Þjóðlíf - 01.06.1987, Page 71

Þjóðlíf - 01.06.1987, Page 71
B ( L A R * nGaBti trúab ab kunningja mfnum þœtti gott ab troba sér í pípu og stýra þessum 3egnum þrjátíu grábu beygju meb vinstra hnénu á meban!“ Escort með skotti Ökuferð í Ford Orion CL ASGEIR Sigurgestsson sálfræðingur og framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segist haldinn ólæknandi bíladellu. Meðan við ókum inn í Ford-umboðið í Skeifunni til að na i Orioninn sem Ásgeir átti að prufukeyra s,agöi hann mér frá því þegar hann tveggja ara gamall neyddi föður sinn til að aka með S1g hring eftir hring um bæinn. Þá var hann kominn með bakteríuna. „Þú gerir mér tals- Verðan greiða með því að fá mig í þetta,“ Segir hann og treður í pípu sína. „Mér finnst SV0 óskaplega gaman að keyra!“ Orioninn beið tilbúinn og við ókum af stað út úr bænum. Á meðan lét Ásgeir æluna ganga — um bíla auðvitað. »1 rauninni er það með bíla eins og fólk,“ Sagði hann. „Fyrstu áhrifin ráða heilmiklu nnr hvernig viðkynningin verður, a.m.k. yrst í stað. Það virkar vel á mig að setjast UPP í þennan bfl. Sætin eru þægileg, fremur stif en gefa góðan stuðning. Það sést vel á a a mæla, útsýnið er gott, hliðarspeglar still- anlegir innan frá sem er til mikilla þæginda, °g það er gott að halda utan um stýrið. Það 'Ptir miklu máli, því stýrið er nefnilega Pað af ■ ■ ■ stjórntækjunum sem gefur hvað nán- QS ,tengsl við bflinn. Þú heldur alltaf um það su 1 aóndunum og fingurgómunum er snerti- jj ynjö mjög sterkt — þetta er álíka og e'slistaumarnir í höndum hestamannsins hp S®eir er líka hestamaður!). Stýrishjólið í ssum bíl er mjúkt viðkomu, það er bólstr- b vel upp í lúkurnar. Mér finnst að vísu of sleipt, en ég held að það sé gna þess að það hefur komist bón á það n®nr hfllinn var þrifinn svo það er ekki að r a- Stýrishjól á að vera hæfilega stamt.“ var eins °S hún er alltaf í ‘ Javík síðdegis: silaðist áfram innan bæjarins og út úr honum. Við ákváðum því að hringsólast á hliðargötum Reykjavíkur nokkra stund áður en haldið yrði út á Álfta- nes þar sem Ásgeir býr og nafni hans rallkappi Sigurðsson, en ætlun okkar var að sýna honum bflinn og taka vel í hann utan bæjarins. Það sem hér fer á eftir eru glefsur úr umsögnum Ásgeirs Sigurgestssonar um bflinn á hinum ýmsu stöðum í bænum. „Hér er allt við hendina, stefnuljósin, rof- inn fyrir ökuljósin, háu og lágu ljósin, rúðu- þurrkurnar — tveggja hraða og með „let- ingja“ eins og vera ber, og rúðupissið - það þarf ekkert að teygja sig, ekki einu sinni sleppa höndunum af stýrinu, þetta er allt hérna við fingurgómana. Svona vil ég hafa það. Þetta er eitthvað annað en á gamla Chevrolettinum mínum, þó hann hafi nú verið yndislegur á sinn hátt, en hann væri nú líka orðinn hálffertugur hefði hans notið við — blessuð sé minning hans.“ (Þess má geta að Ásgeir er meðlimur í Fornbflaklúbbnum og hefur undanfarin tíu ár dundað við að gera upp gamlan bfl í frístundum, slíkur er bflaáhugi hans). Tæknilegar upplýsingar 4-5 manna, framhjóladrifinn, fimm gfra beinskiptur. Vél: 1.4 lítra CVH 1-100 km/klst: 12.9 sek. Hámarkshraði: 167 km/klst. Farangursrými: 451 lítrar (Sjá ennfremur í greininni) Verð: 498.000 (verðskrá 8. maí). Eftir nokkra hringi kveður Ásgeir upp þann dóm, að við séum ekki stödd í bfl með lúxusútfærslu. „Það eru viðvörunarljós, en ekki mælar fyrir olíuþrýsting og hleðslu, það er ekki „pjattspegill" í sólskyggninu svo þú getir farið yfir síðustu smáatriðin í stríðsmálning- unni á leið í samkvæmi, og það er ekki snúningshraðamælir svo þú vitir hvort þú ert að þenja vélina meira en góðu hófi gegnir. En sá sem vill hafa allt þetta getur vissulega fengið það með því að borga fleiri krónur, kaupa dýrari útgáfu af bflnum. Sá búnaður sem við höfum hérna í kringum okkur er hins vegar alveg nægjanlegur fyrir alla venjulega brúkun. Mér segir svo hugur að fæstir sem eru t.d. á bfl með snúningshraða- mæli fylgist í rauninni með honum í akstri. Fólk fær það á tilfinninguna hvort það er að ofbjóða vélinni með háum snúningi. Ég vona það a.m.k. — annars er voðinn vís! Það er miklu frekar að það vanti pjatt- spegil; ég held að slíkur spegill hafi meira notagildi en snúningshraðamælir." OG NÚ ERUM við búin að aka góða stund um bæinn og bfllinn farinn að venjast nokk- uð. í Álfheimunum dettur upp úr Ásgeiri að þetta sé asskoti lipur bíll. „Fislétt kúpling — einhver var að reyna að skíra þetta „tengslis- fetil" en þá held ég sé skárra að segja bara kúpling, en það vantar betra orð. Það er þægilegt að skipta um gír. Og bremsurnar vinna mjög vel. Það er létt ástig án þess þó að þær „negli“ við minnstu snertingu eins og amerísku power-bremsurnar; maður fær mjög fljótt tilfinningu fyrir því hvað maður á að stíga fast til þess að hægja á og hvað þarf til að nauðbremsa. Þessi tengsl milli manns og bfls eru mjög mikilvæg, rétt eins og milli manns og hests, að þeir finni hvor annan. í báðum tilvikum gerist það með höndum og fótum.“ í Þingholtunum gaf Ásgeir stýrinu eink- unn. „Ég verð að segja að þetta er furðu létt stýri miðað við að það er ekki vökvastýri — eða aflstýri eins og farið er að kalla það, það er nú reyndar ágætisorð — og að þetta er framdrifsbfll. Þeir vilja vera dálítið þyngri í stýri en afturdrifsbflarnir, en þessi er ekki þannig. Það er auðvelt að snúa því þegar maður er að vinda sér út úr og inn í stæði, en ákveðin festa á ferð. Við prófum betur á eftir hvernig hann hagar sér á meiri ferð, hvað hann er fastur í rásinni.“ VIÐ RENNDUM suður Hafnarfjarðarveg- inn og nú hafði umferðarþunginn minnkað mjög. „Mér sýnist," sagði Ásgeir eftir drjúg- an spöl, „að það þurfi að koma því til skila til væntanlegra kaupenda að hann er dálítið varasamur að því leyti að maður finnur ekki mikið fyrir hraðanum. Maður er kominn í . . . rað áður en maður veit af (þú nefnir ekki hraðann!). Það er rétt að vara við því, sérstaklega við þá sem hafa verið á höstum brokkurum áður — ég nefni engin nöfn. Og það er fullt af gírum — gír fyrir hvers manns smekk.“ 71

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.