Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 40
„Lesið Kaldaljós.
Það verður enginn
svikinn af því.“
Eiríkur Brynjólfsson, Alþýdublaðið.
Kaldaljós eftir Vigdísi
Grímsdóttur 453 bls.
Verð kr. 2.290.-
„Þessi fyrsta skáldsaga Vigdísar Grímsdóttur
er mikið verk og vel unnið. Hæfileikar hennar
njótasín hérmjög vel. Kaldaljósersaga sem er
skrifuð af miklum næmleik; tilfinningarík.
sterk og snertir rnann."
Margrét Eggertsdóttir, Pjóðviljinn.
„Frásagnarandinn í bókinni er einstakur. Mér
fannst ég ekki vera að lesa heldur var eins og
einhver hvíslaði að mér. Hún talar við les-
andann, þessi bók, því hún á við okkur erindi.
Bókin byggir á sannsögulegum atburðum en
þeir eru færðir til í tíma og rúmi þannig að þær
fyrirmyndir skipta ekki máli lengur. Aðeins
örlög fólksins skipta máli, og manni er ekki
sama um Grím Hermundsson en verðursamt
að játa fyrir sér í lokin að öðruvísi gat ekki
farið.“
Eiríkur Brynjólfsson, Alþýðublaðið.
„Kaldaljós er óður til fegurðar, trúnaðar,
grimmdar, óvenjulega margslungin saga, saga
ástar og dulúðar og þó raunsæis. Unnin af
mikilli list. Henni skal ekki líkt við neitt. Um
sumar bækur á ekki að nota of mörg orð. Því
að eins og Vigdís Grímsdóttir skilur manna
bezt; orð geta verið hættuleg. Og stöku höf-
undum tekst svo að það er sálarbætandi að lesa
orðin og allt sem að baki þirra felst. Þannig er
Kaldaljós fyrir mér. Listaverk eftir Grím sem
ég vildi hafa upp á vegg.“
Jóhanna Kristjónsdóttir, Morgunblaðið.
^vort á fivitu
annað
Erfiður ferða-
mannabransi
Erlendum feröamönnum hefur
fækkaö á íslandi og hefur sam-
drátturinnn víöa komiö illa niður
á feröamannaiönaöinum í
landinu. Margir feröamenn
flýta brottför sinni af landinu
meö þá skýringu á vörunum,
aö matur sé alltof dýr og pen-
ingarnir eyðist upp fyrr en
reiknaö hafi veriö meö. Ferða-
mannaiðnaöurinn kennir mat-
arskattinum um. Margar skýr-
ingar hafa veriö nefndar á
fækkun ferðamanna. Þeirra á
meðal afar hátt verðlag í land-
inu og neikvætt umtal um ís-
land og íslendinga erlendis
vegna hvalveiðanna . . .
„Stormsveitir
Davíðs"
Gífurleg reiöi ríkir nú í miöbæn-
um í Reykjavík, sérstaklega
meöal kaupmanna, sem telja
sig hafa lent afar illa út úr sam-
skiptum við meirihluta Sjálf-
stæöisflokksins í borgarstjórn.
Saka þeir Davíö Oddsson
borgarstjóra og hans lið um að
hafa snúist þannig í kringum
Kringluna aö miðbæjarkjarninn
hafa tapað miklum viðskiptum
fyrir vikið. Viöskiptavinum hafi
veriö beint með umferðar-
mannvirkjum og öðru í Kringl-
una. Bílastæðum hafi fækkað
jafnt og þétt á sama tíma í mið-
bænum vegna byggingafram-
kvæmda borgarinnar, t.d. á
ráðhúslóð og í Grjótaþorpi. Það
hafi svo verið til að bæta gráu
ofan á svart, þegar borgaryfir-
völd tóku upp gífurlega hörku
við stöðumælavörslu. I grá-
glettni sögðu menn, að hækk-
andi stöðumælasektir væru til
að fjármagna ráðhússbygging-
una. Kaupmenn í Reykjavíkur-
miðbæ hafa kallað hóp manna
sem ráðinn var til þessara óvin-
sælu starfa, „stormsveitir Da-
víðs“ sem gengu harkalega
fram í starfi sínu og Ijóstruðu
upp um hundruð bílaeigendur á
degi hverjum. Æ fleiri hafa af
þessum ástæðum lagt leið sína
í aðara bæjarhluta til að lenda
ekki í skattheimtunni. Miðbæj-
arsamtökin hafa mótmælt og
náð fram eitthvað mýkri línu, en
margir efast um að það nægi til
að laða fólk að aftur til miðbæj-
arins. Nú er svo komið að fjöldi
verslana og skrifstofuhúsnæð-
is er til leigu og sölu í hjarta
bæjarins; Hafnarstræti, Aust-
urstræti og Laugavegi. Nú
þegar hafa orðið eigendaskipti
á mörgum verslunum og er
ekki séð fyrir endann á þeirri
uppstokkun . . .
Nýjar
helgarútgáfur
Flest dagblöðin í Reykjavík eru
með einhvers konar áform á
prjónunum um að breyta helg-
arútgáfu sinni. Sum þeirra eru
með í huga að koma slíkum
blöðum út á föstudögum, með
tilvísun til Helgarpóstsins sál-
uga. Ekki er reiknað með að
slík blöð verði gefin út undir
nafni viðkomandi blaða heldur
verði búin til ný nöfn á króana.
Hjá Alþýðublaðinu hefur Jón-
ína Leósdóttir tekið til starfa við
undirbúning slíks blaðs, sem
hún mun ritstýra. Morgunblað-
ið verður 75 ára á þessu ári og
af því tilefni mun m.a. verða
tekin skóflustunga að nýju húsi
og blaðið ætlar að sögn að gefa
sjálfu sér nýtt blað — um helg-
ar, jafnvel á mánudögum,
nema hvorttveggja sé. Önnur
blöð en hér eru nefnd ætla sér
einnig að nema ný lönd — í
breytingum, hvað sem úr verð-
ur. Eins og greint var frá í síð-
asta Þjóðlífi er einnig mikill
áhugi á sameiningarmálum
blaðanna og meðfram breyt-
ingarpælingum hjá Alþýðu-
blaðinu, Tímanum og Þjóðvilj-
anum er einnig verið að reifa
þau mál...