Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 63

Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 63
SAMSKIPTI Sigur fyrir íslendinga Óhætt er að fullyrða að heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands hingað til Vestur-Þýskalands hafi vakið verulega at- hygli. Viðtöl voru við forsetann í ýmsum af mestu blöðum landsins og í sjónvarpi var þáttur um Vigdísi Finnbogadóttur á vinsæl- um útsendingartíma, klukkan sex á sunnu- dagskvöldi. Hið þekkta vikublað, Die Zeit, sem er undir ritstjórn Helmuts Schmidt, fyrrum kanslara Vestur-Þýskalands, reið á vaðið og birti viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur, 17. júní síðastliðinn. Die Zeit hefur á sér orð fyrir að vera ábyrgt, menningarlegt blað, sem fylgir jafnaðarmönnum að málum. Við- talið var birt á annarri síðu blaðsins, and- spænis ritstjórnargrein Helmuts Schmidts, og verður það að teljast mikill heiður fyrir forseta íslands, að vera ætlaður svo áberandi staður í jafn virtu blaði. „Maður verður hræðilega íhaldssamur" Skrif Die Zeit einkennast af mikilli virðingu fyrir forseta íslands, Vigdísi Finnbogadótt- ur. í inngangi að viðtalinu er hún sögð besti sendiherra sem ísland gæti hugsað sér, gáfuð kona og glæsileg og sérlega sannfærandi full- trúi þjóðar sinnar á alþjóðavettvangi. Farið er nokkrum orðum um kjör Vigdísar 1980 og þá athygli, sem það vakti á sínum tíma, og minnst á kosningarnar 25. júní og væntanleg- an yfirburðasigur forsetans í þeim. Síðan er farið nokkrum orðum um róttæk- ar stjórnmálaskoðanir forsetans áður en hún tók við embætti, sérstaklega andstöðu henn- ar við hernaðarumsvif Bandaríkjamanna á Islandi. Tekið er fram, að það tíðkist ekki að forseti íslands láti opinberlega í ljós stjórn- málaskoðanir. Samt er Vigdís Finnbogadótt- ir spurð að því hvort skoðanir hennar hafi breyst, eftir að hún varð forseti. Forsetinn svarar, að áður hafi hún ef til vill látið stjórn- ast meira af tilfinningum, núna sjái hún hins- vegar hlutina úr meiri fjarlægð. Die Zeit skrifar: ,,„Er þetta ekki ágætissvar?“ segir hún með sjálfhæðni í röddinni og bætir við: „Ég er orðin átta árum eldri, átta árum þrosk- aðri.“ Og hún bætir við, að það að eldast, sé í rauninni ágætt, og bendir á fyrsta gráa hárið á ljósum kollinum: „Maður verður hræðilega íhaldssamur.““ Die Zeit leyfir sér að draga í efa, að forseti íslands sé orðinn „hræðilega íhaldssamur“, en minnir á, að þar sem henni sé í raun óheimilt að láta í ljós stjórnmálaskoðanir op- inberlega, þá hafi hún einbeitt sér að málefn- um íslenskrar menningar, sérstaklega má- lefnum íslenskrar tungu: „I heimi fjölmiðlanna er mikilvægt að halda tungumáli okkar lifandi, eina sígilda tungumáli í Evrópu, sem ennþá er talað. Styrkur okkar liggur í þessu tungumáli. Ef við glötum tungu okkar, þá glötum við sjálf- um okkur, glötum við fortíð okkar.“ Fréttir af sigri Vigdísar á forsíðu Yfirburðasigur Vigdísar Finnbogadóttur í kosningunum 25. júní vakti nokkra athygli í þýskum fjölmiðlum. Nákvæmar tölur um sigurinn verið alveg eins stór og búist hefði varpi og í blöðum daginn eftir. Þannig birti Frankfurter Rundschau, virt blað á vinstri væng stjórnmálanna, frétt um kosningarnar á forsíðu og gat þess jafnframt, að ekki hefði sigurinn verrið alveg eins stór og búist hefði verið við. Önnur blöð birtu sömuleiðis fréttir af kosningunum en á minna áberandi stöð- um. Þegar líða tók að heimsókn forsetans tóku síðan fyrir alvöru að birtast frásagnir af henni í fjölmiðlum. í nýjum sjónvarpsþætti klukkan 18 á sunnudögum, Mona Lisa að nafni, var viðtal við forsetann. Þessi þáttur er sérstaklega ætlaður konum og nýtur vin- sælda, enda nýr af nálinni og ferskur. í þess- um þætti þótti forseti íslands koma sérlega vel fyrir. Daginn eftir, mánudaginn 4. júlí, hitti for- setinn Richard von Weizsácker, forseta Vest- ur-Þýskalands í Bonn, og voru sýndar mynd- ir frá þeim fundi í öllum fréttatímum sjón- varps. Heilsíðuviðtal í Die Welt Mánudaginn 4. júlí var einnig mikið viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur í Die Welt, borgaralegu blaði, sem Springer-forlagið svokallaða gefur út. Mynd af Vigdísi á for- síðu blaðsins og heil síða lögð undir viðtalið, sem er hluti af röð viðtala, sem Die Welt birtir við frægt fólk. Næstu menn í viðtali á undan Vigdísi Finnbogadóttur voru kvik- myndastjórinn Wim Wenders, rithöfundur- inn Alberto Moravia og Rajiv Gandhi, for- sætisráðherra Indlands. í viðtalinu við Die Welt, berst talið víða en þó aðallega að tungu og menningu Islend- inga: „Welt: Ungt fólk á íslandi er frjálslynt eins og annars staðar í Evrópu. Vigdís: Já, það er opið, það er stolt yfir Heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur vakti mikla athygli í vestur-þýskum fjölmiðlum Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands gerði góða reisu meðal þýskra. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.