Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 63

Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 63
SAMSKIPTI Sigur fyrir íslendinga Óhætt er að fullyrða að heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands hingað til Vestur-Þýskalands hafi vakið verulega at- hygli. Viðtöl voru við forsetann í ýmsum af mestu blöðum landsins og í sjónvarpi var þáttur um Vigdísi Finnbogadóttur á vinsæl- um útsendingartíma, klukkan sex á sunnu- dagskvöldi. Hið þekkta vikublað, Die Zeit, sem er undir ritstjórn Helmuts Schmidt, fyrrum kanslara Vestur-Þýskalands, reið á vaðið og birti viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur, 17. júní síðastliðinn. Die Zeit hefur á sér orð fyrir að vera ábyrgt, menningarlegt blað, sem fylgir jafnaðarmönnum að málum. Við- talið var birt á annarri síðu blaðsins, and- spænis ritstjórnargrein Helmuts Schmidts, og verður það að teljast mikill heiður fyrir forseta íslands, að vera ætlaður svo áberandi staður í jafn virtu blaði. „Maður verður hræðilega íhaldssamur" Skrif Die Zeit einkennast af mikilli virðingu fyrir forseta íslands, Vigdísi Finnbogadótt- ur. í inngangi að viðtalinu er hún sögð besti sendiherra sem ísland gæti hugsað sér, gáfuð kona og glæsileg og sérlega sannfærandi full- trúi þjóðar sinnar á alþjóðavettvangi. Farið er nokkrum orðum um kjör Vigdísar 1980 og þá athygli, sem það vakti á sínum tíma, og minnst á kosningarnar 25. júní og væntanleg- an yfirburðasigur forsetans í þeim. Síðan er farið nokkrum orðum um róttæk- ar stjórnmálaskoðanir forsetans áður en hún tók við embætti, sérstaklega andstöðu henn- ar við hernaðarumsvif Bandaríkjamanna á Islandi. Tekið er fram, að það tíðkist ekki að forseti íslands láti opinberlega í ljós stjórn- málaskoðanir. Samt er Vigdís Finnbogadótt- ir spurð að því hvort skoðanir hennar hafi breyst, eftir að hún varð forseti. Forsetinn svarar, að áður hafi hún ef til vill látið stjórn- ast meira af tilfinningum, núna sjái hún hins- vegar hlutina úr meiri fjarlægð. Die Zeit skrifar: ,,„Er þetta ekki ágætissvar?“ segir hún með sjálfhæðni í röddinni og bætir við: „Ég er orðin átta árum eldri, átta árum þrosk- aðri.“ Og hún bætir við, að það að eldast, sé í rauninni ágætt, og bendir á fyrsta gráa hárið á ljósum kollinum: „Maður verður hræðilega íhaldssamur.““ Die Zeit leyfir sér að draga í efa, að forseti íslands sé orðinn „hræðilega íhaldssamur“, en minnir á, að þar sem henni sé í raun óheimilt að láta í ljós stjórnmálaskoðanir op- inberlega, þá hafi hún einbeitt sér að málefn- um íslenskrar menningar, sérstaklega má- lefnum íslenskrar tungu: „I heimi fjölmiðlanna er mikilvægt að halda tungumáli okkar lifandi, eina sígilda tungumáli í Evrópu, sem ennþá er talað. Styrkur okkar liggur í þessu tungumáli. Ef við glötum tungu okkar, þá glötum við sjálf- um okkur, glötum við fortíð okkar.“ Fréttir af sigri Vigdísar á forsíðu Yfirburðasigur Vigdísar Finnbogadóttur í kosningunum 25. júní vakti nokkra athygli í þýskum fjölmiðlum. Nákvæmar tölur um sigurinn verið alveg eins stór og búist hefði varpi og í blöðum daginn eftir. Þannig birti Frankfurter Rundschau, virt blað á vinstri væng stjórnmálanna, frétt um kosningarnar á forsíðu og gat þess jafnframt, að ekki hefði sigurinn verrið alveg eins stór og búist hefði verið við. Önnur blöð birtu sömuleiðis fréttir af kosningunum en á minna áberandi stöð- um. Þegar líða tók að heimsókn forsetans tóku síðan fyrir alvöru að birtast frásagnir af henni í fjölmiðlum. í nýjum sjónvarpsþætti klukkan 18 á sunnudögum, Mona Lisa að nafni, var viðtal við forsetann. Þessi þáttur er sérstaklega ætlaður konum og nýtur vin- sælda, enda nýr af nálinni og ferskur. í þess- um þætti þótti forseti íslands koma sérlega vel fyrir. Daginn eftir, mánudaginn 4. júlí, hitti for- setinn Richard von Weizsácker, forseta Vest- ur-Þýskalands í Bonn, og voru sýndar mynd- ir frá þeim fundi í öllum fréttatímum sjón- varps. Heilsíðuviðtal í Die Welt Mánudaginn 4. júlí var einnig mikið viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur í Die Welt, borgaralegu blaði, sem Springer-forlagið svokallaða gefur út. Mynd af Vigdísi á for- síðu blaðsins og heil síða lögð undir viðtalið, sem er hluti af röð viðtala, sem Die Welt birtir við frægt fólk. Næstu menn í viðtali á undan Vigdísi Finnbogadóttur voru kvik- myndastjórinn Wim Wenders, rithöfundur- inn Alberto Moravia og Rajiv Gandhi, for- sætisráðherra Indlands. í viðtalinu við Die Welt, berst talið víða en þó aðallega að tungu og menningu Islend- inga: „Welt: Ungt fólk á íslandi er frjálslynt eins og annars staðar í Evrópu. Vigdís: Já, það er opið, það er stolt yfir Heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur vakti mikla athygli í vestur-þýskum fjölmiðlum Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands gerði góða reisu meðal þýskra. 59

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.