Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 43

Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 43
Hjalti Geir forstjóri Kristjánsson for- stjóra, Siggeirssonar kaupmanns, Torfa- sonar prentara, — Jónassonar skálds? „Pú þekkir þessa kerlingu — Póra heitir hún, vitlaus, að ég held, og hefir brókarsótt og situr um mig nótt og dag, úti og inni, svo ég hef aldrei frið, og er hér eins og í helvíti. Nú get ég svarið við æru mína, og við guð, ef þess er krafist, að ég hefi aldrei í orði né verki gefið henni tilefni til þessarar aðferðar; en ég hef heyrt, að meðan ég lá veikur, hafi hana dreymt ég mundi lifna við aftur „og verða seinni maðurinn sinn“. Þetta er, eins og þú sérð sjálfur, óþolandi; hún hafði hægt á sér um stund, en er nú aftur allt í einu orðin meir en óþolandi; ég verð að þekja fyrir gluggann minn, svo ég skuli ekki allan dag- inn þurfa að sjá í þessi svívirðilegu og af- gömlu pútuaugu. — Ég vildi þú værir stund- arkorn kominn í minn stað, svo þú gætir séð hvursu réttlátt það er, að „pólitíið" trassar fyrstu skylduna sína: að vernda saklausa borgara. Guð veit ég er saklaus, og hef nú orðið að þola þessa svívirðing á þriðja ár. En þolinmæðin er þrotin; ef ég í bræði minni rek stein eða spýtu út um rúðu í kjaftinn á henni, þá verð ég sektaður en þú átt „det moralske ansvar". Þinn J.Hallgrímsson. P.S. Gakktu á kerlinguna, og hún mun viður- kenna, að þetta eru tómar grillur eða hrekkir úr henni sjálfri. Ég flý ekki bæinn fyrir þess- ari svívirðilegu ásókn, sem smánar bæinn og pólitíið meir en mig; gerðu eitthvað, heldur en að gera ekki neitt, kallaðu mig fyrir rétt, þó mér sé það meir en dauðleitt. En frið vil ég hafa, ég áfullan rétt á að krefjastþess. Mér hæfir og að afsaka, að ég tala ekki við þig munnlega; en ég er næstum lagstur af gremju og öll þessi vitlausa — og óþverrandi ásókn af afgamallri og svívirðilegri pútu, er mér þess utan svo mikil viðurstyggð og trassa- MENNING Ólafur framkvæmdastjóri, Sigurðsson prentara, Sigríðar Siggeirsdóttur kaup- manns, Torfasonar prentara, Jónasson- ar skálds? skapur pólitíisins svo óskiljanlegur, að ég gæti ekki nefnt það með köldu blóði. J.H. (Eina línu, sem svar, óska ég fljótt til baka, því ég ætla nú úr þessu að fara ögn út fyrir lögin og „tage mig selv til rette“; so átt þú að dæma mig. (Penninn er verri en puntstrá.) Svo er að sjá að Jónas hafi og hitt Stefán persónulega og rætt þetta mál við hann og þegar Stefán hafi fengið bréfið hafi honum þótt meir en nóg komið. Samdægurs kallar hann til hlutaðeigandi persónur og gefur út svohljóðandi skjalfesta þinglega áminningu: „Arið 1842, 19da apríl, var Þóru nokkurri Torfadóttur er candid. philosophiæ J. Hall- grímsson hafði munnlega framfært, að ásækti sig með hneykslanligri aðferð, gefin áminning um að hætta slíku eftirleiðis, hvörju hún hátíðlega lofaði, og að hún hér eftir hvörki skyldi standa við glugga hans eða ganga eftir honum á götum eða annars stað- ar; já jafnvel ekki líta við honum, eða í þá átt sem hann væri, svo enginn tæki það svo sem hún liti til hans; og vegna þess ákomna orð- róms var pólitíiþjónunum strengilega upp- áboðið að gæta að hennar aðferð framvegis, og handtaka hana, ef hún bryti á móti því hér að framan skrifaða; og færa hana hingað til frekari ráðstöfunar, þar eð ekkert hneyksl- anlegt athæfi og viðmót má líðast á bæjarins götum eða annars staðar, hvar pólitíinu við- kemur—. Þetta var upphátt lesið af þingbókum fyrir öllum hlutaðeigendum. ut supra St. Gunnlögsen H.Hendrichsen Th. Bjarnasen. Frh. á næstu síðu. Saxbauti er úrvals nautabuff ( lauksósu. í heildós eru sjö buff úr 615 g af nautahakki og fjögur í hálfdós úr 350 g af hakki. Matreiðslan getur ekki verið ein- faldari. Hitið við vægan hita í potti eða pönnu. Þeir sem vilja auka laukbragðið geta fyrst brúnað saxaðan lauk ( viðbót. Saxbauti má kallast veislumatur, heima og að heiman, með kart- öflum, spæleggi og hrásalati. Veisla í farangrinum DósastærSlr Heildós: 860 g (7 stk.) Hálfdós: 480 g (4 stk.) Lifrarkæfa Kindakæfa Lifrarkæfan er í uppáhaldi hjá mörgum, ungum sem öldnum, t.d. á brauði með paprikuhringj- um, steiktum sveppum og beikoni. VI8 viljum vekja athygli á nœringargildi hennar. 1100 g af lifrarkœfunni er, auk annarra vítamína og ateinefna, fullur dagskammtur af A og B2 vítamínum og hálfur af járni. Tómatar og agúrkur fara vel með kindakæfunni. Hana má skera í bita og nota í pinnamat. Öndvegis álegg DósastærSlr Lifrarkæfa: 270 g og 120 9 Kindakæfa: 270 g 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.