Þjóðlíf - 01.06.1987, Síða 47
I N N L E N T
1983 var sett auglýsing í DV þar sem kona
auglýsti eftir karlmönnum og bað um fjár-
hagsaðstoð. Henni bárust allt að 40 bréf og
þeir sem sendu bréfin höfðu allir skilið
auglýsinguna á sömu leið: „Kona til sölu/
leigu“. Sama auglýsing var sett aftur 1985 og
uú bárust enn fleiri bréf — í kringum 50
talsins og þar var sama sagan og verulegar
uPphæðir í boði ef veitt var rétt þjónusta.
Fleiri af viðmælendum mínum höfðu
reynt þessa aðferð til þess að ná sér í við-
skiptavini og tekist vel til.
Af þessu má ljóst vera að ekki skortir
eftirspurn eftir þessari þjónustu hér, þrátt
fyrir að margir munu telja að hvergi væri
auðveldara að ná sér í ókeypis konur en hér
a landi þar sem konur væru með eindæmum
frjálslyndar í þessum málum.
En eins og einn viðmælenda minn sagði
Sem var viðskiptavinur og hafði svarað
auglýsingu af þessu tagi, þá taldi hann „mun
hetra að vera viss um hvað maður fær með
Þv' að greiða fyrir veitta þjónustu en að
eyða miklum tíma á öldurhúsum borg-
ar'nnar, og lenda með einhverri sem alls
ekki skilur eða vill veita þessa þjónustu".
Svo mörg voru þau orð.
V«NDI . ALLTAF TIL STAÐAR? Pað
Ur talinn góður siður þegar fjalla á um
akveðin fyrirbæri að byrja á að skilgreina
Uvað átt er við í það og það skiptið og út frá
Verju maður gengur þegar ákveðin hugtök
eru notuð.
Hvað vændi varðar, þá dettur manni ým-
legt misjafnt í hug og segja má að sitt
sýnist hverjum.
Eru t.d. eiginkonur þær helstu vændis-
°nur sem finnast? Þær sem taka við
aunaumslagi mannsins síns einu sinni í viku
ug sofa síðan hjá honum með fýlusvip á
°studagskvö!dum, það er það sem hann fær
ut úr félagsskapnum, það sem honum ber og
kert meir, þær sjá um að skúra og bóna?
‘ U|nir hafa gerst svo djarfir að halda þessu
Aðrir segja að það sé hreint og beint
n®ndi þegar að konur gifta sig til fjár, þ.e.
■ ser ' maka sem er góður „skaffari“ og
l_ann hefur síðan einkarétt á því að nota
fr,ama þeirra í staðinn. Hér koma hinsvegar
^uni raddir sem segja að svo lengi sem
e, !ns se um að ræða einn mann geti þetta
a^ 1 talist vændi. Þeir halda áfram og segja
e-vamdi sé það þegar um er að ræða marga
ist .^klinga, og við þessa skilgreiningu bæt-
s'ðan að greiðslu verði að inna af hendi.
tak- Vanclast nú aftur málin þvf hægt er að
Sa 8reiðslu í ýmsu formi. Þá hafa menn
þet- se einung's um vændi að ræða
jn.f r tekið er við hreinum og klárum pen-
nrT) m’ „Það að ég sef hjá viðgerðarmannin-
þes Sem gerði við þvottavélina mína í stað
Samlaö bor8a honum“ telst því ekki vændi
M væmt Þessu-
Uui er abs elcki sv° einfalt og við verð-
skirf . k°ma okkur niður á eina ákveðna
greiningu áður en við höídum lengra.
tnar .ennarannsóknir síðustu ára hafa leitt
8 ' ljós varðandi konur og þær hafa
skoðað kynsystur sínar á öllum sviðum. Þar
er vændi engin undantekning. Þegar þær
ræða þessi mál nota þær skilgreiningu sem
gengur út á það að vændi sé „þar sem tveir
eða fleiri aðilar semja sín í milli, annar hefur
eitthvað til sölu (blíðu) og hinn vill kaupa
þessa þjónustu“. Hvort sem greitt er í
beinhörðum peningum eða öðru skiptir ekki
máli — það er þetta sem er vændi.
Nú er það einnig svo, að hægt er að horfa
á vændi út frá mismunandi sjónarhornum.
Það er t.d. hægt að skoða hvað er löglegt og
hvað siðlegt. Þetta hvortveggja er mismun-
andi eftir löndum og menningu. Það getur
líka verið þannig að eitt form af vændi sé
leyfilegt en annað ekki. Svo er t.d. um
ísland, en hér finnst ekkert í lögum sem
bannar konum sem einstaklingum að selja
sig. Fari þær hinsvegar að færa út kvíarnar
og setja þetta í fyrirtækjaform þá er það
bannað og ólöglegt.
Aftur á móti eru allar tegundir vændis
leyfðar í Þýskalandi, það þarf aðeins tilskilin
leyfi til.
Talandi um hvað er siðlegt og hvað ekki
vandast málið enn meira og ekki ráðlegt að
fara langt inn á þær brautir hér. Þar nægir
aðeins að nefna að slíkt tengist menningu og
einnig því hvernig almenningur skilgreinir
fyrir sjálfum sér það hugtak. Sem dæmi má
segja að það þykir ekkert ósiðlegt að fara
ein á bari hér á landi en það þætti alls ekki
við hæfi í Osló.
MENNING. Vera kann að mörgum þyki
skjóta skökku við að tala um menningu
þegar verið er að fjalla um vændi. En eins
og áður sagði tengist þetta menningu hverr-
ar þjóðar og svo er einnig um ísland. Við
höfum mörg hver heyrt, jafnvel séð og
kannað Istedgade í Kaupmannahöfn, Repe-
bahnen í Hamborg, Rauða hverfið í Am-
sterdam og Ráðhústorgið í Osló, svo eitt-
hvað sé nefnt. Þessir staðir eiga sér langar
hefðir að baki, sumir svo langar að hægt er
að lesa um þá á spjöldum sögunnar og enn
aðrir finnast auglýstir í ferðamannabækl-
ingum.
Við eigum ekkert þessu líkt og það eina
sem við stærum okkur af tengt þessu er að
við eigum stærsta diskótek í Evrópu og fara
margir ferðamenn þangað með ýmsar vonir
í brjósti.
Hinsvegar finnast heimildir um vændi á
spjöldum íslandssögunnar. Það þarf ekki
meira en að fletta upp í Öldinni okkar til
þess að finna fyrirsagnir eins og „Hundruð
reykvískra kvenna hafa mök við setuliðs-
menn“ og er hér átt við ástandsmálin svo-
kölluðu. Mun hér hafa skapast mjög sér-
stakt ástand þar sem konur á öllum aldri
gerðu sér mat úr dvöl erlendra hermanna
hér á landi. Þáverandi landlæknir lét gera
könnun — þá einu sem til er um vændi á
íslandi — um það hversu margar konur og á
hvaða aldri þær væru sem í þessum ósköpum
stæðu. Sýndist nú sitt hverjum um þetta mál
og var haft á orði að ekki væri undarlegt að
konur reyndu nú loksins að gera sér pening
úr undirlífi sínu, þar sem þetta hafi alla
jafna fengist frítt!
MISMUNANDI TEGUNDIR. Til glöggv-
unar má skipta vændi í fjórar mismunandi
tegundir, allt eftir því hvar það er stundað
og hvernig það er veitt. Það skal tekið fram
að hér er aðeins um grófa skiptingu að ræða
og aðeins notað til þess að glöggva sig á því
hvað t.d. er til á íslandi.
Fyrst er þá að telja götuvændið, en það er
eitt algengasta formið af vændi og alla jafna
það ódýrasta. f Osló kostar t.d. einn „ligge-
tur“, sem tekur sennilega 15 mín., 400 krón-
ur norskar í dag eða um 2.300 krónur ís-
lenskar. Þetta er með því ódýrasta sem ger-
ist en þó mun þessi þjónusta vera mun ódýr-
ari í Þýskalandi. Við þessa tegund af vændi
tengjast flestir vímuefnaneytendur, þ.e þeir
einstaklingar sem eru í hvað mestri þörf að
fjármagna neyslu sína. Þetta finnst á íslandi
okkar daga og er með svipuðu sniði (sjá
viðtal annars staðar). f annað sætið má setja
hótel og veitingastaðina. Þetta er nokkuð
algengt form og þar er vændi stundað bæði
með og án vitneskju þeirra sem reka stað-
ina. Hér er um að ræða dýrari þjónustu og
vandaðri, ef svo má að orði komast. Hér á
landi finnst þessi flokkur en það hefur hing-
að til reynst erfitt að komast í bein tengsl við
þá sem stunda þetta. Þó er vitað um erlenda
ferðamenn eða gesti sem hafa komið hingað
og verið boðin slík þjónusta af hálfu þeirra
gististaða sem þeir dvöldu á.
í þriðja sætið má svo setja bari, klúbba og
nuddstaði með meiru, sem ku afar vinsælt
og hægt að fá hina margvíslegustu þjónustu
og allar óskir eru sagðar rætanlegar. Þetta
mun ekki finnast hér í neinum mæli en um
það skortir upplýsingar. Fjórða sætið er
hvað vinsælast á íslandi en það eru tengsl í
gegnum allskonar auglýsingar og kunnings-
skap. Hér er um að ræða boð á þjónustu
sem oft er mjög sérhæfð og að reyndra
manna sögn mjög góð. Konur hér á landi
sem stunda þessa iðju segja að ekki nægi að
vera góð í kynlífi, bæði þurfi að koma til
gott útlit, almenn þekking og reynsla. Þetta
kemur auðvitað heim og saman við það orð
sem við íslendingar höfum á okkur, nefni-
lega að við erum eða viljum vera heimsborg-
arar í sem víðastri merkingu.
HVERJAR ERU VÆNDISKONUR?
Þetta er spurning sem brunnið hefur á mörg-
um, og þá sérstaklega tveim hópum; þeim
sem vilja kaupa þessa þjónustu og þeim sem
áhuga hafa á því að rannsaka málin. Tölu-
vert liggur fyrir af rannsóknum á þessu sviði
og ekki úr vegi að skoða það örlítið. Þessu
til viðbótar liggja fyrir upplýsingar um
vændi og vændiskonur í sjálfsævisögum og
viðtalsþáttum, en þetta hefur birst á síðustu
árum, að ógleymdum upplýsingum frá sam-
tökum vændiskvenna. Það er ekki lengra
síðan en í fyrra að vændiskonur fjölmenntu
til Sviss til þess að halda ráðstefnu um sín
málefni. Þar bar ýmislegt á góma og var
m.a. rætt um lífeyrisgreiðslur, eftirlaun og
47