Þjóðlíf - 01.06.1987, Side 31

Þjóðlíf - 01.06.1987, Side 31
motsdagana í ljósi reynslunnar. Friðjón Guðmundsson bóndi á Sandi hefur haldið dagbók um veðurfar í marga áratugi, og samkvæmt upplýsingum frá honum, sem byggja á veðri s.l. 45 ár eru 77% líkur á mJög skaplegu veðri mótsdagana, en aðeins 2% líkur á grenjandi norðanátt og regni. Samkvæmt þessari spá má segja að við séum 27% bjartsýn á veðrið," segir Guðni Hall- dórsson. bað eru nokkuð skiptar skoðanir á því bye margir landsmótsgestir verði, menn nefna tölur á bilinu 8-25 þúsund. Einu sinni áður hafa gestir á landsmóti verið 25 þús- Ur|d, á Laugarvatni árið 1965, og það sker S|g algjörlega úr hvað aðsókn á landsmót Snertir. Hinsvegar gera flestir ráð fyrir tíu til tólf þúsund manns og undirbúningur miðast þá tölu. Landsmótsnefnd hefur þó vaðið tyrir neðan sig og hefur gert ráðstafanir til Pess að taka á móti mun fleira fólki, þannig það ætti ekki að skapa vandamál, ef til kæmi. »»Það gefur auga leið að kostnaður við Jandsmótið er mjög mikill, við gerum ráð tynr að beinn kostnaður landsmótsnefndar Verði níu til tíu miljónir og ætli beinn kostn- aður bæjarins vegna mótsins verði ekki PrJár til fjórar miljónir," segir Guðni. „Þess utan er mikill kostnaður vegna framkvæmda V|ð íþróttahús og íþróttamannvirki, en það Ur auðvitað fjárfesting sem bærinn hefði Purft að leggja í fyrr eða síðar. Og það má ekki gleyma því að landsmótshaldið losar Um fjárstreymi til bæjarins, og án þess hefðu yiisar framkvæmdir sem nú er unnið að Purft að sitja á hakanum um óákveðinn tima.“ En hvað um tekjuhliðina? „Landsmóts- Uefnd hefur einkum tekjur af sölustarfsemi f ..tjaldstæðum og keppnisstöðum, og svo °fum við eftir föngum reynt að markaðs- Setja mótið á ýmsan hátt. Ýmsar athuga- Sentdir hafa komið fram af því að við „selj- Um mótið, eins og það er kallað, en ég held t„ Þetta komi mótshöldurum í framtíðinni góða. Félagsskapur á borð við ungmenna- |e|ögin, verður að lúta leikreglum samfé- I ^,ns hverju sinni, og það eru aðrar vej_eglur í gildi nú en fyrir 50 árum. Og ég . 1 þessu sambandi minna á Olympíu- he!k.ana í Los Angeles, mest „seldu“ íþrótta- d 'ð allra tíma, sem fyrir vikið varð jafn- 0amt meiri og betri auglýsing fyrir íþróttir síð- '^bttaiðkun en flest annað fyrr og m'í .bynningu á mótinu hefur verið lögð 0 11 áhersla á að auglýsa ýmsar uppákomur jg atriði sem e.t.v. tengjast ekki beint lands- °tinu sjálfu. þar ber hæst Víkingaleikana, hefjast 9. júlí. Víkingaleikarnir eru tit^Pfantakeppni í líkingu við keppnina um end'nn .”^terkasti maður í heimi,“ og kepp- pg,.Urmr eru ekki af verri endanum, Jón g Sigmarsson og Hjalti Árnason, ásamt ÞejtUnurn Geoff Capes og Mark Higgins. aASf '. ePPni em °g sér mun efalaust draga 30 fJolda áhorfenda. ^ Hnfremur er landsmótsgestum gefinn ur á að vera þáttakendur og er mikið ______________I N N L E N T________________ lagt upp úr því að höfða til barna og þá um leið til fjölskyldufólks. Þannig geta börn skráð sig til keppni í kassabílaspyrnu og reiðhjólarallý og eldri mótsgestum er boðið upp á morgungöngu um bæinn með leið- sögn. Leiklist, sýningar, og lifandi tónlist munu setja svip á bæinn mótsdagana, og reynt verður að skapa „karnivalstemningu“. Þá verður fjöldi sýningargreina meiri en á nokkru landsmóti, og má nefna siglingar, karate, kraftlyftingar, dans, íþróttir fatl- aðra, golf og afmælishlaup UMFÍ. Og síðast en ekki síst mætir hluti af 1. deild poppsins til leiks, því hljómsveitirnar MX 21, Skriðjöklar, Greifarnir og Hljóm- sveit Geirmundar, munu skemmta móts- gestum á tónleikum og dansleikjum. Og ekki má gleyma því að Landsmótsnefnd gef- ur út tveggja laga plötu með Skriðjöklum í samstarfi við Samver á Akureyri. Lögin og textarnir eru eftir Húsvíkinginn Bjarna Haf- þór Helgason, þann hinn sama og sigraði í keppninni um Reykjavíkurlag, og annað lagið heitir að sjálfsögðu „Á Landsmót“. Það má því segja að samhliða lands- mótinu fari fram sérstök Húsavíkurhátíð. Og spyrja má, hvað hefur þessi umgerð með landsmótið að gera og hugsjónir ungmenna- félaganna? „Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að þjóðfélagið hefur breyst þó nokkuð frá því fyrsta landsmótið var haldið fyrir 80 árum“, segir Guðni Halldórsson. „Ég hef áður minnst á gildi markaðssetning- ar, eins og t.a.m. stjórnmálamenn hafa greinilega áttað sig á og kom vel fram í kosningunum í apríl s.l. Staðreyndin er sú að fólki finnst „ímynd“ landsmótanna vera orðin þreytt og jafnvel gamaldags. Þeir sem ekki þekkja til hafa á tilfinningunni að á þessum mótum séu einkum einhverjar af- dalakeppnisgreinar og annars flokks keppnismenn. Staðreyndin er allt önnur og því þarf að koma á framfæri. Við erum með albesta fólkið í sundi, frjálsum, körfubolta, o.s.frv. Við erum sem sagt að reyna að breyta þessari ímynd, færa landsmótið meira í takt við tímann. Landsmótin ein og sér geta ver- ið magnaðar samkomur, en það þarf að skapa þeim ákveðna umgjörð sem höfðar til sem flestra. Ný ýsa er stórkostlegt hráefni, en það er ekki sama hvering hún er framreidd. Þú getur skellt henni í pott og soðið og sett upp á disk og kallað síðan: Ný ýsa! — en vísast að fáir vilji éta. En ef þú sýður ýsuna í hvítvíni og berð hana á borð með tómat- og sítrónusneiðum, og e.t.v. steinselju á listi- lega skreyttu fati og kallar: Ýsa de la Húsa- vík, de la UMFÍ!, þá færðu alla til að fá sér bita. Við erum aðeins að reyna að framreiða þetta stórkostlega „hráefni", sem landsmót- ið er, á þann hátt sem höfðar til sem flestra," segir Guðni Halldórsson að lokum. ■ Jóhannes Sigurjónsson/Húsavík Hvað varð um manntalið? Mannekla tefur ÞAÐ ER VON AÐ spurt sé því úrvinnsla manntalsins hefur dregist mjög, en við erum nú að fara að vinna úr því alveg á næstunni. Tíminn hefur til þessa farið í undirbúning á vinnslu og tölvuskráningu gagnanna sem er að mestu lokið,“ segir Hallgrímur Snorra- son hagstofustjóri þegar ÞJÓÐLÍF leitaði fregna af manntalinu mikla sem gert var á árinu 1981 en ekkert hefur spurst til síðan. Hallgrímur segir að manntalið hafi verið í þremur hlutum; einstaklingsskýrsla, húsa- skýrsla og íbúðaskýrsla. Verið er að prufu- keyra öll gögnin og síðan verður farið í að vinna töflur úr gögnunum. „Við vonumst til að geta birt fyrstu niðurstöður síðar á árinu en vegna þess hve þessi úrvinnsla hefur dregist ætlum við ekki að safna öllum upp- lýsingunum saman og birta þær í heild sinni í einu hefti, eins og gert var þegar fyrri manntöl voru tekin, heldur birta einstakar niðurstöður strax og þær verða tilbúnar í sérheftum eða FIagtíðindum,“ segir hann. Hvað merkast í manntalinu segir Hall- grímur sennilega vera haldgóðar upplýsing- ar um heimilin í landinu og einnig um at- vinnuskiptingu, tekjuskiptingu o.fl. þó þær upplýsingar séu að verða nokkuð úreltar. En hann kvað þær upplýsingar þó góðar til samanburðar og hefur nokkuð verið spurt um hvenær þær niðurstöður muni liggja fyrir af ýmsum aðilum í þjóðfélaginu. „Annars vegar er manntalinu ætlað að vera til viðmiðunar vegna þjóðskrárinnar, því það er að mörgu leyti mun fullkomnari upplýsingagrunnur, og hins vegar vegna margskonar annarra upplýsinga s.s. hag- skýrslna og skattaupplýsinga," segir Hall- grímur. Skýringar á því hversu seint hefur gengið að vinna úr manntalinu eru ekki fjárskortur heldur fyrst og fremst skortur á mannskap, segir Hallgrímur Snorrason að lokum. ■ Ómar Frióriksson 31

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.