Þjóðlíf - 01.06.1987, Side 33
I N N L E N T
ELlSABET ÞORGEIHSDÖTTIR
Þiskvinnslukonur í Vestmannaeyjum: Bogya, Svana og Heiöa
Fiskur og fólk
Á ferð í Vestmannaeyjum
þEGAR eldgosid í Vestmannaeyjum
Var í rénum og hugað að möguleikum á
uPPbyggingu staðarins sagði Ólafur Jóhann-
^sson, þáverandi forsætisráðherra, með
anerslu: „Eyjarnar skulu byggjast aftur.“
Og eyjarnar byggðust upp og urðu brátt
a'tur stærsta verstöð landsins með fjöl-
ttennri stétt fiskvinnslufólks, auk vertíð-
arfólks sem sótti þangað á hverju ári. En
n.ndanfarin misseri hefur orðið breyting á.
tflutningur á ferskum, óunnum fiski hefur
aukist mikið, um leið og fiskvinnslufólkinu
®kkar. Sama þróun hefur átt sér stað víða
Urn *ar|d og eru afleiðingarnar þær að skort-
r er á frystum fiski á Bandaríkjamarkaði en
?! á tíðum offramboð á ferskum fiski í
Vskalandi og Bretlandi.
. Oskverkafólki hefur fækkað og skýringin
lr°tst einföld: Léleg laun og erfið vinnuað-
s(ar>a valda því að fólk sækir ekki lengur í
arfið. Endurnýjun er sáralítil í stéttinni og
ttrfsaldur takmarkaður í slítandi bónus.
^ Nú vinna hátt í tvö hundruð útlendingar
‘ fiskvinnslu á landinu og hefur eftirspurn
ar lr er*endu verkafólki aukist að sögn Ósk-
Hallgrímssonar í félagsmálaráðuneytinu.
ýmsum minni stöðum; á Snæfellsnesi,
nnanverðum Vestfjörðum og á Austfjörð-
um, ber erlent verkafólk atvinnuna uppi.
Fjárfest hefur verið í góðum frystihúsum og
togara, en flóttinn á þéttbýlisstaðina og í
önnur störf, hefur leitt til þessarar mann-
eklu í frystihúsunum. Margir Vestmannaey-
ingar töldu ástæðuna einnig vera neikvæð
viðhorf til starfsins í almennri umræðu.
í Vestmannaeyjum eru gerðir út 34 bátar
yfir 20 lestir, sjö togarar, níu loðnuskip, auk
fjölda smábáta. Þar eru rekin fimm frysti-
hús, auk minni fiskverkunaratöðva.
Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags-
ins komu alls 153.943 tonn af afla á land í
Vestmannaeyjum á síðasta ári, sem er mesta
magn á eina verstöð. Stór hluti af aflanum
var loðna og síld, en botnfiskaflinn var
48.677 tonn. Innifalið í þeirri tölu er afli sem
sendur var út í gámum, en það voru alls
11.377 tonn, eða um 23%. Þetta hlutfall
hefur aukist mjög á þessu ári. í mars komu
t.d. 4.233 tonn til vinnslu í Eyjum, en 2.340
fóru í gáma. Til samanburðar komu 5.561
tonn til vinnslu í mars 1986, en 1.660 fóru í
gáma.
Fiskvinnslufólk í Eyjum hefur löngum
verið milli sex og sjöhundruð, en fastráðið
starfsfólk sem lauk starfsgreinanámskeiði er
nú aðeins 290 manns. Frystihúsin auglýstu í
vertíðarbyrjun ítrekað eftir starfsfólki, en
auglýsingarnar báru lítinn árangur.
Þegar tíðindakonur ÞJÓÐLÍFS voru í
Vestmannaeyjum var loðnufrysting á loka-
stigi og hrognafrysting að hefjast. Unnið var
á vöktum mest allan sólarhringinn og gripu
konurnar það fegins hendi því vinna hafði
verið stopul og aðeins greidd kauptrygging í
janúar vegna sjómannaverkfalls. „Loðnan
og síldin bjarga mér fjárhagslega," sagði
Ólöf Hauksdóttir, 31 árs verkakona og ein-
stæð móðir, en hún hefur unnið í Vinnslu-
stöðinni í 16 ár. Á loðnuvertíðinni vann hún
frá 4 eða 6 á morgnana til 12 eða 1 á
nóttunni, oftast sjö daga vikunnar. „Auðvit-
að er ég dauðþreytt og þyrfti að taka mér frí
einn dag í viku, en ég verð að vinna svona
meðan ég fæ vaktirnar."
GÁMAÚTFLUTNINGUR. Við inntum
Guðmund Karlsson, forstjóra Fiskiðjunnar,
álits á hinum aukna útflutningi á ferskum
fiski á Evrópumarkað. Taldi hann þann út-
flutning eðlilegan, þar sem hráefni hefði
vantað og nýr flutningsmáti auðveldaði út-
flutninginn. „Við erum smáir og getum ekki
tekið við öllum afla sem berst á land,“ sagði
hann. „Við megum samt ekki brjóta niður
okkar eigin fiskvinnslu. Veiði í Norðursjó
getur aukist aftur og gengi dollarans færst í
eðlilegt horf. Útgerðarmenn reyna auðvitað
að selja fiskinn þar sem hæst verð fæst fyrir
hann.“
„Gámaútgerðin er best rekna útgerðin í
33