Þjóðlíf - 01.06.1987, Qupperneq 30

Þjóðlíf - 01.06.1987, Qupperneq 30
I N N L E N T JÓHANNES SIGURJÖNSSON ■ Guftni Halldórsson: Reynum aft framreifta þaft stórkostlega „hráefni" sem lands- mótift er á þann hátt sem höfftar tll sem flestra. Miðpunktur íslands í þrjá daga Landsmót UMFÍ og Húsavíkurhátíö í einum pakka VIÐ STEFNUM AÐ því að Húsavík veröi, ef ekki nafli alheimsins þá a.m.k. miðpúnkt- ur íslands þessa þrjá daga í júlí“, segir Guðni Halldórsson, framkvæmdastjóri 19. landsmóts UMFÍ, sem haldið verður á Húsavík dagana 10-12. júlí n.k. En hverskyns fyrirbæri er þetta landsmót sem gera á Húsavík að miðpúnkti landsins í sumar, væntanlega í fyrsta sinn í sögunni? Við skulum aðeins líta til sögunnar og reyna að átta okkur á því. Fyrsta landsmót Ungmennafélags fslands hefur ýmist verið talið mótið á Akureyri 1909 eða mótið í Reykjavík árið 1911. Á fyrstu mótunum var glíman að sjálfsögðu aðalkeppnisgreinin, en að auki var keppt í „hliðargreinum“ á borð við hástökk, lang- stökk, stangarstökk, 100 metra hlaup, sund og knattspyrnu. Næsta mót var haldið 1914. Síðan hverfa landsmótin af sjónarsviðinu um langt árabil og það er ekki fyrr en árið 1940 sem þau eru endurvakin og þá mest fyrir tilstilli þess þjóðkunna íþróttafrömuð- ar, Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Frá þeim tíma hafa landsmót verið haldin á þriggja til fjögurra ára fresti og nú síðast í Keflavík og Njarðvíkum. Umfang landsmótanna hafa vaxið jafnt og þétt. Þannig var síðast haldið landsmót í Suður-Þingeyjarsýslu að Laugum árið 1961 og var þá keppt í þrem greinum íþrótta og sjö greinum starfsíþrótta. Keppendur voru 343. Á landsmótinu í sumar verður keppt í ellefu greinum íþrótta, auk starfsíþrótta og fjölda sýningargreina og fjöldi þátttakenda og fararstjóra losar 2000. Undirbúningur landsmótsins hófst strax sumarið 1985, en þá tók til starfa tíu manna landsmótsnefnd, sem hefur starfað óslitið síðan og notið aðstoðar fjölmargra í héraði. Um áramótin síðustu hóf svo framkvæmda- stjórinn Guðni Halldórsson störf og hefur hann skipulagt og samræmt störf hinna ýmsu starfshópa. Mótsdagana er gert ráð fyrir að um 600 manns verði að störfum á vegum lands- mótsnefndar, og raunar verða æ fleiri virkj- aðir í starfi eftir því sem nær dregur lands- móti. Húsavíkurbær kemur að sjálfsögðu inn ' myndina og á vegum hans hefur verið unnið að því að standsetja íþróttamannvirki. íþróttahúsið, vellina, sundlaug, sem verður sérstaklega byggð fyrir mótið og síðan tekin niður aftur. Þá þarf að huga að tjaldstæðum með tilheyrandi hreinlætisaðstöðu, aðkomu- leiðum o.þ.h. Mikið verk og kostnaðarsamt- og eins gott að ekkert stíflist ef tíu þúsund manns verður mál á sömu mínútinni, seú> reyndar er ekki tölfræðilega líklegt! Bæjarbúar eru staðráðnir í því að gera bæinn sem snyrtilegastan fyrir mótið, og verður væntanlega meira unnið í görðum 1 sumar en oft áður, því flestir gera sér greu1 fyrir því að landsmótið er stærsta og rnestí* kynning á Húsavík til þessa, og allir að sjálfsögðu ákveðnir í að sú kynning verð' jákvæð. Verslunareigendur, hamborgaraframleið' endur, íssöluaðilar o.fl. sem hugsa gott 1,1 glóðarinnar, sitja nú með sveitta skalla kalkúlatora og reikna út, t.a.m. hve mikin11 ís þarf fyrir 10.000 manns í tíu stiga hita, °f þá hve mikið dregur úr þörfinni í prósentvi* með lækkun hitastigs. Það er sem sagt skipulega unnið að undif' búningi á öllum sviðum, og mikilvægustl þáttur mótshaldsins hefur ekki gleymst, seu1 sé veðrið. „Við létum kanna veðurhorfur 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.