Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 70

Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 70
UPPELDI prófaöar fyrst. Hér var vaxtarbroddurinn, enda er Reykjavík langstærsta skólahverfi landsins. Þegar Jónas B. Jónsson og Kristján J. Gunnarsson voru fræðslustjórar var Reykjavík flaggskip íslenskra skólamála—. Árin 1974-1978 var Ragnar Júlíusson for- maður fræðsluráðs en Kristján J. Gunnars- son fræðslustjóri. Kristján er mjög reyndur skólamaður og vandur að virðingu sinni, Sjálfstæðismaður af gamla skólanum. í skjóli hans reyndi lítið á hæfni Ragnars —. í tíð vinstri meirihluta 1978-1982 var Kri- stján J. Gunnarsson enn fræðslustjóri en Kri- stján Benediktsson, úr Framsóknarflokki var formaður fræðsluráðs. Samstarf þeirra nafn- anna er prýðisdæmi um góða samvinnu milli tveggja manna úr ólíkum stjórnmálaflokk- um. Þeir báru hag heildarinnar fyrir brjósti og hefðu aldrei látið hagsmuni reykvískra skólabarna víkja fyrir flokkspólitísku skæklatogi eða þaðan af verri hlutum eins og nú er daglegt brauð. Mér er kunnugt um að Áslaug Brynjólfsdóttir, sem er ákaflega dagfarsprúð og samvinnuþýð kona, gekk að starfi fræðslustjóra heils hugar og með ein- lægum ásetningi að vinna að heill og framför- um reykvískrar skólaæsku og ég er sannfærð- ur um að hún hefði ekki reynst eftirbátur þeirra Jónasar og Kristjáns ef samstarfs- menn hennar af hálfu borgarinnar hefðu ekki verið svo smáir í sniðum sem raun varð á. Pólitísk þröngsýni — íslenska skólakerfið hefur á að skipa miklu mannvali úr Sjálfstæðisflokknum og framlag þeirra í daglegu starfi og í ræðu og riti er að mínu viti hið merkasta þótt ég sé ekki sammála því öllu. Þeim mun óskiljan- legra verður mér hversu fádæma seinhepp- inn Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í vali sínu á pólitískri forsjá skólamála í Reykjavík nú á seinni árum —. Á fyrri hluta kjörtímabilsins sem hófst 1982 gegndi Markús Örn Antonsson for- mennsku í fræðsluráði. Samskipti hans við Áslaugu einkenndust af gagnkvæmri virð- ingu þótt þau væru stirð á köflum og hann skildist við formennskuna með fullum sóma. Hins vegar keyrði um þverbak eftir að hann hvarf til annarra starfa á miðju kjörtímabili og Ragnar Júlíusson tók við formennsk- unni —. Nokkru eftir ráðningu Áslaugar var Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur skipt í tvennt og hélt annar hlutinn gamla nafninu en var fluttur í nýtt húsnæði. Hinn hlutinn var skírður upp og heitir nú Skólaskrifstofa Reykjavíkur. Þessi ráðstöfun kostaði bæði fé og fyrirhöfn og eini tilgangur hennar var að einangra Áslaugu og bola henni út úr sam- starfi við annað skólafólk í Reykjavík—. Eftir að Áslaug var þannig flæmd á brott af því sem nú heitir Skólaskrifstofa hafa fagleg sjónarmið átt þar erfitt uppdráttar. Sá sem þar stjórnar er Björn L. Halldórsson, lög- fræðingur. Hann hefur haft umsjón með rekstri og fjármálum og staðið sig vel, glögg- ur maður og gætinn fyrir hönd borgarinnar, en hann er ekki menntaður skólamaður, hef- ur aldrei komið nálægt skólastarfi svo mér sé kunnugt, og er þar af leiðandi mjög óheppi- legur sem stjórnandi Skólaskrifstofu. Þetta er einnig í algjörri andstöðu við anda grunn- skólalaganna, en ég tel að skólaskrifstofa heyri að réttu lagi undir 17. gr. þeirra—. Árið 1986 hélt ég að öllum væri orðið ljóst að Ragnar Júlíusson væri lítt fallinn til að sinna formennsku í fræðsluráði og endurkjör hans kom því mjög á óvart. Dálæti Davíðs Oddssonar á Ragnari segir mér töluvert um mennina báða. Endurnýjaðar vegtyllur hans í fræðslumálum segja líka sorglega sögu um virðingu og umhyggju borgarstjórnar- meirihlutans fyrir skólaæskunni. Mat Davíðs og legáta hans á skólamálum sést líka á því að formaður fræðsluráðs er sá eini af for- mönnum 17 helstu stjórnsýslunefnda borgar- innar sem ekki er í 18 manna borgarstjórnar- flokki Sjálfstæðismanna. Auk Ragnars voru kosin í Fræðsluráð Sigurjón Fjeldsted og Guðrún Zoéga úr hópi Sjálfstæðismanna og við Kristín Arnalds af lista minnihlutans —. Afstaða Ragnars til skólamála mótast af persónulegum duttlungum og pólitískri nær- sýni. Ef ég ætti að lýsa því hver væri stefna hans í skólamálum yrði mér svarafátt. Eg minnist þó tveggja jákvæðra nýmæla í for- mannstíð Ragnars. Annað er skólastjóraráð- stefna sem haldin er í Borgarnesi annað hvert ár sem menn eru sammála um að sé hið þarfasta tiltæki. Hitt nýmælið er tilraun til að lengja viðveru yngstu barna í nokkrum skól- um. Þessi tilraun spillist þó mjög af því að skólarnir eru svo ofsetnir að börnin verða einatt að víkja fyrir næsta bekk sem þarfnast stofunnar þeirra. — Sagt er að samfelldur skóladagur sé „í sjónmáli," en það er ekki formaður fræðslu- ráðs eða embættismenn borgarinnar í skóla- málum sem halda þeirri umræðu vakandi heldur samstarfsnefnd forsætisráðherra um fjölskyldumál. Borgarstjórinn sjálfur hefur orðið uppvís að því að kunna ekki einu sinni skil á hugmyndinni um einsetinn skóla—. Ef einhver snefill væri eftir af þeim metn- aði sem eitt sinn ríkti í reykvískum skólamál- um væri nú unnið markvisst að auknu sam- starfi skóla og heimila í stað þess að stofna til stríðsástands að tilefnislausu eins og í Öldu- selsskóla og miklu, miklu víðar—. Eftir að Ragnar tók við formennskunni vonaðist hann til að geta hrakið Áslaugu Brynjólfsdóttur, fræðslustjóra úr embætti. Mér er ljóst að þetta er þung ásökun í garð Ragnars en aragrúi atvika hefur sannfært mig um réttmæti hennar. Áslaug tók þessar deilur mjög nærri sér og er líklegt að þær hafi átt sinn þátt í að hún tók sér leyfi í eitt ár haustið 1985. Af hálfu meirihlutans var ekki Ragnar Júlíusson. Fyrir hans tíð var Reykjavík flaggskip íslenskra skólamála. búist við að hún kæmi aftur en þar hrósuðu menn sigri of snemma því það er seigt í Ás- laugu og hún kom aftur til starfa haustið 1986. Nefndarskrípið skólamálaráð — Eftir borgarstjórnarkosningarnar 1986 ætlaði Davíð að leggja Fræðsluráð niður. Fljótlega kom þó í ljós að grunnskólalögin mundu koma í veg fyrir þá ráðagerð. Þá var tekið til bragðs að stofna nýtt ráð, Skóla- málaráð, en í því skyldi sitja nákvæmlega sama fólk og í Fræðsluráði, einu breyting- arnar voru að þar áttu að sitja 2 kennara- fulltrúar í stað 3 í Fræðsluráði, og fræðslu- stjóri átti ekki að sitja í Skólamálaráði. Til þess eins voru refirnir skornir. Skólamálaráð átti að fjalla um sömu mál og Fræðsluráð. í skólamálaráði átti því sama fólk að fjalla um sömu mál og í fræðsluráði, til þess eins að Sjálfstæðismenn losnuðu við að hafa fræðslustjóra á fundum, þar sem hann hefur þó eingöngu málfrelsi og tillögu- rétt, en ekki atkvæðisrétt—. Skólamálaráð á sér enga stoð í grunn- skólalögum enda er hér á ferðinni eitthvert fáránlegasta nefndarskrípi sem litið hefur dagsins ljós á opinberum vettvangi. Eitt- hvert tímabundið dómgreindarleysi virðist hafa gripið löglærða ráðgjafa Davíðs því þeir þóttust finna haldreipi í heimildarákvæði 58. gr. sveitarstjórnarlaga þar sem segir að sam- eina megi nefndir með ólík verksvið. Þetta ákvæði skyldi nú réttlæta klofning einnar nefndar í tvær um sömu verkefni. Hnoðað var saman „álitsgerð“ um þessa kostulegu lagatúlkun og var Björn Friðfínnsson feng- inn til að skrifa undir hana en hann var þá forstöðumaður lögfræði- og stjórnsýslu- 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.