Þjóðlíf - 01.06.1987, Qupperneq 50

Þjóðlíf - 01.06.1987, Qupperneq 50
I N N L E N T ÞORVARÐUR ÁRNASON Eins og félagsráðgjöf Kona á fimmtugsaldri ÉG VEIT SVO SEM ekki á hverju ég á að byrja. Ég held aö ég sé ekkert merkileg þótt að ég hafi tekjur sem vændiskona. Ég giftist mjög ung manni sem var töluvert eldri og reyndari en ég. Börnin komu fljótlega og þau urðu mörg, þannig að ég hafði nóg að gera heima. Maðurinn minn var fremur drykkfelldur, þannig að mikið af peningum fór til vínkaupa og mig vantaði peninga til að reka heimilið. Ég vildi vera heima en mig vantaði vinnu. Ég gerðist dagmamma, og tók börn heim til mín. Brátt komst upp sá kvittur að maðurinn minn væri róni og ekki væri allt í lagi hér heima hjá okkur. Þetta varð til þess að foreldrar hættu að biðja mig að passa börn, þótt enginn kvartaði. Eftir þetta fór ég að vinna úti almenn störf en þetta var illa launað. Börnin mín stækkuðu og ég skildi við manninn minn. Það var meiri þörf á tekjum og ekki gat ég lifað á þeim bótum sem ég hef fengið. Ég hef skriðið niður á ,,féló“ eins og margir, en lítið haft upp úr því krafsi. Ég vissi að ég varð að gera eitthvað til þess að hafa peninga. Ég hef alltaf haft gaman af því að fara út að skemmta mér, tala við fólk og dansa. Ég hef ekki notað neitt af víni eða öðrum efnum og hef enga þörf fyrir slíkt. Smámsaman hafði ég kynnst töluverðum hópi karlmanna sem vildu hjálpa mér fjárhagslega og við lékum okkur í staðinn. Ég hafði séð þetta bæði hér heima og erlendis og hafði einnig persónu- lega reynslu af kynlífi og kunni talsvert fyrir mér í því. Ég hef aldrei litið beint á þetta sem vændi - frekar sem aðstoð við karlmenn, hjálp. Ég lít heldur ekki á þennan hóp af mönnum sem ég þekki sem viðskiptavini, heldur sem vini mína. Þetta er sæmilega stór hópur sem ég hef fast samband við, svona á milli 15-20 menn. Langflestir eru giftir, í góðum stöðum og með góð laun. Það getur verið að mörgum finnist að þeir borgi mér mikið, en það er upp og ofan. Ég set ekki upp neitt fast, menn borga vel ef þeir eru ánægðir. Það þarf heldur ekki alltaf að vera að við förum saman í rúmið. Ég man t.d. eftir einum sem kom og horfði á eina bláa spólu og greiddi mér 20 þúsund fyrir að horfa á hana og tala við rnig. Mér finnst algengt að hingað komi menn sem aðeins vilja tala um sín mál, kynferðis- og kynlífsmál sem þeir geta ekki talað um heima við sínar konur. Þeir þurfa alls ekki að vera orðnir leiðir á sínum konum, heldur langar þá til þess að gera eitthvað í rúminu sem þeir vilja ekki eða þora ekki að biðja konurnar sínar um. Ég hef líka fengið skrýtna menn í heimsókn, menn sem vilja kannski fá að berja mig eða láta mig gera eitthvað álíka og bjóða ofsaháar upphæðir fyrir. Ég vil ekki taka þátt í slíku og ég held að það séu einmitt þessir menn sem lenda í vandræðum. Þeir menn sem koma til mín geta komið á öllum tímum sólar- hringsins, þó aldrei án þess að hringja á undan sér og athuga hvort allt sé í lagi. Eins fá þeir ekki að koma ef þeir eru fullir. Sjálf fæ ég talsverða ánægju út úr þessum samböndum mínum, þó ekki sé annað en að ég veit að ég get veitt flestum þeirra það sem þeir vilja og eru að borga fyrir. Ef menn vilja koma til mín verða þeir að þekkja annan mann sem ég þekki. Þannig reyni ég að tryggja að þetta sé öruggt. Það hafa komið til mín pör eða hjón og við höfum öll fengið mikið út úr því. Það kemur líka oft fyrir að hingað hringja konur og biðja mig um að redda sér manni sem á peninga. Þær eru þá í slæmri aðstöðu - á að fara að loka rafmagninu, síma eða þurfa að borga húsaleigu og þær vantar peninga strax. Ég hef oft látið þær hafa nöfn á mönnurn og þannig hjálpað þeim. Þannig hafa líka aðrar konur náð sér í föst sambönd sem þær hafa haldið. Hingað kemur líka kona sem vill fá karlmenn, og þá veit maðurinn hennar um það líka. Þau þurfa bæði á pening að halda. Vandamálið við þessar konur er oft það að þær vilja ?kki gera þetta nema fullar eða undir öðrum áhrifum. Þær vilja vura í feluleik með þetta. Ég er ekki sammála því. Sjálf hef ég auglýst og reynt að fá konur til þess að vinna með mér í alvöru. Það er veruleg eftirspurn og ég get alls ekki annað henni. Ég hef t.d. auglýst og þá fékk ég hauga af bréfum. Ég hef líka hugsað mér að stofna klúbb og mig langar að gera þetta allt löglegt. Ég hef líka lent í slæmum mönnum sem viljað hafa mér illt. 1 þeim tilfellum hef ég kallað til lögreglu og þeir hafa alltaf hjálpað mér. Ég á góða vini á réttum stöðum í bænum og hef ekkert aö óttast. Það eru án efa margir sem velta því fyrir sér hvernig hægt sé að leyna svona starfsemi. Það hafa líka komist sögusagnir á kreik og þá hefur það bitnað verst á börnunt mínum og ættingjum. Þetta er sárt þar sem það var í og með barnanna vegna að ég náði mér < tekjur á þennan hátt. Auðvitað eru þau ekki ánægð með starf mitt og ekki heldur mínir ættingjar, en ég tel mig hafa allan rétt til þess að velja og ég get ekki sagt að ég sjái neitt eftir því að hafa valiö þetta sem mína vinnu. Ég meina, ef ég væri nú bara „venjuleg" kona sem færi á böll og kæmi heim helgi eftir helgi með nýjan mann, þá myndi enginn segja neitt, en af því að ég tek peninga fyrir þá er ég mella. Mér finnst þetta ekki rétt. Reyndar eru karlmenn ekki síður mellur þegar að þeir geta sofið hjá hverri sem er, ef við skoðum þetta þannig. Ég held að ég sé verulega sjálfstæð og ef eg myndi fara aftur í sambúð þá yrði það vegna þess að ég elskaði hann en ekki vegna þess að hann ætti peninga. Ég hef stundum pælt í því að ef ég hefði viljað læra eitthvað þ;1 væri það félagsráðgjöf eða eitthvað álíka þar sem mér finnst ég stundum meira í því starfi en því að leika mér við karlmenn Ég fer reglulega í læknisskoðun og eftir að eyðni kom þá notast ég við smokka. Þeir eru skilyrði. Reyndar er ég ekki hrædd við þetta því að ég veit að mínir vinir eru öruggir og ég reyni að vera það einnig. Framtíðin. . . Ég er svo sem sæmilega fjárhagslega tryggð en m<g langar líka stundum til þess að geta verið í fríi og haft minn tíma e" ég þarf enn á þessari fjárhagsaðstoð að halda til þess að sjá fyrlf mér og mínum. Den tid, den sorg. . . 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.