Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 53
NÁTTÚRAN
Grímseyjarlaxinn mikli. Hann er nú í vörslu Veiðimálastofnunar ríkisis. Mynd: Marisa Arason
Flóðatangatröllið
og íslenskir stórlaxar
Stærsti laxinn sem heimildir greina frá er Flóðatangalaxinn.
Hann taldist nær 70 pundum er hann veiddist úr Hvítá á
síðustu öld. Grímseyjarlaxinn frá 1957 var um 50 pund og
Eldeyjarlaxinn frá 1975 var 42 pund. Stærsti lax á stöng var
38,5 punda hrygna úr Iðu.
össur Skarphéftinsson.
Langstærsti lax sem heimildir eru um hér á
landi er Flóðatangalaxinn svokallaði, sem
veiddist í net fyrir landi Flóðatanga við
Hvítá, í kvísl sem mun nú vera horfin. Hann
taldist vera einhvers staðar á miHi 60 og 70
pund samkvæmt síðari tíma heimildum.
Hinn tröllvaxni lax veiddist fyrir 1870, en
ekki er vitað nákvæmlega hvaða ár.
í Borgarfirði gengu frægar sögur um
Flóðatangalaxinn kynslóð fram af kynslóð,
en voru ekki skráðar fyrr en Björn heitinn J.
Blöndal, sá landsfrægi veiðimaður og rithöf-
undur, gerði það fyrir nokkrum áratugum.
Björn heyrði sögurnar fyrr á öldinni frá skil-
vísum gömlum veiðimönnum úr Borgarfirði
sem hann taldi fulla ástæðu til að treysta.
Nákvæmar samtímaheimildir eru ekki til um
stórlaxinn.
Sama ár og laxinum mikla var landað að
Flóðatöngum var óvenju mikið um stórlaxa í
Hvítá. Heimildir greindu þannig frá því, að
sama sumar hafi tveir aðrir stórvaxnir laxar
veiðst í net Hvítárvallabónda, Andrésar
Fjeldsted. Var hinn minni 48 pund en sá
stærri hvorki meira né minna en 54 pund.
49