Þjóðlíf - 01.06.1987, Side 64

Þjóðlíf - 01.06.1987, Side 64
H E G Ð U N langur vinnudagur verkafólks á íslandi. Annað hvort er foreldri ekki heima og barn- ið getur horft á sjónvarpið að eigin vild eða það er of þreytt til að skipa barninu að gera eitthvað annað en horfa á sjónvarpið. Þar með þykir sýnt að millistéttarforeldrar hafa mun meira eftirlit með því hvað horft er á og á þeim heimilum er meira aðhalds gætt. Ekki er hér verið að segja að á þessum heimilum séu boð og bönn allsráðandi, sjón- varpið er orðið svo órjúfanlegur hluti af heimilinu að ógjörningur er að koma í veg fyrir að barn horfi af og til á sakamálamynd- ir sem innihalda eitthvert ofbeldi. Kjarni málsins er sá hvað gerist eftir að viðkomandi mynd eða dagskrárefni lýkur, hvort sem það er Hitchcockmynd eða náttúrulífsmynd frá Ástralíu. Ef litið er á þessa hlið málsins er ekki hægt að segja annað en að sjónvarpið víkki sjóndeildarhring barnsins og hafi þannig mjög jákvæð áhrif á þroska þess. Börn í dag fá til að mynda miklu meiri innsýn í það hvað er að gerast. En þá er líka nauðsynlegt að foreldrar útskýri fyrir þeim hvar í heiminum þetta gerist og hvers vegna. Spurðu barnið þitt sem þekkir t.d. Dallas afturábak og áfram og allar persónurnar, hvað Dallas er, hvaða atburður gerðist þar í nóvember 1963 og hvers vegna fólkið í þátt- unum er ríkt. Ef þannig hlutir væru út- skýrðir fyrir barninu kæmi sjónvarpið að miklum notum í stað þess að barnið horfi á það sem óvirkur steingervingur. Margir foreldrar leyfa börnum sínum að horfa á laugardagsmynd ríkissjónvarpsins með þeim skilyrðum að þau „hátti áður svo þau geti farið strax upp í rúm að mynd lokinni." Einmitt þessi saklausi hlutur getur orðið stórhættulegur þegar fram í sækir. Barnið fer í rúmið með höfuðið fullt af atburðum úr myndinni án þess að fá tæki- færi til að vinna úr því sem það skynjaði eða ræða um það sem reyndist torskilið. Grundvallaratriðið er sem sagt að barnið horfi á myndina ásamt foreldri eða öðrum fullorðnum sem útskýra torskilda hluti og jafnvel segja eitthvað frá borginni eða landinu þar sem sagan átti að gerast. Fáein- ar mínútur eiga að vera alveg nóg til þess að barnið fái að melta það sem það sá og um leið losar það sig við þann spenning sem myndin gaf því. Rannsóknir hafa sýnt að millistéttarfor- eldrar ræða meira við börn sín eftir á en lágstéttarforeldrar. En þó verður ekki hjá því komist að barnið læri hvernig ofbeldis- verk eru framin og skiptir þá litlu máli frá hvers konar heimili það kemur. 11-12 ÁRA BÖRN VIÐKVÆMUST. Börn undir tveggja ára aldri hafa engan skilning á því sem fram fer á skjánum. Myndin sýnir liti og hreyfingar og því skarp- ari sem útlínurnar eru og hreyfingarnar hraðari, því meiri líkur eru á að barnið fylgist með. Dæmi um þetta eru teikni- myndir. Þegar barnið er tveggja til þriggja ára fer það að vera þolinmóðara fyrir framan sjón- varpstækið, en sér þó hlutina aðeins út frá eigin sjónarhorni. Það á erfitt með að greina á milli gerviheims og alvöruheims. Þess vegna heldur það að það sem sést í tækinu eigi heima inni í því. Hve margir smábarna- foreldrar kannast ekki við það þegar börnin veifa höndum framan í andlitið á frétta- manninum? Þau geta ekki með nokkru móti skilið að hann sér þau ekki. Við fjögurra ára aldur fer þetta að verða meira spennandi. Þá fer barnið að greina hverjir eru góðir og hverjir slæmir. Á þann hátt getur það lýst persónunum í myndinni, bæði líkamlegum og hegðunarlegum ein- kennum. En þó eru ævintýrin raunveruleg ef þau gerast í umhverfi sem ekki er svo harla ólíkt því sem barnið þekkir. Dæmi um þannig ævintýri er Superman, sem býr í stórborgarumhverfi. Hann getur flogið og þar sem börn á þessum aldri eru farin að herma eftir fullorðna fólkinu geta þau gert tilraun í þá átt að gera eins og hann, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Það er fyrst við átta ára aldur að sjón- varpsnotkun fer sívaxandi. Á þessu aldurs- skeiði er líka álitið að allt sem fullorðnir gera sé rétt (nema kannski reykingar nú til dags) og reynt er að herma eftir því sem þeir gera. Nú einbeitir barnið sér meira að viss- um atriðum í myndinni, en ekki hvað öll myndin snýst um. Við ellefu til 13 ára aldur fer barnið að sjá hluti frá sjónarhorni annarra. Börn yngri en ellefu ára skilja þó að myndin er leikin, þ.e. endurspeglar ekki raunveruleikann. Þegar þetta er ljóst í vit- und þess breytast hæfileikar þess til að meta fullkomlega að allt sé „gert í gamni.“ Hug- leiðingarnar verða heilsteyptari þannig að það sem gerist í sjónvarpinu gæti einnig gerst í raunveruleikanum. Og það er einmitt á þessu skeiði sem foreldrar verða að gæta aðhalds. Þetta skeið er nokkurs konar milli- bilsástand og því mikilvægt í félagsmótun barnsins. Margir ganga svo langt að segja, að ef fyllsta aðhalds sé ekki gætt þegar barnið er ellefu til tólf ára verði barnið dæmt eftir það. Rannsóknir í þá átt fóru fram í Svíþjóð fyrir nokkrum árum og sýndu þær út frá langtímarannsóknum að þau börn sem horfðu mikið á sjónvarp við ellefu ára aldur án þess að foreldrar skiptu sér mikið af því, höfðu hlutfallslega mun meiri áhuga á pönktónlist og menningunni sem henni fylgir en aðrir þegar þau urðu 15 ára og skipti þá menntun foreldra litlu máli. Einnig kom fram að þeim gekk illa í skóla á fyrra skeiðinu vegna ofnotkunar sjónvarps. Þegar barnið er orðið 13 ára er það orðið nógu þroskað til að geta metið gæði hverrar persónu. Það veit hvenær eitthvert atriði er ýkt og getur rætt um myndina og gagnrýnt hana nánast eins og fullorðin manneskja. En ekki er þar með sagt að öll áhrif séu á bak og burt. Þau lýsa sér á annan hátt og fer þá oft eftir vinahópnum. Leitin að fyrir- mynd hefst og nú eru það ekki foreldrar og kennarar sem eru fyrirmyndirnar, heldur kvikmyndaleikarar og poppstjörnur. BANDARÍSK SJÓNVARPSMENN- ING. Hefur þú sem lest þetta orðið vitni að því þegar maður er barinn til óbóta við Hlemm og hin vitnin ekki aðeins tvö eða þrjú heldur 15 talsins? Þannig hlutir hafa gerst síðustu árin án þess að nokkur hafi stöðvað árásarmanninn. Ef sömu atburðir hefðu gerst fyrir 20 árum hefðu margir ráðist strax að brjálæðingnum. Þessi sam- anburður sýnir einfaldlega hvernig sjón- varpssamfélag okkar hefur þróast. Þetta er talin vera ein hættulegasta tegund áhrifa, þ.e. að ef horft er mikið á ofbeldisatriði í kvikmynd, sljóvgast meðaumkun okkar gagnvart öðrum. Afleiðingarnar verða þær að við skiptum okkur ekki af því sem er að gerast fyrir framan okkur, því við erum hvort sem er vön að sjá þetta inni í stofu. f Bandaríkjunum þar sem fólk er gjör- samlega orðið tilfinningasnautt gagnvart svona hlutum eru sálfræðingar í fullum störf- um hjá sjónvarpsstöðvunum. Telja þeir al- menningi trú um það að ofbeldisatriði séu jákvæð að því leytinu að áhorfandinn losni við spennu og ofbeldishneigð eftir að hafa horft á þannig atriði. Reyndar var þessi hæpna kenning nokkuð vinsæl meðal fræði- manna fyrir 20-30 árum, en hefur nú hin síðustu ár verið afsönnuð. Margir þeirra sálfræðinga sem „aðhyllast“ enn þessa kenn- ingu vita að þeir eru ekki að segja allan sannleikann, þeir eru einungis að vinna fýrir kaupinu sínu til að auka vinsældir ofbeldis- mynda svo að auglýsendur og aðrir viðskiptajöfrar eigi nóg salt í grautinn. Þessu til sönnunar verður hér bent á nokkr- ar staðreyndir um bandarískt sjónvarps- samfélag. Þar í landi: ■ innihalda 82% kvikmynda sem sýndar eru á besta sendingartíma meira eða minna gróft ofbeldi; ■ hefur venjulegur 14 ára unglingur séð u.þ.b. 13 þúsund morð inni í stofunni heima hjá sér; ■ eru til skotvopn á öðru hverju heimili; ■ eru 13 börn myrt á hverjum degi af for- eldrum sínum; ■ er gróft ofbeldi framið á sextánda hverju heimili að minnsta kosti einu sinni á ári; ■ jókst fjöldi unglinga sem teknir voru fyrir alvarleg brot eða glæpi um 1600% milli áranna 1952 og 1972 samkvæmt tölu frá FBI. Þetta var á því tímabili þegar sjón- varpsmenningin óx úr grasi í bandarísku samfélagi. Með þessar staðreyndir í huga á íslenskt þjóðfélag að vísa öllum bandarískum áhrif- um á menningu þess á bug. Allar tilraunir eigenda myndbandafyrirtækja og Stöðvar 2 í þá átt að upplýsa að í boði séu myndir sem almenningur vill sjá, eiga því að vera dauða- dæmdar ef við gerum eins og ríki þriðja heimsins vildu reyna fyrir tæpum tveimur áratugum; nefnilega að vilja aðra valmögu- leika og jafnframt nýta þær jákvæðu hliðar sem sjónvarpið hefur, þannig að afþreying- arefni geti bæði verið fræðandi og skemmti- legt. ■ Adolf H. Petersen. 64

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.