Þjóðlíf - 01.06.1987, Side 54
F Ó L K
Smithereens
s
til Islands
Hljómleikar í Hard Rock
Café
UNDIR LOK SJÖUNDA áratugsins tóku
að spretta upp rokkstaðir kallaðir Hard
Rock Café í Bandaríkjunum. Nú er komin
upp slík keðja rokkstaða undir þessu merki í *
velflestum löndum í Vestur Evrópu. Þann 4.
júlí opna Tómas Tómasson og félagar fyrsta
rokkstaðinn, Hard Rock Café, hér á landi í
Kringlunni. Á opnunina mæta góðir rokkar-
ar og vinsælir hér, hljómsveitin Smithereens
frá Bandaríkjunum.
Smithereens héldu tvenna tónleika í
óperuhúsinu í febrúar og fengu fulla aðsókn
og miklar vinsældir. Að sögn Ásmundar
Jónssonar í Gramminu, sem annast milli-
ÞORVARÐUR ARNASON
■ Sprellaft vl& útvarpshúslft.
Geðþekkir
og skondnir
Datnir og Kushiner í
heimsókrv
HÚBBLA HÚLLÝ HÚLL. . ! gelti
krakkaskarinn við vesturálmu nýja útvarps-
hússins í Efstaleiti klukkan hálf tólf að
morgni 29. maí og sjá: Fram stigu þeir firna-
vinsælu ísraelar Avi Kushiner og Nathan
Datner og tóku að syngja Eurovisionslagar-
ann Shir habatlanim með tilheyrandi látum.
Frá því að þessir skondnu söngvarar og
leikarar úr ferðaleikhúsi í fsrael gerðu fram-
lag sitt til Eurovisionkeppninnar vfðfrægt
hefur ekkert lát orðið á vinsældum þeirra
hér á landi og ungir og aldnir hafa trallað
lagið þeirra létta inn á fyrstu sæti vinsælda-
lista útvarpsstöðvanna.
Þeir Kushiner og Datner voru hér í boði
Rásar-2 og veitingahússins Evrópa og héldu
þá smáskemmtun við útvarpshúsið nýja í
beinni útsendingu á rásinni. „Við komum
ekki síst til að hitta góðvini okkar íslenska
sem við kynntumst í Brussel," sögðu þeir
félagar geðþekkir og hressir. Hér njóta þeir
líka meiri vinsælda en meðal alvarlega
þenkjandi dómnefnda Eurovisionkeppn-
innar. . .
göngu fyrir tónleika Smithereens nú eins og
áður, spila þeir væntanlega tvö kvöld í
Reykjavík. Smithereens spila einfalt og
vandað rokk í anda áranna milli 1960 og 70
en eru þó engar afturgöngur fyrir týnda
kynslóð í nostalgíuvanda, heldur framsækin
og góð rokksveit í fullu gildi sumarið 1987-
Aurora 2_______________________
Árni Páll og Eggert á
Sveaborg
í HERSKÁLANUM svokallaða á Svea-
borg, eyju rétt fyrir utan Helsinki. hófst í
byrjun maí samnorræn sýning á því sem
mesta athygli vekur og því áhugaverðasta í
listum á Norðurlöndunum um þessar mund-
ir, nefnilega því sem á listamannamáli og
ensku kallast installation eða uppröðunum
verka með tilliti til rýmis. Sýningin ber yfir-
skriftina Aurora 2 og þeir félagarnir Árni
Páll og Eggert Pétursson taka þátt í henni
fyrir íslands hönd. Þar sem Norræna lista-
miðstöðin sem stendur fyrir sýningunni
hafði boðið þeim báðum til Finnlands til að
vera viðstaddir opnunina þótti tilvalið að
grípa tækifærið og ræða við þá um þeirra
hlut í sýningunni.
Eftir að hafa fundið okkur stað í kaffikrók
gallerísins til þess að ræða saman í friði og
ró, segist Eggert vera með frekar gömul
verk á sýningunni, aðallega olíumálverk en
þó eitthvað frá því á sýningunni sem hanr
hélt í Nýlistasafninu í vetur. Hann hefur þó
bætt inn í tveimur glænýjum verkum fyrir
þessa sýningu. Eggert vinnur eingöngu í tví-
vídd, hann vinnur út frá rýminu jafnframt
því sem hann tekur tillit til þess þegar hann
setur verkin upp. Eftir því sem ný verk
koma inn í myndina breytir hann svo upp-
röðuninni. Hann kallar þetta málverk-in-
stallation en það sé einmitt það sem hann
hafi kennt í Myndlistaskólanum síðastliðin
ár.
Árni Páll er aftur á móti með nýleg verk á
sýningunni, olíu á striga frá því í ár og í fyrra
auk skúlptúrs sem hann vann á Húsavík en
þangað er hann nýfluttur. Á Húsavík er
hann með kytru heima hjá sér til að vinna í
en fær einnig inni hjá kunningja sínum sem
rekur Víkurbarðann, hjólbarðaþjónustu,
þar í bæ.
Eftir að hafa lokið námi í ljósmyndun
kenndi Árni Páll við Myndlistaskólann >
nokkur ár. Þar kenndi hann meðal annars
filmuvinnu í tengslum við grafík og silki-
þrykk. Hann segist hafa fengið áhuga á ljós-
myndun í sambandi við „concept - bröltið'
eins og hann orðar það; á meðan kunningj"
arnir fóru í Myndlistaskólann fór hann og
lærði ljósmyndun.
Árni Páll og Eggert efast báðir um að
nokkuð seljist á sýningunni þó að um sölu-
sýningu sé að ræða. Þeir segja að reynslan
hafi sýnt þeim að allflestir gestirnir kom> 3
opnunina en eftir það sé það aðeins einn og
einn sem slæðist inn.
Aurora 2-sýningin stendur fram til 26-
júlí. Samtals tíu listamenn taka þátt í hennn
tveir frá hverju Norðurlandanna. Það stóð
til að sýningin færi svo á flakk um Norður-
löndin í haust en það er allt óákveðið í þein1
efnum ennþá.
■ Guftrún Helga Sigur&ardóttir/Helsinki
Árni Páll og Eggert.
54