Þjóðlíf - 01.06.1987, Page 49

Þjóðlíf - 01.06.1987, Page 49
I N N L E N T tryggingamál - og auðvitað var mál mál- anna rætt; starfsgreinin og með hvaða hætti mætti lögvernda starfsheiti og greinina sem' slíka. í*að má bæta því við hér að franskur blaðamaður tók að sér að skrifa um vændis- k°nur og þá út frá „sérhæfingarsjónar- horni“. Hann komst m.a. að því að alls ekki allar konur í þessari stétt ættu rétt á því að bera heitið vændiskona, því það þyrfti lág- marksþekkingu á þessu sviði sem í öðrum starfsgreinum. Talandi um hverjar séu vændiskonur þá er ekki úr vegi að drepa lítillega á þeim augmyndum sem almenningur elur með sér I um það hverjar séu í þessari grein. Sam- kvæmt því munu vændiskonur vera þær kon- m sem sviknar hafa verið í tryggðum, hafa kynnst slæmum karlmönnum, verið beittar °fbeldi eða hafa á annan hátt eyðilagt sitt líf °g flekkað sitt mannorð. Nútímaímyndin af v<£ndiskonu er kona sem þarf á þessum pen- 'ugum að halda til þess að fjármagna vímu- efnaneyslu sína. Rannsóknir okkar daga syna hinsvegar fram á að vændiskonur finn- ast í öllum stéttum, með allskonar útlit og IÞORVAHÐUH ÁRNASON bakgrunn, sumar hverjar jafnvel vel menntaðar. Hér má t.d. segja frá kínversk- um alþýðustúlkum, sem á okkar dögum eiga ekki kost á öðru en að selja sig vilji þær stunda háskólanám, þar sem þær hafa ekki möguleika á að fjármagna námið á annan hátt. Nýleg rannsókn frá Finnlandi sýnir að þarlendar vændiskonur eru langflestar það sem við köllum venjulegar konur. Þær eru flestar giftar, eiga börn og koma frá venju- legum heimilum. Þær velja vændi sem auka- starf til þess að drýgja tekjur heimilisins - bæði með og án vitneskju makans. Þær eru ekki vímuefnaneytendur sem þurfa mikla peninga til þess að fjármagna neyslu. „Vændi", sögðu finnsku konurnar, „er þægi- legt starf sem býður upp á sveigjanlegan vinnutíma og skjótaflaðra tekna, flest skatt- frítt.“ Þess má geta, að auðvitað finnast margar einstæðar mæður í þessari finnsku rannsókn og þá stunda þær vændi af sömu ástæðum og hinar giftu, munurinn er sá að þær þurfa að vinna meira, afla meiri tekna. Hinsvegar sýnir rannsókn frá Noregi allt aðra hlið á þessu fyrirbæri sem vændi er. Það skal tekið fram að hér var að mestu talað við konur sem stunda götuvændi og langflestar þeirra eru háðar vímuefnum að einhverju leyti. Raunar eru flestar þannig að þær þurfa að vera undir áhrifum til þess að geta stundað þessa iðju sín. Finnsku kon- urnar sem rannsóknin greinir frá eru hins- vegar flestar í einkaviðskiptum með fasta og ^Evintýralegur partur_________________________________ 'Jng kona, rúmlega þrítug, meö tvö börn FÉLLST Á AÐ segja sögu mína, birta hana opinberlega, án Þeí>s að nafns míns væri getið, og einnig þannig að ytri aðstæðum Væri breytt þannig að ekki væri unnt að þekkja mig sem einstakling. Segja má að þessi hugmynd hafi kviknað eitt haustið þegar ég m*ssti námslánin mín, en ég var þá á þriðja ári við Háskóla íslands. Rurnlega tvítug átti ég mitt fyrsta barn og annað tveimur árum semna. Ég var í sambúð í þrjú ár, en síðan slitnaði upp úr henni. Ég afði lokið stúdentsprófi en ekki farið í neitt framhald þar sem ég var með börnin. Ég fékk góða vinnu hjá innflutningsfyrirtæki, náði að kaupa mér íbúð eftir að ég hafði fengið arf eftir ættingja og að auki átti ég bílskrjóð. Þetta dugði okkur ágætlega en ég varð að V|nna mikið til þess að hafa nóg á milli handanna. bJpp úr 1980 fór ég í Háskólann, vann á sumrin og tók lán á eturna. Ég vann með skólanum og svo fór að lokum að ég missti aamslánin mín. Börnin voru nú orðin sæmilega stálpuð og annað að' í skóla. Ég þekkti félagsmálastofnun af fyrri reynslu og vissi íh A® myndi efíici fa neina fyrirgreiðslu þar, þar sem ég átti eigin uð og bíl og hafði auk þess haft sæmilegar tekjur. Ég fór því að , t,a.Þvf fyrir mér hvað ég ætti að gera til þess að ná í aukatekjur — p ^ an þess að leggja nótt við dag. þekkti til í viðskiptaheiminum og vissi að oft vantaði karl- g enn félagsskap kvenna og þá með því jafnvel að greiða vel fyrir. það e§ farid n°kkrum sinnum út með þessum mönnum en s Vai- algjörlega án allra skuldbindinga og á mínu valdi hvort ég l nJá þcim eða ekki. Ég hafði samband við kunningja minn og einh Sa®dist skilja stöðuna og lofaði að hafa samband við mig þegar vil nvað ræki á hans fjörur. Hér var um að ræða karlmenn sem ðu fá fylgd, en það er það sem við köllum þetta. Ekki vændi. ko 3lln'® Þróaðist þetta einhvern veginn; ég hafði smám saman utan'0 Uf>f> f°stum samböndum við allnokkra karlmenn, suma g1 af *ar>di, aðra erlendis frá og enn aðra úr borginni. Van® nafði það mjög gott fjárhagslega, mér gekk vel í skólanum og g . ' eins og ég vildi kalla þetta — að meðaltali þrjú kvöld í viku. bör ■ mjd8 góða aðstöðu þar sem systir mín bjó hjá mér, svo n,n Þurftu aldrei að fara að heiman; það var bara ég sem hafði „næturvaktir" á hóteli. En hótel eða herbergi úti í bæ voru þeir staðir sem ég notaði fyrir mína vini - ég fór aldrei með þá heim. Ég kom mér upp ákveðnu kerfi í sambandi við hótelin, sem ég vil ekki segja frá hér, en það var aldrei neitt mál að komast þar inn. Talandi um tekjur þá þénaði ég vel eða sem svarar tveimur góðum mánaðarlaunum með 12 kvöldum/nóttum í mánuði, eða ca. 120 þúsund. Nú finnst mér þetta hafa verið fremur ævintýralegur partur af lífi mínu, en mér fannst á þessum tíma að ég hefði ekki neitt annað val ef ég vildi halda því sem ég hafði. Nú hef ég þroskast töluvert, og þótt ég stundi ekki lengur þessa iðju að neinu marki á ég ennþá góða vini frá þessum tíma sem hitta mig enn. Langflestir mínir vinir voru giftir, fjölskyldumenn í góðum og oft ábyrgðarstöðum í okkar þjóðfélagi. Þá langaði í tilbreytingu eða annað álíka, og ég varð aldrei vör við annað en að þeir virtu mig á allan hátt þótt þeir vissu að ég átti fleiri vini. Ég persónulega tel að til þess að geta verið svona í þessu þurfi maður að hafa ýmislegt til að bera. Maður má ekki vera alveg tómur í kollinum og ég þurfti að fylgjast vel með því sem var að gerast, líta vel út og kunna mig á allan hátt. Það var nauðsynlegt til þess að geta tekið þátt í samræðum. Ég fékk mörg mismunandi tilboð og sum voru skemmtileg, önnur ekki. Ég hitti á vonda menn sem vildu láta lemja sig eða þá berja mig eða annað álíka masókískt, en ég var fljót að forða mér í þeim tilfellum og þeir fengu ekki að koma aftur. í dag er ég mjög vel stödd fjárhagslega, hef mjög vel launaða vinnu með mínu námi sem ég er að ljúka, en því er ekki að neita að ég á ennþá vini sem hitta mig og við höfum það gott saman. Stundum gefa þeir mér peninga, en þeirra peningar eða gjafir er ekkert sem ég þarf á að halda í dag eins og þegar ég var heima á íslandi. Persónulega vil ég ekki skilgreina þetta sem hreint vændi - það er annað í mínum huga — en auðvitað er það vændi ef maður tekur peninga fyrir. Ég held ekki að ég hafi neinn móral eða annað; þetta er að sumu leyti sjálfsbjargarviðleitni. í dag er ég frjáls manneskja og get gert það sem ég vil. Hefði ég hinsvegar látið deigan síga þegar ég missti námslánin forðum daga og steypt mér út í skuldir, þá væri ég ekki það sem ég er í dag. Að auki hefði mér fundist meiri niðurlæging í því að þurfa að leggja allt mitt líf undir á Félagsmálastofnun til þess að fá nokkrar krónur heldur en selja mig beint, eins og ég gerði. Ég tel að miðað við aðstæður hafi ég valið rétt. 49

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.