Þjóðlíf - 01.06.1987, Page 44

Þjóðlíf - 01.06.1987, Page 44
ÆTLAR ÞU AÐ SÆKJA UM HÚSNÆÐI SLÁTi ? HÉR ERU NOKKUR GRUNDVALLARATRIÐI FYRIR VÆNTANLEGA UMSÆKJENDUR • Undirbúðu vel kaupin eða bygginguna. Gerðu eins nákvæmar áætlanir fram í tímann og þú getur. • Byrjaðu tímanlega að leggja fé til hliðar. Semdu um reglubundinn sparnað í ákveðinn tíma við banka eða sparisjóð, og lán í kjölfarið. • Kynntu þér lán Húsnæðisstofnunar, lánsrétt þinn, lánskjörin og afgreiðslumáta lánsins. • Fáðu viðtal hjá ráðgjafastöð Húsnæðisstofnunar. Leggðu fyrirætlanir þínar fyrir starfsfólk hennar, leitaöu álits og fáðu ráðleggingar. • Sendu stofnuninni umsókn um lán. Gættu þess vandlega að öll tilskilin gögn og fylgiskjöl fylai með. Ef þau vantar, getur það valdið umtalsveroum töfum á afgreiðslu umsóknar þinnar. • Hafir þú lánsrétt, berst þér lánsloforð frá okkur þar sem tilgreind er hámarkslánsfjárhæð og hvenær lánið kemur til útborgunar. Hafðu hugfast, að lánsloforðið þitt er aðeins gilt gagnvart þér, þ.e. þeim sem þao er stílað á, enda byggist það alfarið á réttindum þínum hjá okkur. Það er því ógilt gagnvart öllum öðrum og er ekki framseljanlegt gagnvart þriðja aðila. • EKKI aðhafast neitt á fasteignamarkaðnum fyrr en þú hefur fengið skriflegt lánsloforð í hendur. • Þú skalt HVORKI KAUPA NÉ SELJA fyrr en lánsloforð liggur fyrir. • í lánsloforðinu eru útborgunardagar lánsins tilgreindir. Þess vegna getur þú auðveldlega miðað innborganir í kaupsamningi við útborgunardaga lánsins. Það er öruggast fyrir bæði kaupendur og seljendur. • 3 MÁNUÐUM FYRIR ÚTBORGUN LÁNSINS þarftu helst að hafa sent okkur öll tilskilin gögn. Gættu þess að kynna þér tímanlega hver þau eru. Oftast er um að ræða kaupsamning, teikningu, fokheldisvottorð og vottorð um vátryggingu. HAFÐU ÞESSI GRUNDVALLARATRIÐI í HUGA ÞEGAR ÞÚ UNDIRBÝRÐ STÓRA SKREFIÐ. KAPP ER BEST MEÐ FORSJÁ! Gangi þér vel! P.S. Þú ættir að geyma auglýsinguna. #> Húsnæðisstofnun ríkisins

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.