Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 36

Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 36
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Einar Heimisson skrifar: Voru andgyðingleg viðhorf ríkjandi meðal Islendinga? Nasistarnir komu upp í bátinn Okkur tókst að komast í fiskibát sem flutti okkur til Svíþjóðar. Petta var að næturlagi og ég man að nasistarnir komu upp í bátinn. En sem betur fer fóru þeir ekki ofan í lestina þar sem við leyndumst. Þá hefði auðvitað verið úti um okkur. Börnin okkar, sem þá voru orðin fjögur urðum við að skilja eftir; þau var ekki hægt að taka með í bátnum. Þau voru flutt á kaþólskt barnaheimili úti á eyjunni Fjóni og voru þar öll styrjaldarárin. Nærri má geta hvernig okkur leið að vita af börnunum í landi hersetnu af nasistum. Ég fékk vinnu sem barnfóstra á heimili efnaðs fólks í Stokkhólmi en eiginmaður minn stundaði skógarhögg. Það var vinna sem ekki átti við hann og hann þjáðist mikið. I Svíþjóð fæddist fimmta barn okkar, Annie, sumarið 1944. Þau voru öil enn á lífi. .. Að stríðinu loknu héldum við rakleiðis til Danmerkur til að reyna að hafa uppi á börn- um okkar. Ég man að við reyndum í heilan dag að ná símasambandi frá Kaupmanna- höfn og út á Fjón, en það tókst ekki fyrr en um miðnætti. Þá fréttum við loks að börn okkar væru þar enn og öll á lífi. í rauninni var það ótrúleg mildi að ekkert skyldi hafa hent þau. Til þess að fá skömmtunarseðla handa þeim eins og öðrum börnum varð að láta skrá þau, og það hafði verið gert undir þeirra raunverulegu, gyðinglegu nöfnum. Fólkið á barnahælinu hafði einhvern veginn ekki skynjað hættuna sem nafnið eitt setti börnin í. Við settumst síðan aftur að í Danmörku og bjuggum þar fram til ársins 1955, að við ákváðum loks að flytja á ný til Þýskalands. Ekki fannst okkur koma til greina að flytja aftur til Berlínar eins og ástand mála var þar. Eiginmaður minn þráði að komast á ein- hvern hlýjan stað og við ákváðum þess vegna að fara til Konstanz, sem er alveg við sviss- nesku landamærin. Þar höfðum við það ágætt lengi vel. Einhvern veginn þá trúðum við því samt aldrei að það góða ástand gæti enst lengi. Einhvern veginn fannst okkur að eitthvað slæmt hlyti að henda okkur aftur. Sú varð líka raunin að heilsuleysi tók að herja á okk- ur bæði. Eiginmaður minn lést fyrir fimm árum og síðan hef ég búið ein í Konstanz. Ég kann ágætlega við mig í Þýskalandi og ber ekki hatur til landsins og þjóðarinnar. Það var ekki venjulegt fólk, ekki fólkið á götunni sem olli ógæfunni á sínum tíma, það held ég ekki. Það voru þessir villimenn og við verð- um alltaf að gæta okkar á því að slíkir menn komist ekki aftur til valda. Því hvað myndi þá gerast; hvað myndi gerast í næsta stríði?" Einar Heimisson Saga Rottberger-hjónanna í Ijósi Hin ótrúlega harka íslenskra stjórnvalda gagnvart ofsóttu og hrjáðu fólki á fjórða ára- tugnum hlýtur að vera eilíft rannsóknarefni sagnfræðinga. Líkt og fram kemur af sögu Rottberger-hjónanna voru íslendingar miklu harðari og ósveigjanlegri í þessu efni en t.d. Danir. Ekki má gleyma þeirri staðreynd, að fjórði áratugurinn var tími mikilla þrenginga í ís- lensku þjóðfélagi og atvinnuleysi oft mikið. Tortryggni gagnvart innflytjendum var af þeirri ástæðu veruleg. En annars staðar í Evrópu, t.d. í Danmörku, var efnahags- ástandið tæpast miklu skárra þótt þar virðist meiri miskunn hafa verið sýnd Gyðingum og öðrum flóttamönnum, en á íslandi. í raun má blinda íslenskra stjórnvalda á seinni hluta fjórða áratugarins teljast með ólíkindum; fregnir af skefjalausum ofsókn- um og grimmd þýskra yfirvalda, virðast hafa skipt þau litlu máli og engu breytt um af- stöðu þeirra gagnvart hinu ofsótta fólki. Kærur Iðnráðs Rottberger-hjónin voru ekki einu Gyðing- arnir sem tókst að komast til íslands en var síðan vísað úr landi. Öðrum Gyðingi, Ernst Prúller að nafni, sem einnig hafði stundað leðuriðju var sömuleiðis vísað úr landi. Þriðja Gyðingnum, sem sætt hafði kæru vegna starfsemi sinnar á íslandi, Wilhelm Beckmann, var hins vegar leyft að vera áfram í landinu. Eins og fram kemur í bók Dr. Þórs White- heads, Stríði fyrir ströndum (Almenna Bókafélagið 1985), hafði þetta fólk sætt kær- um frá hendi Iðnráðs Reykjavíkur. Enginn Gyðinganna hafði iðnréttindi og þeir voru sakaðir um að taka vinnu og viðskipti frá íslenskum iðnaðarmönnum. Líkt og fram kemur í máli Olgu Rottberger í viðtali við Þjóðlíf, þá vann samkeppnisaðili þeirra að því að koma þeim úr landi. Fyrirtækið Leð- uriðjan, sendi kæru þess efnis til lögreglu- stjóra og er hún dagsett 9. febrúar 1937. Það kann að þykja kaldhæðnislegt en í Þýska- landi nasismans hófust ofsóknirnar gegn Rottberger-hjónunum einnig á svipaðan hátt. Samkeppnisaðili kærði þau til lögreglu. Skriflegri beiðni um dvalarleyfi hafnað Líkt og fram kemur í máli Olgu Rottberger, samtíma þeirra ritaði Hans Rottberger Hermanni Jónassyni, forsætis- og dómsmálaráðherra bréf sumarið 1937 og óskaði eftir því að dvalarleyfi sitt á Islandi yrði framlengt. Þessari beiðni var hafnað í bréfi frá dómsmálaráðherra 21. júlí 1937. Haustið 1937 mun þegar hafa staðið til að flytja Rottberger úr landi með valdi, en ekki orðið af aðgerðum. Honum var síðan gefinn 19 daga frestur „til að koma starf- rækslu sinni hér í bæ fyrir og undirbúa utan- för sína“. Hans Rottberger þrjóskaðist hins vegar við, og reyndi áfram að berjast fyrir því að fá að vera áfram á Islandi. Mun hann hafa sýnt stjórnvöldum nokkra óbilgirni og það ekki hjálpað honum. Vorið 1938 voru Rottberger-hjónin ásamt börnum sínum flutt með lögregluvaldi úr íbúð sinni á Holtsgötu að Gistiheimili Hjálp- ræðishersins. Leðurverkstæðinu var lokað og þau loks öll flutt í lögreglubíl um borð í Brúarfoss. íslensk stjórnvöld sýndu þá „mildi“ í máli Rottberger — hjónanna að gefa þeim kost á að beiðast hælis í Danmörku, en það munu stjórnvöld ekki alltaf hafa gert. I bók Dr. Þórs Whiteheads kemur fram að ungur Gyð- ingur, Alfred Kempner, var rekinn úr landi í maí 1938 og skipstjóra fyrirskipað að flytja manninn beint til Þýskalands. Hendrik Ott- ósson rithöfundur sem sjálfur barðist mjög fyrir málum Gyðinga á íslandi og átti konu af Gyðingaættum, vakti athygli á máli Kempners sem og annarra Gyðinga í blaða- grein, en orð hans virtust litlu breyta um afstöðu stjórnvalda. Um örlög Alfreds Kempners eftir nauðungarflutning hans til Þýskalands er ekki vitað. Stjórnvöld höfðu í hyggju að vísa fólki úr landi allt fram að hersetu Breta Móðir og bróðir Olgu Rottberger, Helene og Hans Mann (Síðar Hans Mann Jakobsson) komu til íslands haustið 1936. Samkvæmt frásögn Dr. Þórs Whiteheads höfðu íslensk stjórnvöld í hyggju að vísa þessu fólki úr landi allt fram á vor 1940, og má það teljast ótrúleg staðreynd í ljósi þeirra atburða sem þá höfðu þegar orðið í Þýskalandi og annars staðar í Evrópu og heimurinn hafði fengið skýrar fréttir af. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.