Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 28

Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 28
ERLENT Bretar sýna einka- útyarpsstöðvum lítinn áhuga að fræða að mennta að skemmta að miklu leyti 38% 29% 56% að talsverðu leyti 43% 41% 33% að litlu leyti 10% 4% 18% að engu leyti 1% 0 5% óákveðnir 7% 7% 7% Stjórnvöld Thatchers í Bretlandi hafa viljað fleiri einkastöðvar í útvarpsrekstri. Víðtæk skoðanakönnun meðal notenda leiddi óþægi- legar niðurstöður í Ijós; notendur vilja ekki fleiri einkastöðvar og gera menningar og fræðsluefni hátt undir höfði. Stór gat í út- varpsmenningunni kom í leitirnar; boðlegt efni fyrir börn og unglinga. Birtingamyndir breskrar íhaldssemi eru óteljandi. Nýleg athugun sýnir að þeir eru ánægðir með fjórar ríkisútvarpsstöðvar sem útvarpa um allt land og þær svæðisbundnu einkastöðvar sem þegar eru starfandi. Mikill meirihluti vill ekki fjölga einkaútvarpsstöðv- um. Flestir vildu ekki heyra meira af „leiðin- legum og pirrandi síbylju-auglýsingum". At- hugun þessi var unnin af innanríkisráðuneyt- inu og er liður í undirbúningi á því að fjölga einkastöðvum og auka samkeppnina á öld- um ljósvakans. Breska ríkisútvarpið BBC hefur einkarétt á að útvarpa um allt land. Það sendir út á fjórum rásum. Rás 1 er popptónlistarrás sem nýtur gífurlegra vinsælda. 96% fólks á aldr- inum 15 til 34 ára hlustar á hana af og til. Rás 2 er dægurlagarás, — stundum kölluð hús- mæðrarásin. Gömul vinsæl lög eru leikin milli þess sem neytendamál og létt stjórnmál eru rædd. Á Rás 3 eru flutt leikrit og sígild tónlist og á Rás 4 eru ítarlegir fréttaþættir, þættir um menningarmál og málefni líðandi stundar. Þessar rásir útvarpa ekki auglýsing- um, — þær eru að öllu leyti fjármagnaðar með afnotagjöldum. Einkaútvarpsstöðvarn- ar eru hátt í þrjátíu. Þær eru svæðisbundnar og skipta Bretlandi á milli sín þannig að þær keppa lítið sín á milli um hylli áheyrenda. Þær eru undantekningalítið popp- og dægur- tónlistarstöðvar eingöngu. Allar tekjur þeirra eru af auglýsingum. Samkeppnin á breska útvarpsmarkaðnum er því á milli svæðisbundinna einkastöðva og ríkisrekinna landsstöðva. Á þessu hafa verið boðaðar breytingar. Til greina hefur helst komið að fjölga svæðisbundnum einkastöðv- um og auka samkeppni þeirra í millum og að heimila tveimur eða þremur útvarpsstöðvum að senda boðskap sinn um allt land. Einnig hefur komið til tals að selja einkaaðilum popprás BBC. Áðurnefnd skoðanakönnun gefur þó til kynna að breskur almenningur hafi lítinn áhuga á breytingum. Einungis 13% að- spurðra voru hrifnir af einkastöð sem út- varpaði um allt land og 11% vildu fleiri svæðaútvörp. Á þessu var þó ein undantekn- ing. Nærri helmingur aðspurðra af asískum uppruna, einkum frá Pakistan, Bangla Desh og Indlandi, voru mjög hrifnir af hugmynd- inni um fleiri svæðaútvörp. Ástæða þess er talin sú að þótt þetta fólk eða forfeður þess hafi flutt milli heimsálfa heldur það mjög gömlum hefðum og á fjölmörgum heimilum eru hindí og úrdú einu töluðu tungumálin. Því er það að þessi þjóðarbrot, sem yfirleitt búa í afmörkuðum borgarhlutum, gera sér vonir um eigin útvarpsstöð. Skoðanakönnunin beindi einnig athygli manna að stóru gati á bresku útvarpsmenn- ingunni og víst er að áþekkt gat er að finna í öðrum löndum. Margir þeirra sem þátt tóku í athuguninni bentu á að þó svo breskt útvarp væri fjölbreytilegt þá vantaði algjörlega mannbætandi og uppfræðandi þætti fyrir börn og unglinga. Þeir bentu á að annars vegar væri einungis tónlist fyrir unga fólkið og hins vegar bara frétta- og menningarþætt- ir fyrir fullorðna sem væru alls ekki sniðnir fyrir táninga. Eins kemur í ljós í könnuninni að breskt útvarp er ekki í samræmi við óskir almennings um markmið þess. Meðfylgjandi tafla sýnir hvað aðspurðir töldu að ætti að verða helstu markmið bresks útvarps: Flestir virðast sammála um að hugmyndir ríkisstjórnarinnar um fleiri einkastöðvar komi ekki til móts við þær þarfir almennings sem koma fram í þessari könnun. Fleiri einkaauglýsingastöðvar bjóða upp á meira af hinu sama og auka ekki fjölbreytni að mati fólks ef marka má þessa könnun. Víst er að niðurstöður þessarar skoðanakönnunar eru á aðra leið en ríkisstjórn Margrétar Thatc- hers óskaði. Hún vildi afdráttarlausan stuðn- ing við áformin um einkastöðvar. Hún hefur um all langt skeið stefnt að því að draga úr drottnunarvaldi BBC á útvarpsmarkaðnum með aukinni samkeppni. Ríkisstjórnin segist gera það til að auka gæði en andstæðingar hennar segja að hún geri það því hún telji BBC vera andstætt sér og þess vegna vilji hún draga úr áhrifum þess. Það er óvíst hvort niðurstöður þessarar skoðanakönnunar hafa áhrif á endanlegar til- lögur breskra stjórnvalda um skikkan út- varpsmála fram til aldamóta eða svo. Víst er að almenningur setur ljósvakann ekki undir sama hatt og þvottaefni þar sem þörfum ein- staklinga er mætt með frjálsri samkeppni. Ásgeir Friðgeirsson/Lundúnum 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.