Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 16

Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 16
INNLENT „Ríkisstjórnin er dauð“ Framsóknar- flokkurinn á leik „Ríkisstjórnin er löngu dauð, hins vegar hef- ur tímasetning á útförinni ekki verið ákveðin upp á dag“, sagði þingmaður Framsóknar- flokksins í spjalli við Þjóðlíf. Svipaðar raddir heyrast orðið úr öllum stjórnarflokkunum, en frumkvæðis að stjórnarslitunum er enn helst að vænta frá Framsóknarflokknum, „hinir þora ekki“. — Hér er að koma upp svipuð staða og haustið 1982, er verðlagsþróun var komin úr öllum böndum og ríkisstjórnin í rauninni móralskt búin. Sú stjórn hékk áfram í stjórn- arstólunum og aðilar að henni ekki enn búnir að bíta úr nálinni með þá frammistöðu, sagði þessi sami tíðindamaður úr innsta hring Framsóknar. Hann kvað Framsóknarmenn hafa lært af þeim mistökum og því væru þeir á leiðinni út úr ríkisstjórninni. A síðustu vik- um hefur Ólafí Þ. Þórðarsyni þingmanni Vestfirðinga bæst liðsauki í eigin flokki eftir að ungir Framsóknarmenn lýstu einnig yfir andstöðu við ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar. Mun fleiri stjórnarandstæðingar eru í raun meðal forystu Framsóknarflokksins en láta í sér heyra. Hins vegar eru vomur á nokkrum eins og merkja má af hógværum yfirlýsingum Halldórs Ásgrímssonar. Heimildarmenn Þjóðlífs innan flokksins kváðu þó engar líkur á öðru en flokkurinn yrði samstíga þegar að hinni örlagaríku ákvörðun kæmi. Það væri beðið eftir merki frá Steingrími Hermanns- syni. Eftir miðstjórnarfundinn í vor hjá Fram- sóknarmönnum, töldu þeir sig hafa sett fram ákveðnar kröfur í efnahagsmálum um að- gerðir sem gripið yrði þá til innan fárra vikna. í máli þeirra og huga var 1. júlí þau tímamót sem við yrði miðað. Þrátt fyrir fög- ur fyrirheit samstarfsaðila í ríkisstjórn varð minna úr efndum. „Af þeirri einföldu ástæðu, að við höfum engin ráðuneyti sem stjórna efnahagsmálum, og þær stofnanir eins og Seðlabankinn og viðskiptabankarnir, sem þarf að taka á, eru undir stjórn Alþýðu- flokksins“, sagði áðurnefndur forystumaður í Framsóknarflokknum. Framsóknarmenn segja að þó ríkisstjórnin sem heild hafi verið reiðubúin til að taka á efnahagsmálunum í anda flokksins, hafi einstakir ráðherrar komið málunum í annan farveg. Og efna- hagsástandið í landinu sé nú þannig að eng- inn frestur komi aftur til greina. Steingrímur Hermannsson talar vel til fólksins, en getur hann framkvæmt í samræmi við vilja þess? Ágústfundurinn Heimildarmenn innan Framsóknarflokksins segja, að nú sé í fyrsta lagi andstaða við ríkisstjórnina innan þingflokksins. í öðru lagi hafi heil voldug stofnun innan flokksins snúist til andstöðu við hana og loks hafi and- staðan við ríkisstjórnina aukist meðal al- mennra flokksmanna á landsbyggðinni frá því að síðasti miðstjórnarfundur var haldinn. Fréttaskýring Deildar meiningar eru um það hvenær á að halda fundinn. Ástæðan er sú, að í ljósi framansagðs, þýðir boðun fundar ekki ann- að en slit ríkisstjórnarinnar. Sum mál sem varða efnahagsmálin eru enn í nefndum rík- isstjórnarinnar og þó svo niðurstöðurnar séu fyrirfram gefnar í andstöðu við vilja Fram- sóknarmanna, þá vilja framsóknarmenn bíða eftir forminu. Á hinn bóginn þykir ekki traust að fresta miðstjórnarfundinum svo vikum skiptir, því það þýddi að forystan hefði ekki komið sér saman eða þyrði ekki að mæta miðstjórnarmönnum. Talað hafði verið um að halda fund í júlímánuði, en litlar líkur eru nú taldar á að svo verði. Þess vegna er spáð að fundurinn verði í ágúst, „Það var í ágúst að áliðnum slætti...“ Forsætisráðherra í framboði Ýmsir hafa verið að gæla við þá hugmynd, að ríkisstjórnin myndi lafa áfram þó svo Fram- sóknarflokkurinn gengi úr henni með því að Borgaraflokkurinn og/ eða Alþýðubanda- lagið myndu ganga inn í hana. Hið fyrr- nefnda útilokast nær einungis af þeirri ástæðu, að þá myndi Sjálfstæðisflokkurinn hugsanlega tryggja Borgaraflokknum fram- haldslíf. Og ekki getur það talist líklegt eða traust í stöðunni. Alþýðubandalagið gæti heldur ekki gengið til ríkisstjórnarsamstarfs af svipuðum ástæðum; hann myndi ómerkja stjórnarandstöðu sína og verða sakaður um það af eigin fylgismönnum að meina fylgj- endum Kvennalista að fá vilja sínum fram- gengt, en mjög skammt hefur verið milli fylgjendahópa þessara tveggja. Og einmitt með tilvísun til þeirra meginbreytinga sem orðið hafa á fylgi stjórnmálasamtaka í land- inu; fylgissveiflu Kvennalistans er óverjandi fyrir þessa aðila að halda áfram stjórnar- samstarfi með aðstoð annars hvors þeirra flokka sem samkvæmt skoðanakönnunum hafa tapað miklu fylgi. í þessu ljósi þykir mörgum undarlegt hversu hóflega Kvennalistinn fer fram í stjórnarandstöðu; af hverju hefur Kvennó ekki forystu um að krefjast kosninga? Marg- ur gerir slíka kröfu, þar sem kosningar eru einfaldlega til að kjósendur geti látið í ljósi vilja sinn. Auk Kvennalistans virðist Fram- sóknarflokkurinn einnig líklegur til að auka fylpi sitt, ef marka má skoðanakannanir. I rauninni má telja árangur Framsóknar- flokksins ævintýralegan meðal kjósenda. Sú var löngum kenning, að fylgi Framsóknar- flokksins endurspeglaði með vissum hætti gengi samvinnuhreyfingarinnar í landinu, með svipuðum hætti og Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag endurspegluðu verkalýðs- hreyfinguna. En Framsóknarflokkurinn hef- ur afsannað þessa kenningu; meðan Sam- bandið hefur verið í rjúkandi rústum hefur flokknum tekist að halda fylgi sínu og gott betur. Það hefur og vakið athygli að Steingrími hefur tekist betur en öðrum stjórnmálaleið- togum að undanförnu að tala til kjósenda um þann vanda sem upp er kominn vegna gífur- legs fjármagnskostnaðar, lánskjaravísitölu og hávaxta. Bæði einstaklingar og atvinnu- lífið er að sligast undan byrðinni en aðrir í ríkisstjórinni tala oft eins og það sé sérlegt hlutverk þeirra að koma fólki og fyrirtækjum á hausinn. Stjórnarandstaðan virðist ekki hafa hitt á neina tóna í þessum efnum sem á samhljóm meðal fólks. Auk þess telja Framsóknarmenn sig eiga eina forsætisráðherraefnið, í vitund mjög margra kjósenda sé Steingrímur enn forsæt- isráðherra. Það sé ekki ónýtt að hafa slíkan mann við heyskap á akri kosningabaráttunn- ar í haust. „Hann var að koma af engjunum heim“. Óskar Guðmundsson. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.