Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 47
MENNING
Unglingaleikhús í ferðalag
Gaman Leikhúsið sem nú er á þriðja starfsári
hélt utan þann 30. júní í leikför til Evrópu
með leikritið „Kötturinn sem fer sínar eigin
leiðir", sem er 6. verkefni leikhússins.
Gaman Leikhúsið var stofnað árið 1985 og
eru félagar 43 talsins á aldrinum 10-15 ára.
Enginn fullorðinn kemur nálægt starfinu
innan leikhússins heldur gera krakkarnir allt
sjálfir. Þau sjá um leik, leikstjórn, lýsingu,
förðun, búningahönnun o.s.frv. Þetta er
ekki í fyrsta sinn sem leikhúsinu er boðið á
leiklistarhátíð erlendis því s.l. vor fóru félag-
ar úr Gaman Leikhúsinu til Hollands með
leikritið Brauðsteikin og tertan og sýndi þar
við góðar undirtektir.
í leikförinni nú eru 7 félagar frá Gaman
Leikhúsinu. Ferðin hófst á leiklistarhátíð í
Almelo í Hollandi en því næst hitti hópurinn
3 unga leikara frá Hólmavík og var þá haldið
til Vínar í Austurríki á leiklistarhátíð sem
stendur í 16 daga. Auk þess að sýna söngleik-
inn „Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir" fær
hópurinn þarna tækifæri til að sjá önnur
leikrit og hitta og kynnast krökkum frá öðr-
um löndum með sömu áhugamál.
Leikritið „Kötturinn sem fer sínar eigin
leiðir er byggt á gamalli sögu Rudyards Kipl-
ing, en höfundur leikgerðar, laga og texta er
Ólafur Haukur Símonarson. Gunnar Þórð-
arson sá um útsetningar laga og leikstjóri er
Magnús Geir Þórðarson.
Með í förinni auk krakkanna 10 eru 2 full-
orðnir fararstjórar, þær Soffía Vagnsdóttir
og Vilborg Valgarðsdóttir, en ferðina hafa
bæði opinberir og einkaaðilar styrkt.
VV
HOTELa
KRISTINA
NÝTT HÓTEL
við alþjóðaflugvöllinn
Holtsgötu 47-49 Njarðvík
Símar 92-14444 - 92-15550
Nautasmásteikin okkar í brúnni
sósu er gæðagúllas. í heildósina
eru notuð 700 g af nautakjöti og
350 g fara í hálfdósina.
Smásteikin er tilbúin hvenær
sem er og hvar sem er. Hún
þarfnast aðeins upphitunar við
hægan eld og er herramanns-
matur með kartöflustöppu og
hrásalati eða öðru meðlæti, sem
fyrir hendi er og hugurinn girnist.
Eins og viS segjum gjarnan:
Veisla í hverri dós
— verSi ykkur aS góSu!
DósastærSlr
Heildós: 850 g
Hálfdós:440g
í hverri heildós eru átta steiktar
kjötbollur (460 g) í brúnni sósu
og fjórar bollur (230 g) í hálfdós-
inni.
Bollurnar eru þægilegar að grípa
til og góðar í nestið. Hellið úr
dósinni í pott eða pönnu og hitið
við vægan hita. Sem meðlæti
mælum við með kartöflustöppu,
rauðrófum og grænmeti, nýju
eða niðursoðnu.
Bollurnar okkar
bregðast ekki