Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 20

Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 20
INNLENT „Sífellt fleiri rannsóknir á efn- um til varnar sjúkdómum benda til þess aö nokkur næringarefni dragi úr tíöni krabbameins í þekjuvef lík- amans. Meðal þeirra eru A, C og E vítamín, /3-karótín (for- veri A vítamíns) og selen". Hennekens C.H., M.J. Stampfer & W. Willett: Channing Laboratory. Department of Medicine, Harvard Medical School and Brigham and Women's Hospital, and the Department of Epidemiology, Harvard School of Public Health, Boston, MA Cancer Detection and Prevention 1984 7,147. Hollar Omega-3 fitusýrur fyrir hjarta og æöakerfi. Ekk- ert annað lýsisþykkni á ís- landi er auöugra af omega-3 fitusýrum, þ.e. 50% innihald af EPA og DHA. Hylkin inni- halda ekki A- og D-vítamín. J/4 TÓRÓ HF Siöumúla 32. I08 Reykjavik. a 686964 Jarteikn og fyrirboðar Rœtt við Sverri Haraldsson bónda, um landsins gagn og nauðsynjar, og hugsanlegt Heklugos. Sverrir Haraldsson, bóndi á Selssundi undir Heklu hlær stórum þegar blaðamaður Þjóö- lífs spyr hann hvort hann sé búinn að gera einhverjar viðeigandi ráðstafanir varðandi sig og fjölskylduna, ef Hekla færi kannski að gjósa á næstunni. — Ég veit nú ekki hvort gos er í nánd, en það er ansi fróðlegt að fylgjast með þessum fyrirboðum. Ég tók eftir því fyrst um mán- aðamótin mars—apríl að vatnsmagn í lækj- um hafði minnkað þó nokkuð. Smálækir þornuðu jafnvel alveg upp. Og það fannst engin venjuleg skýring á þessu, úrkomuleysi virðist til dæmis yfirleitt ekki hafa nein áhrif á vatnsmagn í lækjum hér í sveitinni og þetta var einmitt á sama tíma og leysingarnar voru sem mestar. Það er algengt að yfirborð lækja hafi lækkað um þetta 12-15 sentimetra. Þetta er svipað og gerðist svona hálfu öðru til tveimur árum fyrir gosin 1970 og 1980, svo að ýmislegt bendir nú til að Hekla eigi þarna hlut að máli. — Kolsýrumagn í vatni hefur verið mælt víða hér í kring og virðist það vera mikið. Það fannst fyrst í Rangárbotnum og síðan alla leið hingað til mín og virðist vera mest á þessum tveim stöðum en minna á milli. End- anlegar niðurstöður um magnið eru þó ekki komnar. mu var nú þannig í fyrra þegar stóri skjálftinn kom hér á Suðurlandi, sem margir kölluðu Suðurlandsskjálftann, að þá flæddu lækir við Keldur yfir bakka sína, svo að þetta getur nú haft ýmsar ásjónur. Fannstu eitthvað fyrir jarðskjálftunum, sem fundust á Suðurlandi í júní? — Nei, við fundum nú ekkert fyrir þeim hér. Það fannst eitthvað á bæjum hér í ná- grenninu, en það var þó lítið. Én ég er alltaf jafnhræddur við skjálfta, svo að þegar ég heyri um þá í námunda við mig, þá finnst mér ég alltaf finna einhvern titring. En ég spái aldrei Heklugosi, þó að ég sé alltaf við því búinn. Það er nú ekki víst að það verði í okkar tíð. Hver veit? En hvernig hefur svo tíðarfarið verið? — Ég kvarta nú ekki undan því. Júní var svona frekar hryssingslegur, en í júlí hefur verið mjög góð tíð. Spretta er að vísu seinna á ferðinni en undanfarin ár, en þau voru nú svoddan góðæri, að það er kannski ekki rétt að miða eingöngu við þau. Annars hefur verið hér um 20 stiga hiti undanfarið og ég fer að byrja sláttinn alveg á næstunni. — Fullvirðisrétturinn hjá mér er innan við 150 ærgildi, en vísitölubúið er í kringum 400 ær svo þetta kallast nú ekki stórbúskap- ur. Þetta gengur þó, það fóðrast býsna mikið 4 þijóskunni. Ég ákvað fyrir þó nokkru síðan að gefast ekki upp á þessu á meðan Jón Helgason er enn landbúnaðarráðherra. í hans tíð hefur verið gerð einhver frekasta atlaga að meðalbændum á landinu sem þekkst hefur. Auðvitað vissu allir að eitt- hvað varð að gera í þessum málum, en þetta var nú kannski frekar hömlulaust. En maður gefst ekki upp. Við viljum vera hér áfram. Á bæjunum hér í kring, svokölluðum Heklu- bæjum, eru flestir sauðfjárbændur og við er- um á því stigi fjárhagslega að við getum ekki hætt búskap, þótt við vildum. Það er ekki hægt að hlaupa slyppur frá þessu. — Annars þýðir ekki lengur að snúa sér að þjóðkjörnum mönnum í þessu landi. Þeir eru ekki raunverulegstjórnvöld. Valdið ligg- ur allt hjá peningamönnum og bönkunum. Það þarf að slíta þetta úr samhengi. Ég get heldur aldrei skilið að verkalýðsforystan skuli sitja á Alþingi. Það er margsannað mál að það eru ekki þingmenn í verkalýðsforyst- unni sem hafa fleytt fólki þangað sem það er komið, heldur er það dagleg barátta, sagði Sverrir Haraldsson, bóndi á Selssundi undir Heklu, og var þar með rokinn út að vinna. Sagðist vera að stækka fjárhúskofa fyrir Jón Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.