Þjóðlíf - 01.06.1987, Side 29

Þjóðlíf - 01.06.1987, Side 29
E R L E N T * Bob Hawke: Boftar kosningar 11. júlf. Traust forskot Verkamanna- flokksins Kosningar í Ástralíu ^eð stuttum fyrirvara ^STRALÍUBÚAR ganga að kjörborðinu júlí. Bob Hawke forsætisráðherra Verkamannaflokksins sem verið .hefur við vö'd frá 1984 tilkynnti að haldnar skyldu K°sningar allnokkru fyrr en búist hafði verið y*.®> því enn eru um níu mánuðir eftir af Nörtímabilinu, sem er þrjú ár skv. stjórnar- skrá Ástralíu. í apríl hafði Hawke líka lýst PV| yfir að kosningar yrðu ekki haldnar fyrr á næsta ári. Þinglausnir í fulltrúadeild P'ngsins fóru fram 5. apríl og er kosninga- aráttan stutt og snörp eins og í Bretlandi ^rir nýafstaðnar kosningarnar þar í landi. Endurreisn efnahagslífs Ástralíu er brýnt andamál eins og stjórnin sýndi sjálf fram á í J1131 er hún birti efnahagsskýrslu sem nokk- rs konar fyrirboða fjárlaganna í ágúst. Par r boðaður niðurskurður á ýmsum sviðum I P’nberra útgjalda og þjónustu. Útgjöld til lnna einstöku ríkja sambandsríkisins verða regin saman um þrjú prósent, framlög roa stórlega skorin til heilbrigðismála og , arnarmála, svo nokkuð sé nefnt. Ástralir áh-Orðið 'ba fyrir barðinu á lækkandi verði neirnsmarkaði á hveiti, sykri og kolum að ^ndanförnu. Síðustu tvö ár hafa þjóðartekj- Qr öregist mjög saman, viðskiptahalli aukist 8 erlendar skuldir nema nú 52 milljörðum dollara. Áformin hafa miðað að því að auka fjárfestingu í einkageiranum, efla útflutning og ná aftur stærri hluta innanlandsmarkað- arins undir innlenda framleiðslu. Þegar Bob Hawke rauf þingið 5. júní sagði hann að til kosninganna væri boðið svo stjórnin gæti lokið við að endurreisa efnahagslíf Ástralíu. Stjórnarandstaðan hafði þá stöðvað frumvarp stjórnarinnar sem fjallaði um innleiðingu nýrra nafnskírt- eina, en það var liður í baráttu stjórnarinnar gegn skattsvikum og óreiðu í velferðarþjón- ustunni. Þótt Verkamannaflokkurinn hafi meirihluta í fulltrúadeild þingsins getur stjórnarandstaðan stöðvað mál í öldunga- deildinni. „Með endurnýjuðu umboði kjós- enda getur Verkamannaflokkurinn komið á jafnvægi og bættum efnahag í Ástralíu,“ segir Bob Hawke. Verkamannaflokkur Hawke stendur sterkt að vígi. Eining hefur ríkt innan flokksins allt frá því að hann fór frá völdum árið 1975 og skoðanakannanir gefa flokkn- um traust forskot á stjórnarandstöðuflokk- ana. Innan stjórnarandstöðunnar er hins vegar ríkjandi upplausn því áratugalangt samstarf Frjálslyndra og Þjóðarflokksins tók að riða til falls í byrjun ársins og endaði með miklu ósamlyndi eftir þriggja daga ráð- stefnu í apríl, sem átti þvert á móti að lægja öldurnar innan flokkanna. Þá hrjáir forystu- vandamál báða flokkana því bæði John Howard, formaður Frjálslyndra, og Ian Sinclair, formaður Þjóðarflokksins, hafa verið gagnrýndir fyrir að geta ekki boðið Bob Hawke byrginn. Andrew Peacock, fyrr- verandi formaður Frjálslyndra, nýtur mik- illa vinsælda og er talið að hann einn hefði getað keppt við Hawke í kosningunum en honum var vikið úr forystustólnum fyrir tæpum tveimur árum. Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn hafa verið stærstu flokkar ástral- ska stjórnkerfisins um áratuga skeið og höfuðandstæðingar, en Þjóðarflokkurinn hefur alla tíð átt töluvert fylgi í dreifbýlinu. Aðrir flokkar leika lítið hlutverk í áströlsk- um stjórnmálum. Ástralska kosningakerfið er óvenjulegt fyrir þá sök að þar ríkir kosn- ingaskylda. Kjósendur eru frekar flokks- hollir miðað við önnur vestræn stjórnkerfi og hafa kosningarannsóknir sýnt að u.þ.b. 85% kjósenda hreyfa sig lítt á milli flokka í kosningum. Um 60% kjósenda úr verka- lýðsstétt styðja Verkamannaflokkinn og um 70% millistéttarinnar styður Frjálslynda reglulega sem á mest allt sitt fylgi í þéttbýl- inu. Bob Hawke forsætisráðherra hefur verið sakaður um tækifærismennsku fyrir að nýta sér stöðuna í áströlskum stjórnmálum nú og boða til kosninga fyrir lok kjörtímabilsins og áður en fjárlög fyrir næsta ár eru afgreidd úr þinginu. En allar horfur eru á því að kosn- ingaúrslitin skili Verkamannaflokknum sterkari stöðu þó erfið verkefni í efna- hagsmálum bíði úrlausnar fyrir endurnýjaða Verkamannaflokksstjórn í Ástralíu næsta kjörtímabil. TheEvil Empire ■The Explosíve Latin Connection íiColombia's Diug Lords BU.S.Agents: Taigets for Terror Kókaín á Wall Street Eftirlit með starfsmönnum og lyfjapróf í APRÍL VORU níu starfsmenn verðbréfa- viðskiptafyrirtækisins Brooks Weinger Robbins & Leeds við Wall Street í New York handteknir fyrir að möndla við kókaín á vinnustaðnum. Kókaínnotkun og annað eiturlyfjabrúk er að verða æ algengara í hópi hvítflibba í viðskiptalífinu, rétt eins og innan menningargeirans, svo ekki sé talað um stjórnmálamenn. Til að styrkja ímynd sína og traust út á við sáu ráðamenn fjárfestingabankans Morgan Stanley í Wall Street ekki annað ráð vænna en láta alla starfsmenn bankans gangast reglulega undir lyfjapróf. Hófust þær próf- anir fyrsta júní. Bankinn hefur um árs skeið látið alla umsækjendur um starf í bankanum ganga í gegnum slíkan hreinsunareld en það þykir tíðindum sæta þegar fastir starfsmenn þurfa reglulega að gera hreint fyrir sínum dyrum. Nokkur fleiri fyrirtæki í kauphallar- hverfinu hafa tekið upp á því á síðustu mán- uðum að láta umsækjendur um störf gangast undir slík próf en fastir starfsmenn hafa þó verið látnir í friði til þessa. Þetta hefur þó ekki gengið mótmælalaust yfir. Nokkrir hafa borið fyrir sig einkalífs- vernd, einn bendir á að með þessu sé verið að líta framhjá alvarlegasta málinu á Wall Street um þessar mundir: Fjármálaskand- alnum í kringum spákaupmanninn Ivan Bo- esky. Þar komu eiturlyf hvergi við sögu. Annar segir: Ef verðbréfamiðlunarfyrirtæki treystir ekki starfsmönnum sínum vegna eiturlyfjavandamála, hvernig getur það þá treyst þeim til að ávaxta peninga fólks? 29

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.