annarra flokka, hin síðari ár eink-
Urn kommúnista, en í stöku málum samið
^ einhvern borgaraflokkanna. Ein af
astæðum þessa mikla stöðugleika er vafa-
aust að frá 1960 hefur flokkur þurft að fá
jninnst 4% atkvæða til að koma mönnum á
P'n8- Ýmsir hafa reynt en ekki gengið.
^koðanakannanir að undanförnu gefa þó
Wefni til að ætla að hér kunni að verða
ureyting á.
Flokkur umhverfisverndarsinna (Miljö-
Portiet de gröna.) hefur í skoðanakönnunum
a þessu ári stöðugt fengið meira en 4% fylgi
°8 í síðustu könnun hvorki meira né minna
Un 7,5%. Og það sem meira er: yfir 60%
Pessara stuðningsmanna sögðust vera
akveðnir í að kjósa Miljöpartiet, en það
Pýðir um 4,5% við kosningar.
Plokkur þessi er sex ára gamall og hefur
8ert tvær tilraunir til að komast á þing en
ekki fengið nema um 1,5% atkvæða. Flokk-
Urinn á þó víða fulltrúa í bæjar- og sveitar-
stJórnum og telst sem slíkur fullgildur
stJórnmálaflokkur. Það er rétt að benda á
flokkurinn hefur áður í könnunum milli
, 0sninga haft fylgi yfir 4% kjósenda þó það
atl ekki skilað sér þegar á hólminn var
otnið. Svo virðist sem fylgið sé stöðugra
u- Ein hugsanleg skýring þessa er kjarn-
rkuslysið í Tjernobyl, en Miljöpartiet hef-
r mjög barist fyrir því að Svíar hætti allri
Jarnorkunotkun þegar í stað. Stefna
Jornvalda er hins vegar að leggja kjarn-
I £Uverin niður smátt og smátt og verði því
hu^rir art® 2010. Einnig ber að hafa í
8a að umhverfisverndarflokkar og sam-
v ^ ^afa víðast hvar í Evrópu sótt mjög í sig
16 r'ð undanfarin ár samhliða því sem af-
' ln8ar rányrkju og mengunar verða æ
^ Sljósari (t.a.m. er vel hugsanlegt að
anskj græningjaflokkurinn komi manni á
í komandi kosningum).
tak ^*e^ur staðfastlega neitað að
s . a þátt í þeirri uppskiptingu í tvær
se°rnrnáta^y*kin8ar. borgara og sósíalista,
ir K1- tlr)kast hefur í Svíþjóð. Flokkurinn seg-
Pau hugtök, sem og uppskiptinguna, úrelt
■ Ingvar Carlson: Erfið jafnvœgisganga fyrlr höndum?
og taki þeir afstöðu eftir hverju málefni fyrir
sig. Þetta hefur m.a. þýtt að í bæjar- og
sveitarstjórnum styðja þeir hvoruga fylking-
una til valda en kjósa til hægri og vinstri eftir
því sem þeim líkar. Oftar virðast þeir þó
eiga samleið með sósíalísku flokkunum,
einkum ef þeir eru í stjórnarandstöðu. Fylg-
isaukningu sína að undanförnu virðist Miljö-
partiet þó ekki sækja til þeirra heldur aðal-
lega til Centerpartiet, sem e.t.v. má líkja við
Framsóknarflokkinn íslenska (Centern hét
Bondeförbundet til 1957).
Ef þingkosningar færu líkt og skoðana-
kannanir spá nú kæmist Miljöpartiet í svip-
aða aðstöðu og flokkurinn er nú í víða í
bæjum, þ.e. hann ræður úrslitum ef fylking-
arnar standa jafnvígar hver gegn annarri því
sósíalísku flokkarnir fengju 47% en hinir
borgaralegu 44,5%. Þetta myndi að sjálf-
sögðu veikja verulega stöðu sósíaldemó-
krata, sem þegar eiga í mjög merkjanlegum
erfiðleikum með að koma málum sínum í
gegn á þingi. Hér skiptir staða kommúnista-
flokksins (VPK) miklu máli. Flokkurinn
hefur lýst því yfir að hann muni ekki standa
að því að fella sósíalíska ríkisstjórn og hefur
af róttækari öflum innan og utan flokksins
verið sakaður um að vera í reynd áhrifalaus
hækja sósíaldemókratanna. Þessi gagnrýni
hefur vaxið mjög að undanförnu, í og með
að stjórn Igvars Carlson hefur þótt þokast til
hægri ekki hvað síst fyrir áhrif hins valda-
mikla fjármálaráðherra Kjeld Olof Feldt.
(Er sænskir atvinnurekendur voru fyrir
stuttu beðnir um að setja saman sína óska-
stjórn kom í ljós að stærstur hluti þeirra vildi
hafa Feldt áfram sem fjármálaráðherra).
VPK má ekki við miklum áföllum eða
deilum því fylgi flokksins í þingkosningum
er yfirleitt milli 4 og 5% og þarf því ekki
mikið til að hann detti út af þingi. Raunar
hefur það gerst í nokkrum kosningum að
sósíaldemókratar hafa bjargað flokknum
með því að greiða honum atkvæði og tryggja
þannig sósíalískan meirihluta á þingi. En
mörgum kommúnistum þykir nú tími til
kominn að flokkurinn verði sjálfstæðari og
sýni sig sem raunverulegan valkost gagnvart
sósíaldemókrötunum. Gagnrýni þessi er
orðin það hávær að líklegt er að á komandi
þingi VPK verði formaður flokksins, Lars
Verner, að sætta sig við að völd hans verði
skert með því að fjóreyki verði valið til að
stýra flokknum.
Miljöpartiet getur vissulega glaðst yfir
vaxandi gengi en það hefur einnig í för með
sér erfiðleika. Athygli manna kemur í ríkari
mæli til með að beinast að þeim og fyrir
lítinn flokk sem er að reyna að brjótast inn á
þing er það lífsnauðsyn að fólk sé stöðugt
minnt á tilveru hans. Á hinn bóginn þýðir
athyglin líka að fjölmiðlar fara að skoða
nánar hvaða stefnu flokkurinn hefur í hinum
ólíku málum. Hingað til hefur hann aðallega
fjallað um umhverfismál. Ómögulegt er að
spá hvort flokksmeðlimir geta komið sér
saman um stefnu í öðrum málum og þá
hvernig væntanlegum kjósendum líst á þá
stefnumörkun. Mikið veltur á hvemig hér
tekst til, því nokkuð víst er að málpípur
flokksins (sprakrör, en svo nefna flokks-
menn þann karl og þá konu sem hverju sinni
gegna því hlutverki að koma fram fyrir
flokksins hönd, en formann hafa þeir eng-
an) koma til með að verða mun meira fjöl-
miðlaefni fram til kosninga en þeir hafa
áður verið.
Fari svo að Miljöpartiet komist á þing og í
úrslitastöðu þar, jafnframt því sem VPK
þokast til vinstri, er víst að sænskir kratar
lenda í ákaflega erfiðri stöðu. Langvarandi
samstarf eða aðstoð frá einhverjum borg-
araflokkanna yrði illa séð meðal stórra hópa
almennra flokksmanna auk þess sem borg-
ararnir eru ekki spenntir fyrir slíkri sam-
vinnu og selja hana dýrt. Ingvar Carlson
gæti því átt erfiða jafnvægisgöngu fyrir
höndum og mun þá fyrst reyna vemlega á
leiðtogahæfileika hans.
■ Ingólfur V. Qfslason/Lundi
23