Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 58

Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 58
HEILBRIGÐI „Estragon: Förum. Vladimir: Við getum það ekki. Estragon: Pví þá ekki? Vladimir: Við erum að bíða eftir Godot.u Sögur, leikrit, ljóð eftir Samuel Beckett. Þýðing og umsjón. Arni Ibsen 308 bls. Verð kr. 2.390.- Samuel Beckett er í hópi merkustu rithöfunda þessarar aldar og hefur ef til vill öörum fremur stuðlað að róttækum breytingum á skáld- sagnagerð og leikritun eftir seinni heints- styrjöld. Beckett. sern hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1969. er áleitinn höfundur, einstakur og frumlegur, en stendur jafnframt nær hinni klassísku evrópsku bókmenntahefð en flestir aðrir nútímahöfundar. Hann skilgreinir hlutskipti mannsins á guð- lausri atómöld. lýsir leitinni að tilvist og samastað í veröld sem er á mörkum lífs og dauða, þar sent tungumálið hevr varnarstríð við þögnina. Þrátt fyrir nær fullkomið getuleysi. niðurlægingu og algera örbirgð mannskepnunnar er henni lýst með miklum húmor og af ómótstæðilegri ljóðrænni fegurð. í þessari bók eru sjö leikrit. sex sögur og fjórtán Ijóð frá fimmtíu ára ferli. þar á meðal þekktasta verk Becketts, leikritið Beðið eftir Godot, í nýrri þýðingu, og eitt nýjasta snilldar- verkið, hin stutta og magnaða skáldsaga Félagsskapur, frá 1980. Þýðandinn er Árni Ibsen sem hefur um árabil kannað verk þessa alvörugefna írska húmorista og hann skrifar jafnframt inngang og skýringar. Þetta er í fyrsta skipti sem verk Samuels Beckett eru gefin út í íslenskri þýðingu. J---------------------S ^vart d íivítu b_____________________r Vanþekking og fordómar Á íslandi er ríkjandi mikil vanþekking á sjúkdómnum alnæmi og smitleiðum hans. Þetta kemur meðal annars fram í niður- stöðum Gallup-könnunar sem gerð var hér á landi nýlega og birtist í síðasta fréttabréfi landiæknisembættisins. Þar kemur til dæmis fram að þó að flestir íslendingar viti núorðið hverjar smitleið- ir alnæmis séu, þá eiga margir erfitt með að gera sér grein fyrir hverjar þær eru ekki. Þannig halda fjörutíu og fjögur prósent þeirra sem spurðir eru að alnæmi geti smitast við kossa og um fjórðungur að smit geti borist með hósta eða hnerra. Og fleira í þessum dúr kemur fram í nið- urstöðum þessarar könnunar. Það má lesa út úr þessum niðurstöðum að margt fólk er dauðhrætt við alnæmi og að smitast af því og sér því smitleiðir í ótrúlegustu athöfnum á ótrúlegustu stöð- um. Hræðslan á rætur sínar að rekja til þekkingarleysis. Og frá hræðslunni er stutt í fordómana. Ekki hefur heldur bætt úr skák öll æsifréttamennska fjölmiðla á liðnum árum um alnæmi. Þegar sjúkdómurinn alnæmi kom fyrst fyrir eyru almennings hér á landi var því haldið fram að þeir sem helst ættu á hættu að fá hann væru hommar og eiturlyfja- sjúklingar. Síðan hefur margt annað komið í Ijós varðandi útbreiðslu alnæmis bæði erlendis og hér á landi. Þessi kenn- ing á alls ekki lengur við. Sjúkdómurinn berst í flestum tilvikum milli manna við kynferðislegt samneyti, og einskorðast þá alls ekki við samkynhneigða karlmenn eins og haldið var, heldur eiga í raun all- flestir sem skipta oft um rekkjunaut á hættu að smitast. Innan heilbrigðiskerf- isins er jafnvel hætt að tala um áhættu- hópa, heldur er talað um fólk sem stund- ar áhættuhegðun. I niðurstöðum skoðanakönnunarinnar kom einnig fram að 11% aðspurðra töldu að það yki líkurnar á smiti að vinna með eða vera nálægt sýktum einstaklingi, 7% töldu það auka smitlíkumar að fá koss á kinnina og 44% héldu smitlíkur aukast við skordýrabit. Það er einnig sérlega athyglivert í Gall- up könnuninni, að einungis 11% hafa í hyggju að breyta kynhegðan sinni vegna alnæmisáhættu. Af þeim ætlaði innan við helmingur(46%) að vera varkári en hing- að til við val á rekkjunautum, þannig að draga mætti þá ályktun að bólfarir íslend- inga breytist ekki að ráði. Sú niðurstaða brýtur í bága við þá niðurstöðu, að lands- menn eru hræddir og fordómafullir gagnvart sjúkdúmnum. Þeir virðast ætl- ast til þess að alnæmissmitaðir viti ævin- lega um smit sitt og séu ekki á ástarmark- aðnum. Það getur varla talist ábyrg af- staða heilbrigðra elskenda. MS Alnæmisveirur undir smásjánni 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.